Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 10

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 10
Sigþrúður Arnbjörnsdóttir frá Kollabúðum Sigþrúður var fædd á Hrishóli i Reykhólasveit, foreldrar hennar voru þau hjónin Arinbjörn Jónsson Björns- sonar á Hyrningsstöðum og Guðrún Jónsdóttir Jónatanssonar i Arnkötlu- dal, sem þar voru i húsmennsku þa' 17 ára að aldri fór Sigþrúður að Kolla- búðum i Þorskafirði i vist til hjónanna Kristjáns Sigurðssonar og Sesselju Einarsdóttur og hjá þeim vann hún á meðan starfsþrek hennar entist, fyrst sem vinnukona og sfðar sem ráðskona hjá þeim feðgum Kristjáni og Sigurði syni hans, en þeir bjuggu saman á Kollabúðum um langt árabil. Sesselja Einarsdóttir kona Kristjáns, missti snemma heilsuna og þvi færðust heimilisstörfin á herðar Sigþrúðar, sem vann þau alla tíð af einstakri dyggð og trúmennsku i anda hinna fornu dyggða, en þá mátu mörg vinnuhjú hag húsbænda sinna meira en sinn eigin hag. Bærinn Kollabúðir eru fyrir botni Þorskafjarðar. Þaðan lá leið yfir tvær heiðar, Þorskafjarðarheiði að Isafjarðardjúpi og Kollabúðaheiði norður i Staðardal i Steingrimsfirði. Það var þvi oft gestkvæmt á Kolla- búðum, einkum á haustin og vorin yfir sumartimann. Þar við bættist, að heimilið var oft mannmargt á þeim árstima, þvi þeir feðgar bjuggu all- stóru búi og höfðu talsverð umsvif. Sigþrúður hafði þvi nóg að gera, þó hún hefði oft einhverja aðstoð tima og tima úr árinu. Kollabúðir eru dalsjörð við rætur hárra fjalla, slikar jarðir eru harðbýl- ari en jarðir i miðri sveit. Þar tengjast menn lika náttúrunni nánari böndum. Hennar duldu verum, álfum og öðru sliku, sem heldur sig litt á alfaraslóð. Ekki rengdi Sigþrúður heitin tilveru huldufólksins samanber Alfkonuklút- inn, er hún gaf Þjóðminjasafninu á siðastiiðnu ári og Arni öla skrifaði frá- sögn um i 5. bindi bókar sinnar Grúsk er kom út á slðastliðnum vetri. Sigþrúður var mikil hannyrðakona og liggur eftir hana mikill útsaumur. einnig hafði hún yndi af góðum bókum, enda fróð vel og allvel minnug, keypti hún þó nokkuð af bókum á hverju ári og var það orðið nokkuð stórt safn, sem hún átti er hún lézt. Allar sinar bækur gaf hún eftir sinn dag Héraðs- bókasafninu á Reykhólum og mun safnið búa lengi að þeirri gjöf. Verður hún ekki metin til fjár fremur en aðrar góðar vinargjafir. Þessi mikla gjöf sýnir hlýhug Sigþrúðar til heima- byggðar sinnar, en hún flutti frá Kolla- búðum árið 1968 þrotin að heilsu og kröftum. Siðustu árin átti hún heima fyrir sunnan, fyrst hjá Jóni bróður sinum i Kópavogi og siðast á elli- heimilinu Grund, en þar átti hún sitt ævikvöld. Blessuð sé minning hennar. Jón Guðmundsáon. Signý Árnadóttir frá Markúsaseli F. 17. april 1895 D. 14. janúar 1977 Er llða árin grær i götu þá er gengin var af þér I eina tið. Þaö er margt sem minnir okkur á, að merkiö stendur aðeins skamma hrið. Er leiðir skilja hér um litla stund ég llt til baka gengna ævibraut, dalabýlið, laufi skrýddan lund, lágan bæ við djúpa berjalaut. Skógarbrekkur fanga fögur blóm, fjallablær og kyrrðin rikir þar. Gæti fossinn fengiö annan hljóm frá þvl sem að einu sinni var. Eða þessi ljúfa, svala lind, minn veg þú greiddir, litiö þó ég gef, sem leynist undir hliðum þessa fjalls, þaö getur hent þvi mörgum yfirsést. nei, ofurlitiö öðruvisi mynd I augum þess sem þekkir hér til alls. Þú lagðir ætið lið við grunninn þann, er laut að þvi að bæta okkar hag, Ég sé einnig fönn og frosin börð fyrir störfin þin ég þakka kann að fjarsta byggð i vetrarham er greypt, þau, er veittir okkur margan dag. þó var mikilsviröi þessi jörð, þótt ekki væri dýru veröi keypt. Til betri vegar hér þú færðir flest við fögnum þvi að hafa átt þig að, Þá komu lika erfiðleikaár, þá eiginleika, er viö metum mest, lánið, það er valt i heimi hér. mundi eiga við aö festa á blað. En timiiln læknar, lika hin dýpstu sár, þó lengi eftir örin margur ber. A meöan trúmennska I heiðri er höfð og heiðarleikans kennda veröur vart Marga stund ég þig I huga hef, þá mun saga tslendingsins sögö það hæfir lika kannski allra bezt, og sannarlega um nafn þitt vera bjart. Óskar Guðlaugsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.