Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Síða 21

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Síða 21
Sigurður Jónasson ritsí mavarðstj óri Þegar ég siðast hitti Sigurð að máli i sjiikrahúsi, vildi hann sem minnst tala um heilsufar sitt og liðan, en mér virt- isthonum vera fyllilega ljóst að hverju stefndi. Eftir áratuga samveru i starfi vekur það mann til umhugsunar þegar einn úr hópnum hverfur af sjónarsviðinu, enda var Sigurður merkur maður. Mér er hann, meðal annars, mjög minnisstæður fyrir þaö hve hann var alla tlð frábærlega ötull starfsmaöur I sinni stöðu, sem yfirmaður á ritsiman- um hér i Reykjavik. Stómsemi hans og dugnaður komu vel fram á striðsárun- um þegar svo mikið var að gera, að aldrei mátti slaka á. Þá hafði hann vakandi auga á að allt starfið væri I fullum gangi og sjálfur var Sigurður mesta hamhleypa til vinnu. Honum féll helst aldrei verk úr hendi. Þegar hann haföi lokiö einu verkefni, var hann strax byrjaður á öðru. — Þegar við Sigurður vorum sendir til Kaupmannahafnar vorið 1927 til starfa á ritslmanum i aðalstöðinni 1 Köbmagergade og til að kynnast nýj- ungum í tækjabúnaði og vinnutilhög- un, naut Siguröur sin vel, og dönsku varðstjórarnir höfðu orð á þvi hve fær hann væri i starfinu. Um haustið þegar við komum heim tók hann upp sitt fyrra starf á ritsim- anum hér, með sama krafti og áður. — Um hann mátti vissulega segja að þar var maöur, sem vann fyrir sinu kaupi. Nú hefur borið skugga á hið fagra heimili þeirra frú Júliu og Sigurðar, sem þau voru svo samhent um að prýöa af mikilli smekkvisi, en eftir stendur minningin um góðan heimilis- föður, sem skilaði sinu ævistarfi meö sóma. Að leiðarlokum þökkum við hjónin þá vinsemd og velvilja. sem Sigurður sýndi okkur þegar fundum bar saman, og fjölskyldunni sendum við einlægar samúðarkveðjur. Th.L. t Söknuöur — djúpur söknuður rikir i huga mér, er ég nú kveð góðan vin. Tengdafaðir minn var ætið góður vin- ur. Frá því ég sá hann i fyrsta sinn og hann brosti við mér sinu ljúfa brosi og allt til hins siðasta, er ég heimsótti hann i sjúkrahúsið. Fyrsta brosið hans til min er mér enn svo einlæglega minnisstætt. Við leiddumst yfir Austurvöll hann Helgi, sonur hans, og ég, og hann mætti okkur þar á leið til vinnu sinnar i Landsimahúsinu. Þar leit ég hann tilvonandi tengdaföður minn allra fyrst augum og ég var örlit- ið kviðin. Þarna stóð hann hár og tigu- leur og ég var feimin — og þá brosti hann þvi brosi sem eyddi öllum kviða þá og til frambúðar. Siðan kynntist ég þeim hlýhug hans, sem þetta fyrsta bros boðaði og sá hlýhugur einkenndi upp frá þvi allar okkar samverustund- ir. Sonur hans varð eiginmaður minn og samband hans við foreldra sina þessi einlæga nærfærna alúð og inni- leiki, varð mér stöðugt aðdáunarefni. Umhyggja Sigurðar i garð barna sinna, tengdabarna og siöar barna- barna var undraverður eiginleiki' hans. Gott dæmi þess er það, er dreng- ir minir fóru að heimsækja afa sinn i sjúkrahúsið, skömmu áður en hann lézt. Veður var fremur slæmt og hann hafði áhyggjur af þvi, hvernig þeim myndi reiða af heim aftur. Sárlasinn var hann ekki i rónni fyrr en hann hafði náð simasambandi heim og gengið úr skugga um að þeir væru nú komnir þangað heilir á húfi, strákarn- ir sautján og nitján ára gamlir. Þetta er táknrænt fyrir umhyggju hans i garð fólksins sins og sjálf fékk ég riku- lega hlutdeild I henni i 20 ára sambýli við hann. Fyrsta búskaparár okkar unga fólksins hreiðruðum við um okkur I húsi hans að Mjóuhlið 4. Seinna, er okkur óx fiskur um hrygg, byggðum við hús saman fjölskyldurnar tvær og það fremur tvivegis en einu sinni. Þessu sambýli okkar má lýsa sem samfelldum sólardegi, þar til skugga veikindanna dró fyrir sólu. Sigurður veiktistog sólin skein ekki lengur jafn- glatt og áður. En með góðri hjálp lækna, traustri umhyggju tengda- móður minnar og eigin sálarstyrk Sig- uröar, áttum viðþó góðár eftir saman, einnig i þessum sjúkleika hans. Minningar allra samvistaráranna streyma að og enn er það hin einskæra umhyggja hans fyrirokkur öllum, sem þar gætir mest og best. Hyrfum við eitthvað frá, þá varð það ætið fyrst fyrir við heimkomu, að hlaupa upp til afa og láta hann vita, að allt væri kom- iðheilt i höfn og hann mætti þvi létta af sér öllum áhyggjum. Þá leið Sigurði best, er hann sá fjölskylduna alla örugga umhverfis sig. Á meðan heils- an leyföi, var það eitt mesta yndi hans aö fara i ferðalög með fólkinu sinu og slik ferðalög urðu ótal mörg. Eitt sinn fór hann með alla fjölskylduna austur á Seyðisfjörð, i fæðingarbæ sinn og var það okkur ógleymanleg ferð. Um Borgarfjörð og Suðurlandsundirlendi var iðulega farið með gleðihlátrum og glaöværum söng og Sigurður var hrók- ur alls fagnaðar. A afmælisdegi tengdamóður minnar, 30. júli, var það árviss venja Sigurðar aö Djóða henni og öllu skylduliðinu, eldri sem yngri, út til kvöldverðar og þá gjarnan lagt land undir fót upp i Bifröst,austur að Laugarvatni eða á Þingvöll. Sigurður naut þess að veita og það var nautn að vera gestur hans,slikur höfðingi sem íslendingaþættir 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.