Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 16
Kristinn Kristjánsson °g Sesselja Benediktsdóttir í Nýhöfn Hinn 7. ágúst sl. andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu á Aíkureyri, eftir sikamma dvöl þar, Kristinn Kristjánsson fyrrv. bóndi og vél- smiður í 'Nýhöfn á Sléttu og hafði þá nálega sex um áttrætt. Hann fæddist í Leirhöfn 17. ágúst 1885, og átti alla ævi heima á sinni bemskuslóð. Foreldrar hans voru Kristján Þorgrímsson bóndi í Leir- höfn og síðari kona hans, Helga Sæmundsdóttir. Út af Kristjáni, sem varð 12 bama faðir í tveim hjónaböndum, er íkomið margt manna í Norður-Þingeyjarsýslu og víðar, oig veróur ekki nánar rakið hér. Með síðari ikonu sinni, Helgu, eignaðist hann sex sonu, og þegar nefndir eru Leirhafnarbræður, er venjulega við þá átt. Af þeim er nú yngsti bróðirinn, Helgi, einn á ]ífi. Nú er tæp öld liðin síðan Krist- ján kom í Leirhöfn, þjóðhátíðarár- ið 1874, og hefur þar á þessum tíma gerzt mikil saga og merk, sem ekki verður sögð hér, en séra Páll Þorleifsson igerði að nolkkru grein fyrir í Árbók Þingeyinga ár ið 1962. Nefna má til dæmis, að þar á ,jLeir.hafnartorfunni“ hafa nú í seinni tíð verið níu heimili sem áður var eitt, og að flatarmál ræktaðs lands er þar oröið meira en ó nokkurri jörð annarri d hér- aðinu. En fleira hefur dafnað og blómgazt á þessari landnámsjörð við þjóðbraut norðurhjarans og margir leggja þangað leið sína. iÞáttur Kristins Kristjánssonar í sögu Leirhafnar á þessari öld er út af fyrir sig ærið efni til frá- sagnar. Hann var næstelztur þeirra Leirhafnarbræðra, og var hann þá 11 ára, er faðir hans féll frá árið 1896, en allir voru þeir bræður þá á barnsaldri. Móðir þeirra, HeLga Sæmundsdóttir, sem var miklu yngri en bóndi hennar og átti enn 35 ár ólifuð, hélt áfram búskap í Leirhöfn og synir hennar síðan með henni, er þeir höfðu aldur til. Kristinn átti heima í Leirhöfn og stóð þar að búi fram um fertugs- aldur, en ikvæntist árið 1918 Sess- elju (f. 1892) Benediktsdóttur frá Akurseli í Öxarfirði Vigfússonar. Arið 1924 fluttust þau að Nýhöfn, er byggt var sem nýbýli í landi Leirhafnar, og áttu þar heima síð- an. Þau eignuðust sex börn og eru fimm á lífi. í grennd við Nýhöfn risu síðar þrjú nýbýli til viðbótar, og búa þar börn þeirra Nýhafnar- njóna: Helga í Miðtúni (gift Árna P. Lund frá Raufarhöfn), Kristján í Sandvík og Steinar í Reistarnesi. Tveir þeirra Nýhafnarbræðra, Jó- hann og Guðmundur, gerðust járn- iðnaðarmenn. og á hinn fyrrnefndi heima á Raufarhöfn, en hinn síðar mefndi í Nýhöfn. Fimmti bróðirinn, Benedikt lézt árið 1943. Þó að það yrði hlutskinti Krist- ins að gerast bóndi í Leirhöfn, og síðar í Nýhöfn, og þó að hann væri áhuigasamur um búskap og rækt- un eins og flest annað, sem hann komst f námunda við á lífsleiðinni, var það þó annar þáttur í ævistarfi hans, sem á sínum tíma gerði hann kunnan í héraði og víðar og nú er einkum ástæða til að minnast. En aðalstarf hans varð í rauninni járn smíði. Hagleikur hans og hæfileik- ar á því sviði voru óvenjulegir. Hann kom upp vélsmiðju á heimili sínu, ag í þessari smiðju var unn- ið sikapandi starf umfram það, sem almennt gerist. Þar var orku hug- ans að því beitt og hörðum hönd- um að því unnið að „finna upp“ nýjar aðferðir og nýja hluti, sem að igagni mættu verða og að gagni urðu, a.m.k, sumir hverjir eins og nánar verður að vikið. Kristinn var alla ævi síhugsandi um tæknileg vandamál og óþreytandi við að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd með tilraunum, eftir því sem hann hafði tók á. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi hefur í Sunnudagsblaði Tímans 21. nóv. sl. sagt skilmerki- lega frá jársmíðum Kristins eg vélsmiðjunni í Nýhöfn, hvemig þar var umhorfs og hvað þar var unnið, en Guðmundur var nem- andi í járnsmíði hjá Kristni í tvö ár og varð honum handgenginn. Er frásögn hans vel gerð og merki- leg. Til er einnig frá hendi Krist- ins sjálfs, eins og síðar kemur fram, mjög ítarleg lýsing á smiðj- unni sem og saga hennar. Til greina kom fyrir nokkru að halda henni við og varðveita sem deild í hér- aðssafni. Enn mun því máli þó ekki hafa verið til lykta ráðið. Þegar á barnsaldri kom í ljós hneigð Kristins til smíða og hug- vitsemi hans. Þegar hann var á tólfta ári réðst hann í að breyta umbúnaði hverfissteins í Leirhöfn þannig, að steinninn varð stiginn í stað þess, að hann var áður handsnúinn með ærnu erfiði. Þótti að þessu mikið hagræði. Ékki naut hann tilsagnar í járnsmíði í æsku, svo að éig viti, en veturinn 1907— 1908 fór hann til Reykjavíkur og fékk að vinna þar um tíma í járn- íslendingaþættir 16

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.