Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 34

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 34
Jón G. Jónsson fyrrverandi hreppstjóri frá Bíldudal Er ég heyröi lát Jóns heitins komu mér i hug þessar ljóölinur Bólu-Hjálmars: Vinir minir fara fjöld, feigöin þessa heimtar köld. Ég kem eftir kannske i kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna , sundraö sverð og syndagjöld. Jón fæddist 24. ágúst árið 1900 á Kirkjubóli i Mosdal i Arnarfirði. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi þar og kona hans Guömunda Guö- mundsdóttir. Þegar Jón var fjögurra ára fluttust þau hjón aö Dynjanda i sömu sveit og við þann bæ voru þau ævinlega kennd. Þar ólst' Jón upp i systkinahóp I faömi fjalla blárra, viö niðinn frá Fjallfossi ár og siö, ýmist þungan og tröllslegan eða kiiðmjúkan, já næstum bliölega. Náttúrufegurö innfjaröa Arnarfjarðar er meiri en viðast hvar annars staðar á landi hér. A sumrum má lita skoppandi fjalla- læki niöur blómskryddar birki-ilmandi skógarbrekkur, freyöandí fossa, syngjandi fugla sporðaköst silungs i ám og vötnum og gjarna sel á steini eöa syndandi meö landi fram. A vetr- um allt I klakaböndum, og þá ýmist sviðrandi stórhriöar eöa blækyrr frostkvöld meö bragandi noröurljós- um og kyrrðina svo djúpa aö næstum má heyra sinn eigin hjartslátt. Úr þessu umhverfi kom Jón út i eril lifsins. Hann var vörpulegur á velli þéttvaxinn afrendur að afli .hagorður vel(næmur fyrir hinu kátlega og og sérkennilega á mönnum og málefnum. Hann var dulur i skapi og eins og titt er einkanlega um sterka menn, er þeim eigi verr viö annaö meir en að einhver áliti þá tilfinninganæma og meyra i skapi og brynja sig þá gjarna skel sem virðast kann bæöi hrjúf og kaldranaleg. Jón hleypti engum nær sér en hann sjálfur ákvað nema kannski sinum allra nánustu. Fyrir kom þó að hann fékk eigi dulizt s.vo aö maöur skynjaöi^aö innifyrir bjó allt annaö en út snéri. 1 bókinni islenzkir samtiðarmenn segir svo: „Hann tók smáskipapróf á Isafirði 1925, sjómaöur til ársins 1947. Hreppstjóri Suöurf jaröarhrepps 1940-1967. Umboðsmaöur sýslumanns Baröastrandarsýslu og formaöur skattanefndar frá sama ári. Fiski- matsmaður frá 1939, i hreppsnefnd 1948-1957. Gjaldkeri og formaöur sjúkrasamlags Bildudals frá stofnun þess 1952-1967. Sýslunefndarmaöur frá 1954. í stjórn Kaupfélags Arnfiröinga frá 1941 og siöar stjórnarformaöur þess.” Þetta, ásamt fjölmörgu öðru er 1 stuttu máli þaö sem honum var falið og treyst til af samtíöarmönnum sin- um og segir meira til um manninn en fjálglegar lýsingar. Ariö 1944 k'æntist Jón, Guömundu Ingveldi Siguröardóttur bónda á Kirkjubóli i Ketildölum. Þaö var gæfa hans, þvi trygglyndari og umhyggju- samarilifsförunautur mun torfundinn, enda þurftu þau mjög á samheldni og eindrægni aö halda, ekki sizt vegna hinna fjölmörgu viöfangsefna Jóns og gestagangs þar af leiðandi. Þau byggöu sér hús i litlum og skjólsælum hvammi á Bildudal, er þau nefndu Baldursheima. Þar bjó Ingveldur manni sinum og syni hlýlegt og fagurt heimili, og vel voru þau samtaka um að fegra þar allt utan húss og innan. í lifi manna skiptast á skin og skúrir allajafna,og svo varð einnig hjá þeim. Tvöfyrstu börn sin misstu þau við fæö- ingu,enhiðþriöja,er var drengur, var tekinn meö keisaraskuröi 16. ágúst 1949. Hann var látinn heita Björn Maron i höfuð Jóns heitins Marons á Bildudal, en hjá honum og konu hans dvaldi Ingveldur árum saman. Hann ólst svo upp i föðurgarði viö mikiö ástriki foreldra sinna. Ariö 1967 fluttust þau svo til Reykjavikur, og gekk Björn hér i Stýrimannaskólann og lauk fiskimannsprófi frá honum voriö 1969. Um áramótin 1970 réöst hann stýrimaður á vélbátinn Sæfara frá Tálknafiröi, og fórst meö honum 10. janúar 1970, ásamt fleiri ungum mönnum frá Bildudal. Auðvelt er aö hugsa sér hversu mikill og sár harmur foreldra hans var, er þar misstu sitt kæra og eina afkvæmi, þess varð þó litt vart út á viö, en hyggja skyldu menn I eigin barm til skilningsauka. Siöast liðið ár átti Jón við vanheilsu aö striöa, sem hann þó vildi leyna sem mest, en Ingveldur kona hans studdi hann með ráðum og dáö unz yfir lauk. Læt ég svo þessum minum fábrotn- um minningarorðum lokiö. Ég og börn min vottum Ingveldi okkar innilegustu samúö. Þaö er huggun harmi gegn aö eiga minninguna um traustan og ástrikan lifsförunaut, þvi minningin lifir þótt maöur deyi. Guöbjartur Ólason 34 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.