Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Qupperneq 11
Jón Agústsson
Höfn, Hornafirði
Ég átti þvi láni aö fagna að kynnast
þessum góöa dreng bæði i starfi og i fé-
lagsmálum. Jón Agústsson var aöeins
búinn að dvelja hér i Höfn i rúm 4 ár er
hannléztafslysförum sunnudaginn 27.
marz s.l. Hann var þó á þessum stutta
tima fyllilega fallinn inn i þaö litla
samfélag, sem segja má aö svona
byggöarlög myndi. í tveimur félögum
sem ég er i, var Jón einnig félagi.
Hann var mjög virkur i báöum. Vera
má aö hann hafi verið i mörgum öör-
um félögum hér þótti mér sé ekki um
það kunnugt.
1 ööru þessu félagi skátafélaginu
Frumbyggjum, vorum við Jón Ag-
ústsson búnir aö vera saman i stjórn
s.l. tvö ár. A þeim tima sýndi hann
okkur þær hliðar á sér sem flestir
munu minnast lengst, þ.e. djörfung,
viöleitni til aö fara nýjar leiðir og siö-
ast en ekki sizt, sérlega viöfeldna
framkomu og léttleika i skaphöfn.
Hitt félagið sem ég var félagi Jóns I,
var Björgunarfélag Hornarfjarðar.
Þótt samskipti okkar Jóns væru ekki
eins náin i þvi félagi er mér vel kunn-
ugt um aö einnigþar var hann dugandi
félagi.
Þátttaka Jóns I þessum tveimur fé-
lögum, sem hér hafa verið að framan
nefnd segir sina sögu um þaö hvar
hann kaus aö hasla' sér völl á félags-
legum vettvangi.
I minni stuttu en eftirminnilegu við-
kynningu við Jón Agústsson kom
margsinnis fram vilji hans til góðra
verka og djörfung til aö fara ótroðnar
slóöir.
Ég minnist einkar vel kvöldstundar
eitt sinn er viö sátum á tali við unga
drengi I skátafélaginu og verið var aö
hugleiða útilegu viö óbliöar aöstæöur.
Þar benti hann þessum drengjum á,
aö þótt svo liti út á yfirborðinu sem
þessieöa hin ferðin heföi mistekizt, þá
heföi hún kannski orðið til meira gagns
heldur en margar feröir sem gengiö
hefðu snuörulaust fyrir sig. Svona lag-
aö væri bara smækkuð mynd af ferð-
um landkönnuöa. Ýmist væru þaö
þeir,sem hefðu gagn af feröinni, elleg-
ar aörir sem nytu góös af henni.
Einsog sagan greinir okkur frá hafa
íslendingaþættir
landkönnuöir oft orðiö aö gjalda fyrir
ævintýri meö lifi sinu. Ef allir vissu
um endalok feröar i upphafi væru
flestar frægustu ferðir sögunnar ó-
/ farnar enn.
í Björgunarfélagi Hornafjaröar
haföi Jón m.a. þá ábyrgöarstööu aö
vera formaður leitarflokks. Slikir
menn þurfa á viðtækri reynslu og
þekkingu aö halda. Þaö er þvi eðlilegt
að lita á ýmsar feröirog leiöir sem Jón
fór jsinum fristundum, sem þátt i und-
irbúningi undir það að vera vel i stakk
búinn ef til hans þyrfti að sækja hjálp.
Jón Ágústsson skapaði sér vinsældir
hér á Höfn i hvaöa starfi sem hann
kom nálægt. Það hefur stundum verið
sagt aö maður kæmi I manns staö.
Varöandi fráfall Jóns leyfi ég mér að
örvæntaum aö þetta máltæki standist.
Þvi sum þau störf sem Jón tók að sér
hér I byggðarlaginu, höfðu staðið ó-
skipuö um lengri eöa skemmri tima er
Jón tók þau aö sér..
Óafvitandi hefur Jón reist sér bauta-
steina hér, ýmist I hugum samborgar-
anna ellegar áþreifanlega. Ég nefni
bara einn. Það er endurreisn skáta-
skálans l Selhrauni i Laxárdal, sem
hann var aðalhvatamaður að og halda
mun minningu hansá loftium mörg ó-
komin ár.
Ég votta eiginkonunni, Guörúnu
Baldvinsdóttur og börnunum og öðrum
aðstandendum hugheila samúð mina.
HeimirÞór Gislason
Að sjálfsögöu ei við fáum fullþakkað
þaö,
sem fyrir okkur hér vannstu.
Þaö ómetanlegt var aö eiga þig aö,
þvi albeztu leiöina fannstu.
Þá leiö, sem við öll gátum sætt okkur
viö
viö sanngjarnri lausn máttum una.
öllum þeim fjölmörgu er lagöir þú liö
er ljúft þina handleiðslu aö muna.
Nei, samskipti mannanna — enginn
sem þú
átti svo létt meö aöskilja.
Við erum þvi raunsærri og rikari nú
af réttlæti og góöfúsum vilja
Þú áttir til ómælda athafnaþrá,
þá arfleifð aö nema og kanna.
Feröum var heitið um fjöllin hin blá,
þau freistuðu djarftækra manna.
Þér enn munu ætlaöar ferðir um fjöll
á fegursta tilverusviöi
Kynnin viö þökkum og heitnin þin öil
þá hnigin er lifssól aö viöi.
Þaö tekur mann ár og ævi aö sætta
sig viö fráfall ungra manna sem i
miöri önn dagsins hverfa skyndilega
af sjónarsviöinu.
Jóns Agústssonar sem fórst af slys-
förumviö Stokksnes 27. marz s.l. hefur
áður veriö minnzt hér i blaöinu. Nú
viljum viö einnig biöja fyrir örfá
kveöjuorö helguö honum sem þakk-
lætisvott fyrir samskipti á liönum ár-
um Ráöum Jóns og ieiðbeiningum var
holltaö hlita. Hann haföi þaö aö mark-
miöi hverju sinni, sem betur mátti
fara meö fuilri virðingu fyrir lögunum
— án þess þó aö vera þræll þeirra, en
hann starfaði i þjónustu þeirra sem
bilaeftiriitsmaður meö meiru. Bflaviö-
geröir voru snar þáttur I lifi Jóns og
báru hæfni hans sem bifvélavirkja
glöggt vitni. Viö minnumst þess, hve
vel hann efndiorð sin á viöskiptalega
sviöinu. t þvi sambandi koma manni I
hug þessi fleygu orð sem maöur las
ungur og snertu hugann djúpt: „Betri
eru Hálfdan heitin þin en handsöl ann-
arra manna.” Liðsinni Jóns var veitt
langt umfram þaö er skyldan bauö og
naut þess margur þegar fokiö var I
skjólin og billinn hans var I lamasessi.
Gerðir hans báru vott um velvild, en
ekki valdboö og þær öfluöu honum
vinsælda i starfi.
Staöhættir hornfirzkra byggöa hafa
upp á margt aö bjóða. Véltæknin
greiöir götu okkar að vissu marki. Hún
fær notið sin á ýmsum stööum viö hin-
ar ólikustu aðstæður. Innan hennar
11