Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 28
þeim fluttist hún árið 1888 að Kálfafellsstað. Þaðan fluttist hún með foreldrum sínum að Evstri- Ásum í Skaftártungu árið 1892. Þar dvaldl'.t hún lijá foreldnirn sín um þar til liún giítist, árið 1900, Visfúsi Gimnarssvni á Fl.ögu. Flöguheimilið var alltaf mann- margt. og var í þióðbraut og var þar því mikil gestakoma. Var því hinni ungu konu ekki lítill vandi á höndum að setjast þar í húsmóð- ursæti. en þann vanda fór hún létt með. Koinu þar fljótt í ljós henn- ar miklu hæfilaikar. regiusemi, skapfesta os góðleiki. enda maður hennar að sama skapi mikilliæfur maður. Ós nú bú þeirra brátt og umsvif urðu þar mikil. Vinnufólk höfðu þau margt, og lengi sama fólkið. Allt vaið að bvggja upp, stórar hloður voru reistar og fjárhús stór. íbúðarhús reist úr tirnbri, sem þá þótti i’ínt og allt gekk svo vel á Flögu. að brátt varð þeirra heimíli eítt rismesta heímilí sinnar sýslu. og sterkasta stoð sinnar sveit- ar Þar var alltaf nóg af heyjum, oí alltaf gat Vígfús hjálpað sveit- unguiu súium um liey. sem oft vantaði a þeim árum. og þá mun líúsnióðirin liala laumað úr sínu búri til fátækra þar sem hún vissi þörfína mesta þó ekki væri á lofti haldið. og þó gestakoma v.kist ár frá ári og öllum jafn vel tekið. þá var eins og það sæi ekkert á, börn- unum smáfjölgaði. indælum börn- um, og allt var það til að prýða heimilið og aulka á ánægjuna. Allt var þar í föstum skorðum, þó sér- staklega innanhúss, þó 'gestakoma væri þar mikil þá var séð um að láta ekki trufla fólkið við vinnuna nema sem minnst. Árin liðu, og nú var reist stórt og myndarlegt íbúðarhús úr stein- steypu, og þar á eftir heimilisraf- stöð við mjög erfið skilyrði. Og nú voru börn þeirra sjö að mestu uppkomin, mjög glæsilegt og elskulegt fólk, og féll það eplið ekki langt frá eikinni. TVö börn tóik hún mjög ung af systur sinni, sem átti þá í erfiðleikum, og ól þau upp sem sín eigin börn. Líka dvaldi móðir hennar hjá henni í mörg ár eftir að hún missti sinn elskulega mann. Maður hennar, Vigfús, gegndi alltaf ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sína sveit, og á seinni árum flest- um störfum, svo sem oddvita, póst- afgreiðslu o.fl., og eftir að sími var lagður frá Vík til Hornafjarðar var þar þriðja flokks símstöð. Allt jók þetta störfin og vinnuálagið á heim ilið. Þar voru margir á ferð, sem þurftu á síma að halda. en þetta var þriðja flokks stöð og ekki op- in nema vissan tíma á dag, og því ekki skylda að afgreiða nema þá tíma, en hún kunni nú ekki við það, húsfreyjan í Flögu, að geta ekki greitt fyrir fólki. Komu sér þá vel hennar góðu hæfileikar, og það mátti segja að alltaf gat Sigríður á Flögu leyst úr öllum vanda. Ég held það sé ekki ofsagt, að Sigríður á Flögu hefur verið far- sæl kona, en ekki hefur hún losn- að við hið mótdræga, sem fylgir þessu lífi, svo sem mikinn manna- missi. Fyrst missti hún föður sinn, sem drukknaði í Kúðafljóti, síðar son sinn og uppeldisson, sem drukknuðu við silungsveiði í Flögu lóni. Það var þeim hjónunum mik- ill harmur og allri sveitinni, en þá komu fram þeirra góðu kostir: stillingin og trúin á hið góða, svo að aftur birti yfir. En eitt áfallið var eftir, er eld- ingu sló niður í símalínuna og þetta falleea og vandaða íbúðarhús brann til kaldra kola, og allt brann sem brunnið gat, en ekki var látið bugast. Strax var snúið sér að upp- byggingu aftur. var þó orðið erfið- r Sigríður Sveinsdóttir Kvöld er komið, klukkur hringja, kvöid er nú i hinzta sinni, heiðurskona, hugljúf móðir, hennar geymist fagurt minni. Hennar aldur hár var orðinn, hress i anda þó að jafni, heilladisir henni voru til handa beggja i ferjustafni. Starfsöm kona, styrk i öllu, stóð við hlið sins bónda i verki, gefin honum ung að árum, uppi hélt hans tignarmerki. Hugurinn liður hljótt til þeirra, heiðursljóma i björtum ranni, þar var gestum gott að koma, góðvild rikti þar með sanni. Skin og skúrir skiptu lifi, skammt er stundum þess á milli, V flestir þetta fá að reyna, hið fagra og góða þó að hylli. Hún, sem kvödd er hér að sinni, hlaut sinn skammt af lifsins sárum, með þolinmæði þetta bar hún, þroskinn óx með reynslu og árum. En einnig margar unaðsstundir átti hún með sinum manni og börnum þeirra, er báru með sér birtu og yl úr föðurranni. Nú er þessu lifi lokið, lofstir þess i muna geymi. Blessi Drottinn burtför hennar, hún boðar lif i nýjum heimi. Kvödd er hún með klökkum huga, kveðju bundinni þökk og trega. Lifsins faðir ljós oss gefur, er lýsi og vari avinlega. V.H. 28 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.