Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 11
töluvert niður í ensku og las nokk- uð í enskum tímaritum. Samt vai Bjarni hlédrægari maður en efni stóðu til. Nokkuð var þröngt um þá feðg* ana í Syðsta-bænum og á jörðinni þar, einkum eftir að ómegð tók að hlaðast á yngri hjónin, og var þeim það happ mikið er jarðnæði losn- aði á Efri-Steinsmýri og þau hrepptu það, árið 1926 — eftir tíu ára búskap eða húsmennsku á Syðsta-bænum. Eftir það losnuðu þau hægt og bítandi úr fátæktinni og þó einkum að sjálfsögðu, eftir að íbörninn voru öll orðin vel vinnandi, enda þótt eldri piltarnir færu nokkuð fljótt að heiman, því að búið gat þá ekki enn boðið þeim viðunandi kjör. Engu að síð- ur var fjölskyldan sérlega vel sam- taka og atorkumikil. enda var þar orðið með meiri búum í Meðal- landi, er þau hjónin og yngstu börnin tvö — sem alla tíð unnu I búi foreldra sinna og urðu nán- ustu félagar sem þau nokkurn tima áttu um ævina — ákváðu að bregða búinu og flytjast til Reykja víkur. Hafði Bjarni síðustu árin tapað mjög sínum ágætu kröftum, en hin dugmikla húsfreyja hafði mest alla þeirra búskapartíð, þjáðst af gallsteinum, og Bjarni raunar sjálfur á tímabili verið veill í maga. Síðasta áratuginn hafði og sandágangur þvælt vatni svo á engjar og haglendi Efri-Steinsmýr- ar, að sambýlismenn Bjarna höfðu hrokkið undan af jörðinni og Bjarni um hrið verið eini búand- inn þar. Að vísu jókst við það jarðnæði þeirra Ólafs meira en nam ágangi vatns og sands, en smalamennskur urðu því erfiðari og hið stóra tún — er liggur á gamalli, hárri og mishæðóttri hraunbrún, hlýlega, suðaustan í krika í brún Skaftáreldahraunsins — slógu þeir alltaf með orfum. Allt heimilisfólkið var orðið þreytt. Bjarni slitinn og hans góða kona æ meira böguð af gallsteina- veikinni. Þau voru að vísu á leigu jörð. þarna á Efri-Steinsmýri, í eigu mágs Bjarna. Halldórs bróð- ur Katrínar, er kvæntur var Hall- dóru systur hans og hafði tekið við búi á Syðsta-bænum ikömmu eftir burtflutning þeirra Bjarna þaðan. En þau Katrín höfðu hins vegar eignazt sjálf aðra af Efri- Steinsmýrarjörðunum. Nú seldu þau þá jörð og bústofn sinn og höfðu sameiginlega, hjónin og yngri börnin, það fjármagn, eftir hið langa strit, að þau gátu keypt sér hæð í myndarlegu húsi í Hlíð- unum hér í Reykjavík og búið hana sæmilega húsgögnum. Báðir fengu feðgarnir staðfasta vinnu hér í iReykjavík, svo og dæturnar. —- Sigrún fluttist til þeirra með son sinn. Húsfreyja hafðl kviðið því nokkuð að óyndi myndi ásækja mann sinn, sem var fremur vana- fastur o>g lifað hafði alla sína ævi við hin lifrænu störf bónda við skepnuhirðingu og útilíf á vegum hinnar fjölskrúðugu, bragðstehku náttúru Vestur-Skaftafellssýslu, — en Bjarni undi sér, er til kom, hið bezta í höfuðstaðnum. Þess mætti geta, í þessu sambandi, að hér endurnýjaðist íkunningskapurinn við málvininn, sem ég ræddi nokk uð um hér að framan og flutzt hafði hingað áður frá Efri-Steins- mýri. Og hér varð fjölskyldan fyrir þeirri miklu gleði, að hús- freyjan læknaðist alveg, eða a.m.k. merkilega vel, af hinum langvlnna gallsteinasjúkdómi. En fljótt á eft- ir færðist ný blika á loftið. Bjarni hafði lengi verið heilsugóður að kalla, enda þótt veill hefði verið í meltingarfærum á tímabili. Nú, á þriðja vetri sínum hér, varð hann magaveikur. Hann var settur í rannsókn en ekkert ískvpoilegt fannst, og með vorinu batnaði hon um og ekkert virtist að — þang- að til veðrið kólnaði með nýju hausti: þá gerði magaveilan aftur vart við sig. Bjarni vildi ekki láta undan, en honum fór hríðversn- andi og loks voru kraftarnir með öllu þrotnir. Þá fyrst hætti hann að vinna og fór í rúmið. Þann 25. nóvember var Bjarni skorinn upp á Landsspítalanum og bráði þá snöggvast af honum. En rétt fyrir jólin bráðversnaði honum og leið þá illa nokkra daga. Þá var beðið fyrir honum á safnaðarsamkomu, og skilst mér að upp frá því hafi honum liðið tiltölulega vel, bæði á líkama og sál. og er sagt að hann hafi svo sem liðið út af í dauðann, í kyrrð og friði. Alveg sams konf ar scgulokum hef ég sjálfum orðið vitni að. fvrir skemmstu. Á annan í jólum hringdi Hall- dóra, systir Bjarna — þá enn hús- freyja í Syðsta-bænum — til mín og sa'gði að bróðir sinn lægi dauð- vona á Landsspitalanum og heim- sótti ég hann samdægurs. Varð þá ekki séð að hann þjáðist mikið, né lieldur hin tvö skiptin sem ég kom eftir það til hans. Bar andlát hans því fyrr að en ég átti von á. En þó að heimsóknirnar yrðu færri en ég hafði ætlað, urðu þær mér til gleði og trúnaðarstyrkingar. Það var áhrifamikið að sjá gleðina og ástúðina ljóma af göfuglegri ásýnd fornkunnin'gjans og finna yl leggja í sig af handtaki hans. Ég vissi líka að hann, sem áður fyrr var efasemda- og skynsemistrúar- maður, var nú af hjarta trúaður, kvíðalaus og friði fylltur. Og ég efa ekki að ástúðarhugsanir hafi geislað frá honum í allar áttir, ef svo mætti að orði kveða — fyrst og fremst vegna sinnar kæru fjöl- skyldu, sem honum var vissulega viðkvæmt að yfirgefa en gat þó glaðst af að vita að öðru leyti vel á vegi stadda, — þá og vegna for- eldranna sem ég veit hann muni hafa hugsað til með innilegri gleði að hitta aftur, — hjartfólginnar syslur, safnaðarins sem bað fyrir honum, vinanna og ekki hvað sízt átthaganna. Og mér finnst hann muni hafa hugsað ástúðleea til þjóðar sinnar, hafi ég þekkt hann rétt (sem ég efa ekki), og jafnvel mannkynsins alls. Ég á þess von, að Bjarni Eyjólfsson hafi beðið fyrir mörgum og mörgu eftir að af honum bráði varanlega. Allir, sem Bjarna Eyjólfs- son þekktu, minnast hans með virðingu og gleði. Halldóra, systir Bjarna, hefur beðið mig fyrir eftirfarandi kveðju: Ég þakka vil, í þessu litla ljóði, ljúfa, trygga fylgd, minn bróðir góði, marga dáð og miklar dyggðir þínar mest er snertu tilfinningar mínar. Björn 0. Björnsson. islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.