Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Síða 9

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Síða 9
gerst máttu vita, aö beint og óbeint hafi hinar tröllauknu framkvæmdir á btium Thors Jensens haft varanleg og heilladrjúg áhrif fyrir islenzkan land- búnaö, þótt ekki hafi farið hjá þvi að þær yllu deilum á sinum tima. Allar þessar framkvæmdir hvildu að sjálf- sögðu að mestu leyti á herðum ráðs- manna Thors, Stefáns á Korpúlfsstöð- um og Kristins Guðmundssonar á Lágafelli. Breytt skipan markaðsmála á mjólk og mjólkurafurðum og ymsar aðrar ástæður ollu þvi að Thor Jensen brá á það ráð árið 1942 að selja Reykja- vikurbæ Korpúlfsstaði og ýmsar aðrar jarðeignir sinar. Reykjavikurbær réði þá Stefán þeg- ar i stað til þess að sjá um búskapinn á Korpúlfsstöðum. Var bústjórn hans með sömu reisn og myndarskap og áð- ur, og til fyrirmyndar á margan hátt. Arið 1961 lét Stefán af störfum af heilsufarsástæðum. Hafði hann þá starfað á Korpúlfsstöðum i þrjá ára- tugi samfellt og þvi eigi að furða þó honum félli það allþungt að þurfa að hverfa frá þeim stað, sem hann hafði bundizt svo traustum böndum. Þau ár, sem Stefán stjórnaði búskap á Korpúlfsstöðum fyrir Reykjavikur- bæ, voru á margan hátt óhagstæö landbúnaði. Heimsstyrjöld setti mark sitt á allt atvinnulif og verðlagsþróun var land- búnaði lengst af óhagstæð. Þrátt fyrir það mun fjárhagsleg afkoma bú- rekstrar á Korpúlfsstöðum lengst af hafa verið sæmilega góð, gagnstætt þvi sem þá gerðist með flest bú rekin af opinberum aðilum. Kom þar fyrst og fremst til löng reynsla Stefáns af bústjórn, gjörþekking hans á jörðinni og öllum þeim verkefnum sem vinna þurfti, en eigi siður sérstök stjórnsemi hans, hagsýni, fyrirhyggja og einstök trúmennska i öllum störfum. Stefán lagði alla tið sérstaka alúð við ræktun og heyöflun, enda var honum manna bezt ljóst að hvort tveggja er undirstaða þess að búum vegni vel. Stefán hafði glöggt auga fyrir skepn- um og gáfu gripirnir á Korpúlfsstöðum góðan arð. An efa var búskapurinn á Korpúlfs- stöðum á þessum árum i allra fremstu röð hér á landi. Þegar Stefán lét af störfum á Korpúlfsstöðum fluttist hann til Reykjavikur og bjó lengst af á Miklu- braut 40. Er heilsu hans hrakaði flutti hann að Hrafnistu og dvaldi þar til dauðadags. Eftir að til Reykjavikur kom dvaldi hugurinn eins og að likum lætur oft á fornum slóðum, og vel fylgdist hann með öllu sem landbúnaö snerti og það umræðuefni var honum ljúfast alla jafnan. MINNING Böðvar Steinþórsson f. 20. febr. 1922 d. 6. jan. 1975 Kveðja Min fyrsta langferð var veturinn 1941, er ég fór með m/s Esju til Reykjavikur. 1 þeirri ferð kynntist ég ýmsum af þáverandi áhöfn á Esju og hafa þau kynni varað siðan. Einum manni tók ég þar eftir, sem ekki var fljótlegt að kynnast, en þaö var Böðvar Steinþórsson bryti. En eftir þessa ferð hittumst viö oft og leiddu þeir samfundir til þess, að milli okkar sköpuðust hin siðari ár traust og náin kynni. Það var mikið starf að vera bryti á strandferðaskipunum meðan þau voru aðalsamgöngutæki þjóðarinnar, og oft var yfirfullt af farþegum er sjá þurfti um framreiðslu fyrir, en þann starfa hafði Böðvar um langa hrið. Og það veit ég, að margur var honum þakklátur fyrir það, sem þar var I té látið. Böðvar Steinþórsson bar meö sér þann persónuleika að eftir honum var tekið. Var hann kjörinn til starfa innan stéttarfélags framreiðslumanna ár- um saman og hélt vel á málum fyrir félag sitt. Var honum eiginlegt aö flytja mál sitt með skýrleik og rökum, svo athygli vakti, og á var hlýtt. Og þeir, sem honum kynntust, minnast hans sem hins mætasta manns og geyma um hann kærar minningar. Hin siðari ár átti Böövar við vanheilsu að striða og dvaldi oft á sjúkrahúsi. En er hann haföi náð bata Stefán hafði mjög viðtæka og trausta þekkingu á landbúnaðarmálum. Kom þar til löng og hagnýt reynsla, glöggt minni og eftirtekt og náin kynni af mörgum frammámönnum i land- búnaði um áratuga skeið, auk bóklegr- ar þekkingar. Þvi þótti bæði mér og öðrum gott að leita ráða hjá honum á þessu sviði og gerðum það raunar oft. Stefán Pálmason var höfðinglegur maður, hávaxinn, allþrekinn og bar sig vel. Hann var hæglátur alvöru- maður, fremur fáskiptinn og dulur á eigin hag. Stundum brá hann fyrir sig kom hann alltaf til vinnu aftur með hinu sama hressa viðmóti. Á s.l. áribar fundum okkar Böðvars saman, en þá var nokkuð langt siðan við höfðum hitzt. Eins og svo oft áður, ræddum við okkar gamanmál o. fl. En eftir nokkra stund var sem svipur hans yrði alvarlegri og fer hann að tala um að hann fari héðan úr heimi á undan mér. Ekki sagðist ég nú vilja trúa þvi, en hann hélt fast við þá skoð- un sina og kvaðst ætla að biðja mig að skrifa nokkur minningarorð um sig. Kvaðst hann hafa lesið það, sem ég hefði skrifað stundum og félli sér það i geð. Mér var sannarlega ljúft að gefa honum þetta loforð, þó ég vonaði að ekki kæmi til á næstunni, að ég þyrfti að efna það. Erí þar hefur farið á annan veg. örlögin verða ekki græskulausri ertni, en vildi engan særa. Hann var viðkvæmur i lund, nokkuð skapstór en kunni þó flestum betur að sameina hreinskilna einurð og prúðmennsku við hvern sem við var að skipta. 1 hópi vina og kunningja gat Stefán verið spaugsamur og skemmtinn i bezta lagi ef svo bar undir. Vinir hans munu þó lengst minnast hjartahlýju hans, góðvildar og órofa trygglyndis. Mætti lsland jafnan eiga sem flesta slika syni, þá þyrfti engu að kviða. Páll A. Pálsson íslendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.