Heimilistíminn - 16.05.1974, Page 8

Heimilistíminn - 16.05.1974, Page 8
Valgerður Þóra: Táningurinn og Satan Hún og hann voru stödd uppi á reginfjöll- um og neðan við þau blöstu viðar ekrur, grænir dalir og blómum skrýdd engi. Þau liðu yfir fjöllin og virtu allar dásemdir náttúrunnar fyrir sér eins og i yfirnátt- úrulegri vidd og féllu i stafi. ,,Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig”, sagði Satan. „Hvernig dirfist þú að útláta úr þinum sótsvarta munni orðréttar setningar úr heilagri ritningu, þú, með þina svörtu tungu, sem allir vita að eingöngu þjónar hinu illa”. „Af þvi aö ég er Satan sjálfur”, svaraði hann. ,,Svo er sagt”, sagði táningurinn viðut- an. Þau héldu áfram að liða yfir fjöll, ekrur engi og dali og duttu svo allt i einu niöur i ægifjölfarið verzlunarstræti og frammi fyrir þeim blasti verzlunin Móðurkærleik- ur upp á 20 hæðir. og þar var hægt að fá allt, sem hugurinn girntist. á barniö: barnaböð. og stóla. barnabúr, hjóla- og hlaupagrindur. bleiur og bleiubuxur og margt margt lleira. .Kauptu bleiubuxur og bleiur á hann Brósa, þvi þó að hann sé engill uppi á himnum,þá veit ég,að hann frýs á botnin- um, þegar regnið verður að hagli uppfrá”, bað táningurinn. ,,Og hvaða Brósi er það?” spurði Satan. ,,6g átti hann i fyrra lifi ásamt hálfri tylft annarra barna. Sum dóu, önnur lifa enn. Brósi þoldi ekki kuldann og ég get aldrei gleymt, hvað honum var kalt að neöan. Ég er svo glöð og ánægð, þegar ég sé hann fyrir mér með stóru englavæng- ina sina-svifandi uppi hjá Guði, en samt finnst mér alltaf, eins og honum sé stund- um kalt.” ,,Það má athuga þaö”, sagði Satan. ..Þegar þú ferö niður i ljóta staðinn þinn,er ekki heitt þar?” spurði táningur- inn. ,,Að minnsta kosti eru margir sem eiga bágt þar”, svaraði Satan. ,,Ef þú gefur mér svona mikið,áttu mig þá ekki eiginlega”, spurði táningurinn. „Jú, eiginlega”, glotti Satan. Þau héldu áfram að svifa um i alheim- inum. Næst voru þau á fjölförnustu götu veraldar eftir yfirskriftinni að dæma og þar blés lifandi maður reykhringjum sinum upp i þau,svo þau svifu enn hærra og meira yfir frelsissteini heimsins. Steinninn var með fætur og hendi yfir höfði sér, eins og til að verjast einhverju. „Af hverju drapstu manninn, þú vissir það fyrir, að það er sama og sjálfsmorð?” sagði Satan. „Hann þrábað mig þess”, svaraði táningurinn sakleysislega. „Nú”, sagði Satan. „Hann var svo þreyttur á að reyna að læra að þekkja muninn á fifli og sóley og að lokum bað hann mig um að hjálpa sér að deyja. Allt sitt lif hafði hann kynnt sér hinztu rök tilverunnar, en samt fann hann aldrei muninn á fifli og sóley. Hann var yfirbugaður og margbað mig hjálpar. En ég er illa að mér og gat svo litið kennt honum. Hann hafði allar veraldarinnar bækur til að styðjast við og grasa- fræðisafnið hans var svo stórt, að það rúmaðist ekki i húsinu okkar. Hann var orðinn lotinn af öllum þessum lestri og gat aldrei skilið, sko frumgrösin. Nú stofnaði hann félag til eflingar og kynningar græn- um gróðri og vaxtarbroddum trjáa og sá félagsskap.ur er einn stærsti i landinu. En samt var, eins og hann væri aldrei ánægð- ur, og argur yfir þvi að geta ekki skýrt á rökrænan hátt tilveru fifils og sóleyjar”. „Það veit nú hvert mannsbarn muninn á þessu tvennu,”, glotti Satan. „Þetta var ég alltaf að segja honum. Meira að segja i húsinu okkar bjó vörubilstjóri, sem ferðaðist um allt landið og var kunnugur náttúru landsins. Hann kom oft i kvöldkaffi til okkar og talaði mikið við hann um grtfsin og blómin, þeirra sameiginlegu áhugamál, en það var eins og vörubilstjórinn segði fáöu lánaðan vörubilinn minn og skrepptu út á land i sumar og gakktu um blómabreiðurna^ þá rennur þetta allt upp fyrir þér. Hann fór oft á bilnum okkar út á land og gekk um blómabreiður. engi og skóga. en hann varö aldrei ánægður." „Jæja, ljúfan, ég nenni ekki lengur að hlusta á þetta grasalræðiþrugl þitt. En eitt veiztu. að þaö er vegna þess. að þú hefur mannsmorð á samvizkunni, sem þú ert nú i minum höndum. „Er það þess vegna?” sagði táningur- inn. Þau voru aftur komin upp á fjöll og svifu þaðan i enn blárri votn, grænni engi og fegurri skóglendi en nokkru sinni fyrr. Að lokum settust þau niður i grænan lund, þvi þau voru farin að þreytast og táning- urinn hallaði höfðinu upp að öxl Satans. „Er það satt,að þú sért vondi kall villtu mannanna?” „Nógu mikið hefur verið rætt og skrifað um það”, svaraði Satan. „En ef ég nú sofna á öxl vonda kallsins, hvað verður þá um villtan táning eins og mig? ” „Það er þitt mál.” „Góða nótt, vondi kall”. „Góða nótt, vinan”. 8

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.