Heimilistíminn - 07.03.1974, Side 8
Fæðingin í
skóginum
Það hætti að snjóa um tiu-leytið um
morguninn. Jörgensen skógareftirlits-
maður hafði beðið þess, þvi honum fannst
ekkert jafnast á við að ganga gegnum
snævi þakinn vetrarskóg, þar sem spor
dýranna báru vott um hina ýmsu atburði,
sem þar áttu sér stað.
Á svona degi skildi hann
hundana eftir heima. Hann þurfti ekki á
hæfileikum þeirra að halda, þegar hann
gat .sjálfur rakið spor dýranna i
dkóginum. Það var lika miklu skemmti-
legra að gera það sjálfur.
Hann klæddi sig vel og dró loðhúfuna
niður yfir eyrun. Kona hans brosti, þegar
hún sá, að hann v^rað tygja sig af stað.
— Þá sé ég þig viSt ekki á næstunni,
sagði hún striðnislega, þú gleymir bæði
stað og stund, þegar þú reikar um
skóginn.
— Það er vist venjan svaraöi hann og
brosti með uppgjafarsvip. Þú þekkir mig,
Katrin. Svo fór hann.
Snjólagið var ekki mjög þykkt, aðeins
"flokkrir sentimetrar, en það var alveg
mátulegt, þegar maður var að leita að
dýraslóðum. Ekki leið á löngu þar til hann
sá fyrstu rádýrssporin, en þau gat hann
auðveldlega fundið i snjó. Rádýrin áttu
sina vissu staði, þar sem þau nærðust, og
þangað lágu sporin alltaf eftir vissum
stigum.
Þarna var refsslóð. Hún lá utan af
sléttunni, og Jörgensen sá á sporunum, að
refurinn hafði ekkert verið að flýta sér.
Einhvers staðar þarna úti lá sennilega
hálfétinn héri, eða ef til vill hæna úr
hænsnahúsi næsta bónda. Refir voru ekki
beint vinsælir þarna i grenndinni, og lik-
lega voru þeir að verða of margir. Það
væri áreiðanlega i lagi að fara að þynna
stofninn.
Mörður. Slóðin lá frá tré til trés, og við
hliðina á henni var önnur slóð. Stökkspor
eftir ikorna. Þarna hafði einn af harm-
leikjum náttúrunnar farið fram. Hvort
sem manni likaði það betur eða verr, var
lifið i skóginum nú einu sinni svona.
Mörðurinn var duglegur að veiða.
Þannig las Jörgensen skógareftirlits-
maður lifið i skóginum af þeim mörkum,
sem hann sá á leið sinni. Stundum var
þetta friðsælt lif, stundum hart og misk-
unnarlaust, en það var lögmál náttúrunn-
ar.
Skyndilega nam hann staðar.
Mannsspor!
Litlir, támjóir skór höfðu markað spor i
snjóinn og eigandinn, sennilega kona,
hafði hlaupið.
Hér i skóginum? Þetta fannst
Jörgensen undarlegt. Það var alllangur
spölur að veginum, liklega rúmir tveir
kílómetrar héðan. Hann fylgdi slóðinni
ósjálfrátt.
Hún lá I ótal króka milli trjánna, og
Jörgensen fékk á tilfinninguna, að
eigandi sporanna hefði verið á flótta.
Frá hverju? Jörgensen vissi ekki um
neinar hættur i skóginum sinum, sem
mannvera þurfti að flýja. Þessi mann-
vera hafði verið hér einhvern tima á
siðustu klukkustund, og gat þvi varla
verið langt undan.
Greifingjaslóð lá þvert yfir slóð flótta-
konunnar. Greífingjar voru allrar athygli
verðir hér i skóginum, en nú hafði
Jörgensen meiri áhuga á hinni slóðinni.
Hann nam staðar andartak og sá, að slóð
greifingjans lá inn i nýrri hluta skógarins.
Ilann vissi, að hér voru fáir greifingjar,
og þetta var i fyrsta sinn, sem hann hafði
séö merki eftir þá i þessum skógarhluta.
Hann hélt áfram og kom brátt þar að,
sem konan hafði numið staðar. Að
likindum hafði hún stutt sig við tré,
meðan hún var að ná andanum eftir
hlaupin.
Slóðin hélt áfram. Þarna hafði konan
greinilega hætt að hlaupa, og þá sást, að
skórnir voru hælaháir. Slikt var ekki
þægilegasti skófatnaður til að ganga á
skógi, hugsaði Jörgensen eilitið undrandi.
Brátt kæmi hann inn i greniskóginn, og
þar hyrfu sporin vafalaust i mjúka
jörðina, þvi snjór náði ekki að falla þar.
Liklega fengi hann aldrei skýringu á flótt-
anum.
Það var rétt. Enginn snjór var undir
hávöxnu grenitrjánum, og slóðin hvarf.
Jörgensen stóð andartak við siðustu
sporin og reyndi að imynda sér, i hvaða
átt konan hefði farið héðan. En hann gat
ekki rakið slóðina lengra.
Um stund ihugaði hann, hvort hann ætti
að snúa við og rekja greifingjaslóðina,
eða halda meðfram eldvarnarbeltinu.
Hann valdi siðari kostinn.
Þarna var krökkt af alls kyns sporum,
allt frá hænsnfuglum til refa og héra.
Meira að segja var mikið af refasporum.
Já, það varð að gera eitthvað til að fækka
þessum slægu dýrum.
Hann hélt áfram meðfram
eldvarnarbeltinu og hugsaði á
meðan hann naut kyrðarinnar og góða
loftsins. Hann var næstum búinn að
gleyma slóð konunnar hlaupandi, þegar
hann hrökk hastarlega við. Skerandi óp.
Það kom innan úr greniskóginum, og
það var manneskja sem æpti. Ósjálfrátt
setti hann ópið i samband við slóðina og
fékk óþægilega tilfinningu um að eitthvað
mikilvægt væri að gerast i friðsæla
skóginum hans. Þetta hafði verið
8