Heimilistíminn - 07.03.1974, Síða 15

Heimilistíminn - 07.03.1974, Síða 15
Þa6 var um sumar í Fontainebleu- skógi, rétt fyrir utan Paris. Litill hóp- ur vegfarenda hafði numið staðar til að horfa á ungan mann mála. Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá, fremur illa klæddur. Vegfarendurnir voru heldur ekki ýkja hrifnir af lista- verkinu, svo þeir fóru að hlæja og spjalla saman. Skyndilega kom aðvifandi stórvax- inn maður með tréfót. Hann veifaði staf sinum og rak áhorfendurna burt, en sneri sér siðan aö unga málaran- um. — Ekki slæmt, sagöi hann og tók sið- an að gefa unga manninum ýmis ráð um notkun litanna. Maðurinn með tré- fótinn var nefnilega kunnur listamað- ur og hét Diaz. Þessi saga segir i hnotskurn fyrsta hlutann af framasögu unga mannsins, sem hét Auguste Renoir og það átti fyrir honum að liggja að verða einn af fremstu listamönnum Frakklands. En i mörg ár cnn átti hann eftir aö sjá verk sin fyrirlitin af flestum, en dáð af örfáum. Still Renoirs breyttist oft á ævi hans, en hann er frægur sem einn af Impressjónistunum, sem fyrir öld eða svo gerðu uppreisn gegn hinum dauða stil, sem þá var i tizku. Renoir fæddist 1841. Faðir hans var fátækur klæðskeri, svo Auguste varð snemma að fara að vinna. Hann var ráðinn til að mála á postulin og notaði að mestu gamla meistara til fyrir- myndar i þvi. Að þvi kom, að Renoir hætti að vinna og ætlaði að lifa á list sinni. Hann fór að vera með hópi ungra listamanna, sem siðar urðu félagar hans i hópi im- pressjónista. Leiðtogi hópsins var Claude Monet. Þessir ungu listamenn lifðu mörg ár við fátækt og strit, vegna þess að lista- gagnrýnendur og hiö opinbera fyrirleit þá eins og pestina. Loks kom þó að þvi að þeir uppskáru launin, tryggð þeirra við listina var metin. Þá var Renoir nærri fertugur. Arið 1881 málaði Renoir eina af bezt þekktu myndum sinum „Hádegis- veizla i siglingaklúbbnum" heitir hún, eða eitthvað þar um bil. A henni sézt meðal annars ung stúlka með hvolp. Hún hét Alice Charigat og ekki löngu siðar varð hún eiginkona Ilenoirs. List hans héit áfram að þróast með hamingjusömu fjölskyldulifi. Honum 1 þótti afar vænt um börn sin og það var eitt þeirra, Jean, sem átti eftir að auka hróður Renoir-nafnsins. En Auguste átti einnig við erfiðleika að striða. Um fimmtugt datt hann af reiðhjóli og handleggsbrotnaöi og fékk síðan liða- f g'gt- Hann var enn að, þegar heimsstyrj- öldin fyrri hófst, þrátt fyrir að hann var orðinn verulega fatlaður af völd- um liðagigtarinnar. Þá bjó liann i Gagnes i Suður-Frakklandi. En það varpaði skugga á lif hans, að tveir elztu synir hans voru á vigstöðvunum að berjast við Þjóðverja. Þeir særðust báðir, en lifðu af. Sá yngri, Jean varð siðar herflugmaður og ákafur áhuga- ljósmyndari. Þab hefur ef til vill verið, þegar hann flaug yfir vigvellina með mynda- vélina að fræinu var sáð, sem siðar bar ávöxt við myndatökur af allt öðrtf tagi. Augustu Renoir andaðist rétt eftir styrjöldina, árið 1919. Fólk minnist hans sem málara, sem grundvallaði stil sinn á kenningum, sem brutu „reglur” iistarinnar i þá daga. En sonur hans vissi betur. ,,Hann var al- gjörlega sannfærður, segir Jean — um að hann væri aðeins að mála hlutina um hverfis sig. Það var lika þannig, en Auguste Renoir sá bara hlutina með augum snillings. Jean varð mikill listamaður eins og faðir hans. Myndirnar, sem hann gerði, eru þó ekki málaðar á striga, heldur eru það kvikmyndir. Eins og faðir hans, varpaöi Jean fyrir róða öllum rikjandi stefnum kvikmyndagerðarmanna og færði kvikmyndina nær lifinu sjálfu. Hann varð lika að þola það, að fólk kunni ekki að meta list hans i byrjun, en hann barðist og sigraði. Á árunum fyrir 1940 þegar ógnir fas- isma og nazisma voföu yfir Evrópu, átti Jean við aðra óvini að etja. ,.Hug- sjónin mikla” hét kvikmynd sem hann gerði til. að mótmæla striöi i öllum myndum, og „Leikreglurnar” voru á- deila á lifnaðarhætti þeirra, sem höfðu auð og völd. Fyrir áhrif fasismans i V- Evrópu, voru báðar myndirnar bann- aðar. Þegar siðari heimsstyrjöldin hófst og Frakkland féll, fór Jean til Banda- rikjanna, heldur en aö búa við hernám Þjóðverja. Þar hefur hann stjórnað kvikmyndum, samið kvikmyndahand- rit og leikið i kvikmyndum. Margar hugmyndir Jeans Renoir þóttu i meira lagi undarlegar, þegar hann lét þær fyrst i ljósi, en kvik- myndaiðnaðurinn á honum áreiðan- lega eins mikið að þakka eins og málaralistin föður hans... ) 15

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.