Heimilistíminn - 16.05.1974, Side 16
Phyllis Keeble á 11 börn og það yngsta fæddist, þegar hún var 53
ára. Hér sézt hún með það úti að ganga.
hall, þegar þau voru bæði 22 ára. Þau
hlökkuðu til að eignast barn, en 25 ár liðu
án þess að nokkuð gerðist. Þá frétti frúin
af pillu, sem átti að auðvelda konum að
verða ófriskar. Hún tók pilluna, vel vit-
andi um að margar konur,sem höfðu orðið
ófriskar með hjálp hennar, misstu fóstrið
á fyrstu manuðunum. Hún vissi, að slikt
myndi fá mjög á hana andlega, en mikil
varð gleði hennar, þegar hún fæddi dóttur
á 26. brúðkaupsdaginn sinn. Siðar vildi
hún ekki taka pilluna af ótta við aðjpignast
tvibura.
Silfurbrúðkaup
— Ég held, að silfurbrúðkaupið okkar
hafi átt einhvern þátt i þessu, sagði frú
Broomhall eftir fæðinguna. —Við höfðum
verið gift i 25 ár, ég hafði heyrt um pill-
una og þá nótt tók ég hana. Dálitlu siðar
fannst mér ég vera eitthvað undarleg,
mér leið ekki illa, bara skrýtilega og fór
þvi til læknis. Þegar hann sagði mér, að
ég væri ófrisk varð ég yfir mig hamingju-
söm. Barn! Ég sem var 48 ára!
Dóttirin Joyce leit dagsins ljós eftir
keisaraskurð, og frú Broomhall segir að
lifið hafi gjörsamlega tekið stakkaskipt-
um. Það væri dálitið undarlegt að eignast
barn, þegar allar vinkonurnar væru að
eignast barnabörn. Nú er Joyce fimm
ára.
Samkvæmt opinberum heimildum er
frú Winifred Wilson elzta móðir i Evrópu.
Hún var 55 ára, fimm mánaða og tiu daga
gömul, þegar hún eignaðist dóttur árið
1937 i Cardiff. Nú er dóttirin gift og móðir.
1 október 1965 eignaðist frú Phyllis
Keeble i Essex ellefta barn sitt. Þá var
hún 53 ára og sjö barna amma!
Eina sanna ástæða til þess að Hrói
llöttur stal frá þeim ríku, var sú, að
þeir fátæku áttu ekkert til aö stela.
*
Miklu betra væri nú,að við gætum séð
annað fólk.eins og það sér sig sjáift.
*'
Bernskan er sá hamingjutimi, þegar
martraðir konta aðeins fyrir i svefni.
*
Enginn er vitrari en sá, sem þegir... á
réttu augnablliki.
*
Allar konur eru eins... nema þær sem
eru meira eins og aðrar.
*
Vinsælasta vetrariþróttin er að fara
með flugvél til Spánar.
*
Sá sent helciur, að hann viti allt, fer i
taugarnar á okkur, sem gerum það.
I.itil ihúð er betri en stórt skuldabréf.
Eitt er gott við skó sem særa. Þú
gleymir öllunt hinum áhyggjunum.
*
Svartsýnismaðurinn hefur oftar á
réttu að standa, en bjartsýnismaður-
inn er oftar ánægður.
Það bezta við göntlu, góðu dagana er...
aö þeir konta ekki aftur.
16