Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 23
Kvennaskólanum undir handar-
jaðri Ragnheiðar. Það varö
Svövu mikil gæfa, að hún naut
kennslu og tilsagnar Ragnheiðar,
sem tók hana um tima undir sinn
verndarvæng og hafði hana hjá
sér i nokkur sumur i sumarhúsi
sinu, sem hún lét reisa fyrir 1930 i
Heiöarbæjarlandi á Þingvöllum.
Þetta varö á tvennan hátt lær-
dömsrlkt fyrir Svövu, sem lærði
þannig i uppvextinum að um-
gangast landið á réttan hátt og
notfæra sér hina góöu eiginleika
moldarinnar til ræktunar nytja-
jurta.
1 þessu hvorutveggja var Ragn-
heiður sérfræðingur, næmi henn-
ar og listrænt mat var óskeikult
þegar hin ósnerta náttúra var
annars vegar, hún umgekkst og
bætti landið, þannig að ekkert
spilltist, heldur óx allt upp og
gréri i sinni upprunalegu mynd
náttúrunnar sjálfrar hjá henni.
Bæði ég og Svava dóttir min
eigum margar kærar endurminn-
ingar frá veru okkar á Þingvöll-
um I sumarhúsinu hjá Ragnheiði,
það voru ógleymanlegar stundir
að sjá hvernig sýna átti náttúr-
unni nærgætni og virðingu, eins
og Ragnheiður gerði og kenndi
öðrum að gera.
Timinn liður æ hraðar meö
hverjum degi og meö þessum
straumi timans berast samferða-
mennirnir burt hver á fætur öðr-
um, hjá þvi verður ekki komizt,
þetta hefur Ragnheiður fengiö aö
finna, er hún hefur á skömmum
tima misst margar af kærustu
vinkonum sinum, og þessu lög-
máli hef ég fengið að kynnast við
fráfall Ragnheiðar, þvi slitnað
hefur þráöur traustrar vináttu
okkar i milli, er varaö hefur i tvo
tugi ára.
£5g ætla mér ekki þá dul, að
fara hér að rita um stórbrotinn og
stórmerkan starfsferil Ragn-
heiðar i meira en hálfa öld, þó
kemst ég ekki hjá að drepa hér á
nokkur atriði, sem sérstakiega
hafa vakið athygli mina, það er
hve lif og örlög Ragnheiöar og
fjölskvldu hennar voru samofin
Kvennaskólanum, móðir hennar
nemur þar. og siöan systurnar
báðar. fyrst Elin og þá Ragn-
heiður. Ragnheiður gekk i 3. bekk
Kvennaskólans 1905, á siöasta
skólastjórnarári Þóru Melsted,
og áfram 1900 á fyrsta skóla-
stjórnarári Ingibjargar H.
Bjarnasón, og útskrifast úr 4.
bekk voriö 1907.
Frá árinu 1908 til 1911, jafnhliða
annarri vinnu, leikur Ragnheiöur
á hverjum morgni á oregl undir
morgunsöng I Kvennaskólanum,
þetta gerði hún I sjálfboðsvinnu
fyrir Ingibjörgu H. Bjarnason,
sem lét sér alla tiö mjög annt um
Ragnheiði og kom henni aö
nokkru leyti f móðurstaö eftir •
sáran missi. 1 löngu og farsælu
samstarfi þessara tveggja
mikilsvirtu kvenna hnýttust
traust vináttubönd, sem héldust
til æviloka Ingibjargar H.
Bjarnason árið 1941, og áfram
fram yfir lif og dauða.
Eftir tveggja ára námsdvöl
Ragnheiðar árin 1911 og 1912, við
Statens Lærerhöjskole i Kaup-
mannahöfn, réðst hún i vetrar-
byrjun árið 1913 sem kennari við
Kvennaskólann i Reykjavik, allt i
samráði við Ingibjörgu H.
Bjarnason. 1 erföaskrá sinni arf-
leiddi Ingibjörg H. Bjarnason
Kvennaskólann aö öllum eignum
sinum, að undanskildum þeim,
sem hún ánafnaði Ragnheiöi
Jónsdóttur vinkonu sinni og fl.
Eítir 30 ára samstarf Ingi-
bjargarog Ragnheiöar tók Ragn-
heiöur við rekstri skólans af Ingi^
björgu haustiö 1941. Ragnheiöur
var fórstöðukona Kvennaskólans
á árunum 1941-1959 og kennari
óslitið frá árinu 1913, til vorsins
1960, er hún lét af störfum eftir
langt og farsælt starf i hálfa öld.
Nú á timum er menntunin, sem
fræðslan veitir, tvenns konar, al-
menn menntun og sérmenntun.
Hin almenna alhliða menntun
gerir mannfólkið fært um aö efla
og þroska alla andlega hæfileika
sina á breiðum grunni, og fá
þannig heiidarsjónarmið reynsl-
unnar hjá lifsreyndum kennurum
til að styðjast við, er mæta skal
erfiðleikum og vandamálum lifs-
ins. Þeir sem þannig kennslu fá,
eru þvi vel undirbúnir til að vega
og meta, þegar út i heiminn kem-
ur. Þessi lifræna kennsla var
aðalsmerki hinna þriggja miklu
stjórnenda Kvennaskólans, sem
nú eru gengnar, þeirra Þóru Mel-
sted, Ingibjargar H. Bjarnason og
Ragnheiðar Jónsdóttur. Þóra
Melsted var forstöðukona
Kvennaskólans frá 1874-1906.
Ingibjörg H. Bjarnason frá
1906-1941 og Ragnheiður Jóns-
dóttir frá 1941-1959. Af þessum
þrem merku konum átti Ragn-
heiöur lang lengstan starfsferil
viö Kvennaskólann I Reykjavik,
hún starfaði þar i hálfa öld. Þess-
ar 3 konur lýsa eins og þristirni
yfir vegferö skólans, yfir hyldýpi
skilningsleysis og fáfræði, sem
jafnan herjar á mannfólkið.
Er Ragnheiður Jónsdóttir lét af
forstöðukonustarfinu áriö 1959,
verða að margra dómi þáttaskil i
sögu skólans, andrúmsloftiö
breytist og Kvennaskólinn fær
annan svip. Gamii hljóðláti
kröfuharði timinn ineð morgun-
söng og bæn er að hverfa og nýi
tirninn nreð öllum sinurn hávaða
er að halsla ser völl. Ekki veit ég
hvað þessi breyting, þessi nýju
áhrif, kunna að hafa i för með sér
fyrir farsæld Kvennaskólans, en
hitt veit ég, að það er og var
ómetanlegt i vaxandi byggð
Reykjavikur, að hafa átt slfka
hornsteina, sem þessar þrjár
konur, er af óendanlegri fórnfýsi i
anda hinnar gömlu sálfræði, aö
gera mestar kröfur til sin sjálfs,
inntu af hendi giftudrjúgt starf
um áraraðir fyrir.litil laun.
Ingibjörg H. Bjarnason stóö á
sinni tfð fyrir stofnun Minningar-
gjafasjóös Landspitalans, til
styrktar efnalitlu fólki, er þurfti á
sjúkrahússvist að halda. Ragn-
heiður Jónsdóttir var I stjórn
sjóðsins frá stofnun hans áriö
1916, og þar til hún lét af störfum
sem gjaldkeri sjóðsins árið 1972.
Ævistarf Ragnheiðar Jónsdóttur
verður jafnan tengt skólamálum
og hefði þvi veriö mikils viröi, að
hún, sem lifaö hefur öll helztu
timamót i langri sögu Kvenna-
skólans i Reykjavik, hefði sagt
áður en timaglas hennar var út-
runnið með eigin orðum frá eigin
brjósti af reynslu sinni um menn
og málefni i sambandi viö skóla-
málin og þá alveg sérstaklega I
bók þeirri, sem nýlega var skráð I
sambandi við 100 ára sögu
Kvennaskólans i Reykjavik og út
vaij- gefin af Almenna bókafélag-
inu' árið 1974.
Eftir að Ragnheiður lét af störf-
um og settist i helgan stein, var
hún mjög ern, allt til ársins 1977,
er heilsan tók að bila og hún
andaöist i Landspitalanum.
Þessi fátæklegu kveðjuorð min
veröa ekki fleiri, ég minnist meö
þakklæti kynna minna af Ragn-
heiði Jónsdóttur, og bið þann sem
alla dregur til sin, hann sem vakir
á hverjum staö, að varðveita og
blessa hana i heimum hins
himneska rfkis.
S.Sigurösson.
Islendingaþættir
23