Heimilistíminn - 07.03.1974, Side 33

Heimilistíminn - 07.03.1974, Side 33
ekki meira við en heimili nágrannakonu þinnar, og þú ætlar þér þó ekki að fara að laga til i skúffunum hjá henni, er það? Barnabörnin Barnabörnin eru heldur ekki einkaeign þin, þú átt svolitið i þeim, hin amman lika, afar þeirra báðir, en foreldrar þeirra eiga þó talsvert i þeim. Tengdadóttur þinni finnst dásamlegt, að þú skulir vilja lita eftir þeim, ef þú gerir það nokkurn veginn eins og hún gerir sjálf. Varastu að taka krakkaskinnin i gegn, krakkar una sér bezt og haga sér bezt, ef þau finna, að þau mega vera eins og heima hjá sér. högmálið um sæði og uppskeru Strangasta lögmál mannskepnunnar er lögmálið um sæðið og uppskeruna. Maður uppsker eins og maður sáir, og þetta lögmál gildir lika um samband tengda- mæðra og tengdadætra. Með þetta lögmál i huga, að ógleymdum nokkrum umferðarreglum ættu að vera þó talsverðir möguleikar á, að vel fari á með tengdamóður og tengdadóttur, og þá eru lika talsverðir möguleikar á samhuga fjölskyldulifi af betra taginu. Sitthvað um sítrónur Þegar þið skerið sitrónu i báta, þá gerið það þannig: Skerið fyrst litið eitt af hvorum enda sitrónunnar, sið- an helmingið þið hana langsum og skerið hvita strenginn i miðjunni úr með V-skurði. Þá er vandalaust að skera hvorn helming i þrjá-fjora fallega báta. Nokkrir dropar af sitrónusafa gera kraftaverk i vatnsglasinu, sem svo hollt er að byrja hvern dag meö þvi að drekka. Það getur veriö erfitt að pressa safann úr sitrónubáti við borðhaldið, en hér er hin rétta aðferð: Stingið gaffli i bátinn (mynd). Þá er eng- innvandiað kreista allan þann safa sem þörf er á, án þess að ata fing- urna. Safi úr hálfri sitrónu saman við stifþeytta eggjahVitu. Þannig hljóð- ar ævagömul uppskrift á andlits- grimu fyrir þær sem hafa feita, óhreina húð. En munið að setja aldrei á finu húðina umhverfis aug- un. Þarf barnagæzla að vera vandamál? Barnagæzla hefur löng- um verið vandamál. og hér hjá okkur mun vera al- gengast að hafa innan handar nokkrar unglings- stúlkur og greiða þeim ákveðna upphæð fyrir að gæta barnanna. En slikt getur orðið talsvert dýrt, einkum þegar það leggst ofan á verð aðgöngumiða að kvikmynda- og leikhúsi, og jafnvel leigubils að auki. Afleiðingin verður lika sú, að fólk fer alls ekki eins oft út að lyfta sér upp, eins og það langar til. Nýlega fréttum við, hvernig sumir hafa þetta i London, og það er allt ööru- vfsi. Kunningjafólk það, sem hér um ræðir, býr i út- hverfi borgarinnar, og þar er það gildandi samningur milli granna, að þeir gæti barnanna hverjir fyrir aðra, og þá ekki bara kven- fólkið. Auðvitað kostar það ekkert. Kvöldiðerþá notað til að lesa góða bók eða koma einhverri handa- vinnu frá, sem fengið hefur að bíða. Þetta hefur marg- ar góðar hliðar, m.a. þá, að börnin kynnast fullorðna fólkinu i hverfinu mun bet- ur en annars. Gaman væri að vita. hvort hægt er að koma þessu fyrirkomulagi á hér. Ef til vill er þetta svona einhvers staðar, án þess að við höfum frétt af því. Sú tilfinning er þó dálitið áleit- in, að við tslendingar séum smeykir við að nálgast hverjir aðra of mikið á heimilum. Þaö væri gaman að geta bætt úr þessu, og hjálpað bæði sjálfum sér og öðrum um leið. En til þess þarf liklega talsverða hátt visi af beggja hálfu... og ef til vill eiga enskar fjöl- skyldur hana i rikari mæli en við hér heima. 33

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.