Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 21
skólastjórar væru ráðnir til bæjarins. Barðist hann þar hart fyrir málstað sinum og bar oftast sigur úr býtum. Hann lét sér og mjög annt um málefni skólanna að öðru leyti og var vakandi yfir velferð þeirra. Árið 1957 var hann skipaður formaður stjórnar Bygginga- félags verkamanna á Akranesi. Bygg- ingastarfsemi félagsins hafði þá legið niðri i áratug eða lengur, en var áður með blóma. Hann hóf þegar með félög- um sinum i stjórninni undirbúning að byggingu sambýlishúss með 16 ibúð- um. Hús þetta var svo byggt á næstu árum — vandað og myndarlegt að allri gerð — og verð ibúðanna lægra en þá var völ á. Tel ég vafasamt að það hefði verið byggt, ef Halldór hefði ekki kom- ið hér við sögu, sem formaður félags- ins, og leiðtogi þess. Þá var hann lengi formaður iönfræðsluráðs og vann mik- ilsverð störf i þágu stéttar sinnar og fræðslumála hennar. VI Halldór er einarður drengskapar- maður. Mikill baráttumaður fyrir málstað sinum, einkum þegar honum finnst réttlætið og heiðarleikinn fyrir borð borinn. bá verður eitthvað undan að láta. Hans kjörorð er: Gjör rétt, þol ei órétt. Hann er vel máli farinn og ágætlega ritfær. Hann er sjálfstæður i skoðunum og fer sinar eigin götur, þegar svo ber undir og þá breytir þvi enginn. Hann getur þvi aldrei dansað eftir neinni linu. þótt eftirsóknarverð- ur dansmaður sé hann, þegar i sam- kvæmi er komið. Hann dýrkar góðar bókmenntir og fagra náttúru. Hann á mikið og vandað bókasafn og var lengi forvigismaður bókmenntaklúbbs á Akranesi. Hann hefur ferðast mikið um óbyggðir tslands og sér mikla feg- urð. þar sem ýmsir ganga um með lok- uð augu. Hann hefur skrifað greinar um stórbrotna staði. sem hann hefur tekið sérstöku ástfóstri við eins og t.d. Hitardal á Snæfellsnesi. Þar tvinnast saman land og saga. Hvorttveggja er honum jafn hugstætt. VII Þegar Halldór flutti með fjölskyldu sina frá Akranesi haustið 1962 — eftir aldarfjóröungsdvöl — var hans saknað af mörgum og eftir stóö opið skarð og ófyllt. svo viða kom hann við i félags- málum bæjarins. Að lokum vil ég flytja honum sextugum heillaóskir og þakka honum ánægjuleg kynni og samstarf. Veit ég að undir það vilja margir taka hér á Akranesi. En fyrst og siðast vil ég þakka vin- áttu og drengskap. sem aldrei brást — þrátt fyrir skiptar skoðanir — og reis hæst, þegar þörfin var mest. Hann á sér fáa lika i þeim efnum. Megi allar góðar vættir halda vörð um Halldór og heimili hans um ókomna ævidaga. Dan. Agústinusson f Þaö þurfti til áræðni og fram- sækni að leggja til atlögu við hið steinrunna afturhald á Akranesi i bæjarstjórnarkosningunum 1946. Hún var fámenn fram- varðasveit Sósialista sem lagöi út i þá baráttu, en hún var ákveöin i að berjast til sigurs á málefnalegum, heiðarlegum grundvelli. Þaö reynist oft erfitt aö berjast á heiðarlegum grundvelli þegar andstæðingur- inn leggur allan heiðarleika fyr- ir róða og vinnur eftir þeirri kenningu að i stjórnmálum og ástum séu öll brögð leyfileg. brátt fyrir það, að Sósíalistar væru vanbúnir gegn svikráðum, jafnvel lögbrotum, sem and- stæðingarnir beittu, unnu þeir þó sigur i fyrstu lotu. Aftur urðu bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi siðari hluta vetrar. I þeim kosningum unnu Sósialist- ar stórsigur, fengu tvo fulltrúa kosna af niu. En ,,Ekki er andskotinn iðju- laus", segir islenzkt máltæki, og ekki voru ,,andskotar” Sósialista iðjulausir á næstu ár- um. Að tæplega hálfnuðu kjörtimabili bæjarstjórnar Akraness 1946 til 1950 voru róg- tungur andstæðinganna búnar að flæma burt af staðnum fimm af forystumönnum Sósialista á Akranesi, suma með ærumeið- andi, upplognum ásökunum, aöra meö aðferðum litlu þokka- legri. begar svo annar af kjörn- um bæjarfulltrúum Sósialista, Ingólfur Runólfsson, féll fyrir þeim sjúkdómi sem siðar leiddi hann til bana, var svo komið, Halldór Þorsteinsson (sjöundi maður á listanum), fimmti varamaður, varð fastur bæjar- fulltrúi það sem eftir var kjörtimabils. Þá þegar var þriðji varamaðurinn Arni Ingi- mundarson orðinn aðalfulltrúi. Það var ekki af þvi að „Níðhöggvar afturhaldsins” hliföust við að beita nagtönnum sinum gegn þeim Arna og Halldóri, að þeim varð ekki bol- að i burt frá Akranesi. Það var á þessum árum að ég sagði við Halldór: „Þið bitið á jaxlinn og bölvið i hljóði". Þessu svaraði Halldór þannig: „Nei, við bitum á jaxlinn og bölvum hátt og rösklega,- það er það eina sem dugar”. Og það var sannleikur; það var það eina sem dugði. Á þessum reynslutima Sósialista á Akranesi myndaðist sá harði kjarni Sósialista sem ekkert bugaði, og hann stendur enn þéttur fyrir sem bjarg, þó að nú séu aöeins þrir eftir af þeim sem stóðu i framvaröar- sveit 1946, þeir bræður Ársæll og Þórður Valdimarssynir og Árni Ingimundarson. Halldór Þor- steinsson. Halldór Bachman og Þorvaldur Steinason þraukuðu þrátt fyrir allar hamfarir að þeim til þess tima er baráttuað- ferðir andstæðinganna voru komnar á tiltölulega siðrænt stig. Frá 1948 og fram til þess að HalldóF Þorsteinsson flutti burt af Akranesi var hann leiöandi afl i Sósialistafélagi Akraness. Þótt hann væri minnst af þess- um tima bæjarfulltrúi, þá var hann mestan timann i stjórn félagsins, ýmist sem formaöur eða varaformaður. Halldór Bachman og Sigurður Guð- mundsson voru bæjar- fulltrúarnir. En hver er hann þessi Halldór Þorsteinsson, sem pólitiskir andstæðingar þrýstu upþ til for- ystu Sósialista á Akranesi? Halldór Þorsteinsson vélvirki er Austfirðingur að ætt og upp- eldi. Fæddur 23.7. 1912, að Óseyri við Stöðvarfjörð. Innan við tvitugs aldur lagöi hann leið sina vestur i Borgarfjörð, á Hvitárbakkaskólann. Á Hvitár- bakka var honum samtiða borg- firzk stúlka, Rut Guðmunds- dóttir frá Helgavatni i Þverár- hlið. Rut er rétt um ári eldri en Halldór. Þessir ungu nemar i Hvitárbakkaskólanum bundust þeim böndum, sem öllum fjötr- um eru sterkari, böndum ástar og tryggðar. Halldór borsteinsson var við vélvirkjanám i Vélsmiöju Þor- geirs og Ellerts á Akranesi þegar hann fór i framvarðasveit Sósialista á Akranesi. Hann var þá til þess að gera nýfluttur i bæinn og þvi litt kunnur bæjar- búum. Það var þvi mjög að von- um að hann skipaði sjöunda sæti framboðslista Sósialista i kosn- ingunum 1946. En i þeirri gjörningahrið sem gerð var að Sósialistum næstu árin sýndi Halldór ótvirætt forystuhæfileik; sina. Það var þvi margra hugur að Halldór yrði valinn i fyrsta sæti á framboöslista Sósialista 1950, en Halldór var á annarri skoðun, hann taldi að starf sitt að félagsmálum mundi nýtast betur ef hann væri utan en ekki innan bæjarstjórnar. Ég var einn þeirra manna sem frá ársbyrjun 1946 um 15 islendingaþættir 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.