Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 5
Lúðvíka Lund F. 8. júnl 1910 D. 15. ágúst 1977. Landið okkar er hrjóstrugt og stund- um harla kaldranalegt og á það ekki hvað sizt við um Melrakkasléttu, grýtt og gróðurlitið eins og landið er þar og opið fyrir köldum stormum norðan úr Dumbshafi. Og samt er gott að búa þar nyrðra og hlýlegt mitt i kuldagjóstrin- um þvi að þarna hefur alltaf búið gott og hjartahlýtt fólk.sem hefur kunnað að milda allt umhverfi sitt með eðlis- lægri þrautseigju, einlægri lifsgleði og hjálpfýsi við náungann.Þarsem hér er það fólkið sjálft, sem eru hin mestu auðæfi hérðasins.Lúðvika Lund var fædd á Raufarhöfn 8. júni 1910, dóttir Rapnveigar og Mariusar Lund, valin- kunnra sæmdarhjóna. Þau systkini, börn Lundshjónanna, voru sex: Lúð- vika, Grimur, Þorbjörg (d. 1960) Árni Pétur i Miðtúni á Sléttu, Maria Anna og uppeldissystirin Halldóra óladóttir, sem þau Lundshjónin gengu i foreldra stað. Æskuheimili Lúðviku, Lundshús á Raufarhöfn var ævinlega mann- margt, stórt I sniðum og fastmótað af gamalli islenzkri og evrópskri menn- ingu. Systkini Mariusar útvegsbónda þau Jósefina Meta og Niels Lund, áttu einnig heimili sitt i Lundshúsi og Lúð- vika og þau systkini höfðu mikla ást á þessum frændsystkinum sinum. Vinnufólk var oft margt i Lundshúsi, bæði ársmenn og fólk i kaupavinnu og á þessu stóra heimili rikti ævinlega lif þótt við höfðum auk þess hitzt nokkr- um sinnum i skólanum þar sem hann var húsvörður. Við ræddum aldrei um ætt og upp- runa hvor annars, heldur aðeins þau á- hugamál er viökomu veru okkar við Langavatn. Slik kynni munu almennt ekki gefa tilefni til að skrifuð sé minn- ingargrein, enda fremur kveðja til manns sem er mér hugstæður, vegna þess að I fari hans mátti finna það sem dái mest. Ég færi öllum þeim, er hafa um sárt að binda vegna fráfalls óskars Sig- urðssonar, samúðarkveðjur. Undir þær kveðjur veit ég að aðrir þeir land- eigendur við Langavatn sem óskar þekktu munu taka. Hjálmar Jónsson. og fjör. Vinnusemi var mikil og mikils var aflað en nýtni og sparsemi voru sjálfsagðar dyggðir, þó var það ætið þessi fölskvalausa lifsgleði og gest- risni við hvern sem að garði bar, sem var aðalsmerki Lundsfjölskyldunnar enda heimilið nafntogað fyrir rausn og fyrir þær móttökur sem gestir og gangandi hlutu i þvi húsi. Þær dyggðir sem þeim börnum Lundshjónanna voru innrættar i uppeldinu áttu sér djúpar rætur i aldagamalli íslenzkri menningu og einlægu kristilegu hugar- fari. Það veganesti reyndist traust og grundvallað á bjargi. Allt frá æskuárunum var Lúðvika aðdáandi fagurra lista. Hún las mikið af góðum bókmenntum og fylgdist þar vel með nýjungum: hún hafði gott auga fyrir myndlist og vefnaði og prýddi heimili sitt mörgum fögrum munum. Beint úr móðurættinni kom henni tónlistaráhuginn-það má nefna að Jón Laxdal tónskáld var afabróðir hennar. Söngur og hljóðfærasláttur var þvi mikið iðkaður á heimili jLúð- viku þvi músik var hennar lif og yndi allt frá bernskuárunum. Hinn 13. nóvember 1932 giftist Lúð- vika Leifi Eirikssyni frá Rifi á Mel- rakkasléttu, hinum ágætasta manni, og settust ungu hjónin að á Raufar- höfn, þar sem Leifur gerðist kennari og var siðar kjörinn oddviti bæjarins einmitt á þeim árum, þegar atvinnu- umsvifin á Raufarhöfn voru i há- marki, og oddviti hafði fram úr mörg- um vanda að ráða. Skömmu eftir að ungu hjónin höfðu stofnað heimili, byggðu þau sér fallegt tvilyft einbýlis- hús skammt frá Lundshúsi og nefndu „Harðangur” og húsfreyjan unga brá eins og töfrasprota yfir nýja húsið þeirra og gerði það brátt að fögru og smekklegu heimili, þar sem rikti fjör og kátina sem laöaði alla að eins og var um æskuheimili Lúðviku. Þau hjónin Lúðvika og Leifur Eiríksson eignuðust fjögur börn, öll hin mann- vænlegustd, en þau eru nú öll uppkom- in og hafa fyrir löngu stofnað sin eigin heimili og búa hér syðra. Þau eru: Eysteinn, Rannveig, Ingibjörg og Erlingur. Barnabörnin uröu og mörg, en það var engin hætta á, að ekki fynd- ist nægilegt hjartarúm hjá Lúðviku ömmu fyrir hvert og eitt einstakt barnabarn, þvi öll þessi stóra fjöl- skylda var henni hjartfólgin og hún bar hag barna sinna og barnabarna meira fyrir brjósti til hinztu stundar en sinn eiginn. Lúðvika Lund var frið kona og tigu- leg, góömennskan og lifsgleðin geisl- aöi af henni og i björtum, hýrum augunum leyndist nær alltaf bros, þannig að hvar sem hún kom, lagöi gleði og birtu yfir umhverfið. Alls staðar var hún aufúsugestur og heimili hennar sjálfrar var jafnan fullt af glöðum gestum, vinum þeirra hjóna. Fjölskylda min og ég vorum svo lán- söm að búa i mörg annasöm ár I næsta nágrenni við Lúðviku og Leif Eiriks- son og vináttan við þau hjónin varð okkur dýrmæt, og I þau 30 ár, sem iiðin eru frá þvi ég kynntist Lúöviku fyrst, hefur aldrei slegið fölskva á þau kynni. Hvarsem hún kom nærri, leystust stór og smá vandamál eins og af sjálfu sér, heimili hennar stóð mér og fjölskyldu minni ævinlega opið og bjarta, hlýja brosið hennar Lúllu yljaði og vermdi svo undursamlega, að þaö birti yfir manni til langframa, öllum lagði hún gott eitt til og alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa og liðsinna, þar sem þörfin kallaöi. Henni var göfug- mennskan i blóð borin og eðlislæg. Arið 1958 fluttust þau hjónin hingað suður og keyptu húseignina Faxatún 14 i Garðabæ. Húsiö var aðeins fokhelt, Islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.