Heimilistíminn - 07.03.1974, Síða 9

Heimilistíminn - 07.03.1974, Síða 9
Hún flýði hræðsluna og ábyrgðina þar til henni lærðist, að allar lifandi verur hafa skyldum að gegna skelfingaróp, á þvi var enginn vaí'i. Þarna einhvers staðar var mannvera i nauðum stödd. Hann sneri við og gekk til baka að þeim stað. þar sem slóðin hafði endað, en áður en hann kom þangað, heyrði hann annað óp gegnum þögn skógarins. Hann reyndi að gera sér grein fyrir úr hvaða átt það kom, en bergmálið gerði honum erfitt fyrir. — Halló... er nokkur þarna? hrópaði hann, en fékk ekkert svar Hann stóð og hlustaði á bergmál sinnar eigin raddar, sem kom til hans eins og hlátur, sem honum fannst óhugnanlegur þessa stundina. Þarna var slóðin. ömögulegt var að rekja hana inn milli grenitrjánna, og hann stóð kyrr og velti fyrir sér, hvað bczt væri að gera. Ef einhver vildi fela sig, var greiniskógurinn rétti staðurinn til þess, hann var svo þéttur er innar dró. Hefðu hundarnir nú verið með honum, væru þeir ekki lengi að finna þann, sem æpti. Hann hugsaði um, hvort betra væri að fara og sækja þá, og var réttbúinn að ákveða það, þegar enn eitt. sársaukafulit og lang- dregið óp kvað við. Það endaði með hálf- kæfðu hljóði. Jörgensen heyrði nú, að hljóðið kom innan úr greniþykkninu. Hann lagöi af stað þangað og nam öðru hverju staðar og hrópaöi. i þeirri von að fá svar, svo að honum gengi betur að átta sig. En það kom ekkert svar. Hann var kominn inn i þéttan skóginn og vissi, að eini möguleikinn til að finna hinnn nauðstadda, var að hann gæfi frá sér nýtt hljóð. Grenið vár svo þétt, að Jörgensen sá aðeins fáeina metra framundan sér. Rádýr spratt upp og flýði með löngum stökkum og samtimis heyrði hann hreyfingu...grein brast... rétt hjá. Þaö hljóð greip athygli hans. Hann gekk þvert á trjáraðirnar og leit vandlega i kringum sig. Skyndilega kom hann auga á unga stúlku, sem lá milli trjánna. Hún starði skelfingaraugum á hann. Likami hennar var i hnút, eins og af miklum sársauka, og það var eitthvað fjandsam- legt i svipnum. Hann stóð og horfði á hana. — Hvað heíur komið fyrir? spuröi hann i samúðartón. Þér þarfnist vist hjálpar. Eruð þér veikar? Nokkur andartök lá hún bara og starði á hann. Amdlitsdrættirnir voru eins og gretta. annaðhvort af hræðslu, reiði eða sársauka. Kannski þessu öllu. — Farið, hrópaði hún. Látið mig i friði. Hann svaraði ekki, en settist á hækjur sinarog horfði rannsakandi á hana. Þá sá hann, að hún beít sig i vörina af sársauka og reyndi að stöðva ópið, sem brauzt fram á varirnar. en hún gat ekki. Munnur hennar opnaðist og ópið ruddist út og glumdi gegnum skóginn. A eftir grét hún eins og hljálparlaust barn. Hún þrýsti höndunum að kviðnum. 9

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.