Heimilistíminn - 07.03.1974, Qupperneq 5
bá l'lutti Guðrún Guðmundsdóttir söng-
kona ávarp fyrir hönd félags islenzkra,
leikara og var það undirritað af eigin-
manni hennar Klemenz Jónssyni. Gjöfin
frá leikurunum var íorláta kristalsköttur,
sem Guðrún prisaði mjög.
Unnur bórðardóttir talaði þvi næst fyrir
hönd saumaklúbbsystra Guðrúnar og af-
henti gjöf þeirra, sem var mikið og fagurt
armband úr gulli og hvitagulli. Margrét
Eggertsdóttir færði gullúr frá söngsyst-
kinum og Guðrún lýsti þvi yfir, að þetta
væri fyrsta gullúrið, sem hún eignaðist á
ævinni.
bvi næst kom þriðji karlmaðurinn Karl
Einarsson og flutti skemmtiþátt, þar sem
hann hermdi eftir þjóðkunnum mönnum
að vanda. Ekki reyndi hann að herma eft-
ir Guðrúnu, en hennar var viða getið i um-
ræðum herramannanna i staðinn. Fékk
Karl hinar beztu undirtektir og auðvitað
sinn skerf af veitingunum á eftir.
Meðan á öllum þessum gamanmálum
stóð, nutu gestir veitinganna, sem voru
ekki af verri endanum, snittur, tartalett-
ur, smurt brauð og tertur, sem voru eins
og hreinustu listaverk. bað voru vinkonur
afmælisbarnsins, sem áttu heiðurinn af
meðlætinu.
bá kom það atriðið, sem hvað mesta
kátinu vakti, að minnsta kosti þangað til
hér var komið sögunni. bað voru þær
Guðrún og buriður Pálsdóttir, sem sungu
„Kattadúettinn” eftir Rossini. Ekki að-
eins sungu þær ómótstæðilega, heldur
léku þær kattaparið af mikilli snilld og
viðstaddir veltust um af hlátri.
Næsta atriði var fjöldasöngur, en siðan
söng Elisabet Einarsdóttir, sem er systir
Mariu Markan. Elisabet er 77 ára gömul,
en þrátt fyrir það hefur hún ótrúlega
mikla og kröftuga rödd. Gestir risu úr
sætum af aðdáun.
Margrét Eggertsdóttir las þvi næst
skeyti, sem Guðrúnu höfðu borizt, bæði
innanlands frá og utan úr heimi. bá kom
Gunnar M. Magnúss. og mælti fyrir minni
kvenna og endaði tölu sina á þeim orðum,
að ef hann ætti eítir að fæðast aftur, þá
vildi hann fæðast sem kona.
bar sem þarna voru samankomnar ekki
færri en tiu þekktar söngkonur, var ekki
úr vegi að þær tækju lagið. beim var stillt
upp á svið og ,,Táp og fjör” lyfti næstum
þakinu af húsinu.
bá var skemmtidagskráin tæmd, en
eftir enn eitt matarhlé fór Guðrún upp á
svið og byrjaði að opna afmælispakkana.
Og þar sem Guðrún er sú einstaka mann-
eskja sem hún er, varð sú athöfn eitt langt
skemmtiatriði, eða eins og buriður orðaði
það: ..Einhver sem ekki þekkti Guðrúnu,
gæti haldið, að þetta væri sett á svið”
bað tók rúma klukkustund að opna
pakkana og Guðrún sat alsæl i hrúgu af
glitrandi umbúðum og gerði bráðhnyttnar
athugasemdir, milli þess sem hún las upp
af kortunum, sem l'ylgdu gjöfunum.
Fyrirsögnin hér að framan er ein þeirra,
Guðrún og buriður Pálsdóttir syngja „Kattadúettinn” eftir Rossini. Aheyrendur táruð-
ust af hiátri. A neðri mvndinni taka þær Guðrún, Elisabet Einarsdóttir og buriður lag-
ið, við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur.
5