Heimilistíminn - 16.05.1974, Side 28

Heimilistíminn - 16.05.1974, Side 28
> — Nei, bara til að verzla, fara á hár- greiðslustofuna og svoleiðis. — Jæja, sagðir þú. Hver veit. Kannski hittumst við aftur. Við gætum fengið okk- ur kaffibolla eða borðað hádegisverð saman? Ég brosti og sagði, að það gæti verið skemmtilegt og að það hefði verið gaman að sjá þig aftur. Og þá sagðir þú lágt: — Hafðu það alltaf sem bezt, Kate. — Þú lika. Steve. Hafðu það alltaf sem allra bezt ...Það var með naumindum, að ég gat hvislað þetta. Það var svo sárt, svo skelfilega sárt... Og svo varstu skyndilega horfinn. Hvislaðir kveðjuorð og lyftir hendinni i kveðjuskyni. Svo snerir þú þér á hæli og hvarfst inn i mannþröngina, og ég stóð eftir og horfði á þessa skelfilegu, appel- sinulitu skó, sem leystust upp i táraflóð- inu, sem fyllti augu min... UNGA STÚLKAN i hárgreiðslustofunni lét móðan mása á meðan hún þvoði á mér hárið. Hún var með þrjú, armbönd á hægri úlnlið. Glamrið i þeim var eins og likamlegur sársauki. Ég virti sjálfa mig fyrir mér i speglin- um, meðan hún vafði upp á mér hárið i langa vafninga. Ég var að hugsa um ungu stúlkuna, sem ég var einu sinni, með sitt, slétt hár, sem bærðist frjálslega i fersk- um, söltum blænum i Trefelin. Þegar ég sat i heitri, suðandi hárþurrk- unni hafði ég það á tilfinningunni, að ég sæti i minum eigin smáheimi — ekkert annað hljóð barst til min. Ég lokaði sárum augunum og lét minningarnar hvelfast yf- ir mig, eins og flóðið hafði gert á litlu ströndinni utan við Trefelin langt, heitt sumar fyrir fimm árum... Húsið var lágt og litið og lá við endann á steinóttum vegi, sem enginn notaði leng- ur. Yfir þvi hvildi undarlegur tregi. Hann stafaði ef til vill af vinviðnum, sem huldi næstum litlu gluggana. Þeir störðu döpr- um augum út á hafið, eins og þeir væru að skyggnast um eftir einhverjum, sem aldrei kæmi. Viö fluttum inn iskaldan febrúardag, þegar stormurinn næddi yfir heiðarnar, og lamdi vinviðarrenglurnar við glugg- ana. Ef það hefði verið unnt að teygja hönd- ina fram og höndla hamingjuna, hefði ég sagt, að ég hefði haldið gæfunni i lófa mér þennan dag — á þeirri stundu, þegar við stóðum fyrir framan flöktandi logana i arninum og þú hvislaðir: — Ég elska þig, Kate. Ég elska þig inni- legar en þú getur nokkru sinni gert þér i hugariund. Og ég svaraði: — Ég elska þig lika Steve. Ég hef alltaf elskað þig. Og það mun ég alltaf gera. Ég gerði mér ljóst, að hvað svo sem kynni að koma fyrir okkur, þá myndi ég alltaf minnast þessarar stundar — drun- ur hafsins, ilmurinn frá viðarkubbunum, sem snörkuðu i arninum og svipurinn á andliti þinu. Þú kysstir mig bliðlega og sagðir: — Það getur gerzt, að hún fallist aldrei á skilnað. Þú veizt það, ekki satt? — Jú, ég veit það, hvislaði ég. — En það skiptir mig engu máli. Ekkert skiptir mig máli, ef við bara fáum að vera saman. — Þú átt skilið meira en ég get boðið þér, sagðir þú. — Þá átt skilið að eignast þitt eigið heimili, eiginmann — ekki bara annarrar konu...Og þú átt skilið að eign- ast barn. Það fór skjálfti um mig. — Ö, Steve, ég þarf ekkert annað en þig. En hvað um þig? Og hvað um Jamie? Ég tók eftir sársaukadráttunum við munnvikin á þér. Þú snerir þér undan. Ég heyrði þig segja: — Hann er ekki nema fimm ára. Hann mun gleyma. Þetta byrjaði svo sakleysislega. Þú meintir ekki meira með fyrsta matarboð- inu en að eyða nokkrum einmana stund- um f ókunnum bæ, þar sem þú þekktir ekki nokkra manneskju. Ég vann i af- greiðslunni á hótelinu, þar sem þú bjóst. Þú varst i borginni á þessum árlega fundi. Þú sagðir mér frá konunni þinni og Jamie fyrsta kvöldið. Þú brostir, — en augu þin voru döpur. Þú fylgdir mér heim eftir dimmum götunum — þú tókst ekki i höndina á mér, þegar þú kvaddir og bauðst mér góða nótt. En ég gerði mér ljóst, að ég var tvimælalaust ástfangin af þér. Þú meintir ekki neitt með fyrsta boðinu. En það átti eftir að breytast... Og það skipti mig engu máli, að þú skyldir vera kvæntur og eiga litinn dreng. t minum augum voru þau ekki til. Ég sá ekkert nema þig... Leynifundir — stolin hamingja...Og ör- væntingarfull rödd þin: — Ég elska þig, Kate. En ég get ekki farið frá henni. Ég get það ekki, Jamie vegna. ... Farðu héðan, elskan min. Gleymdu mér! Þú verður að gera það, sjálfrar þin vegna! Endalausar vikur og mánuðir i sárs- aukafullu tómi — jólin heima hjá foreldr- um minum, sem létu blekkjast af glað- værðarsvipnum, sem ég setti upp. En hugsun min var öl! hjá þér. Ég sá þig i anda leika þér við fimm ára gamlan dreng undir jólatrénu.... Gamárskvöld... Fólk — tónlist. Ein- hver, sem kyssti mig og sagði: — Gleði- legt nýár, Kate. — Gleðilegt nýár, elsku Steve, hvar svo sem þú ert... Janúar — langur og dimmur og kaldur, — og byrjun febrúar, þegar siminn hringdi: — Kate, ég verð að hitta þig! Yfirþyrmandi gleðin, þegar ég hljóp niður tröppurnar og sá þig biða min á auðri, hvitri götunni og heyrði þig hvisla við hár mitt: — Ég reyndi að lifa án þin.. ég reyndi það i raun og veru, Kate! En ég get það ekki! Kate! Ég á að starfa á umboðsskrif- stofunni i Wales i sex mánuði. Viltu koma með mér? Janet, sem bjó með mér i ibúð, starði á mig full vantrúar, þegar ég sagði henni þetta. —-Ertu með öllum mjalla, Kate? Hann er kvæntur maður! — Ég veit það, svaraði ég stuttlega og hélt áfram að henda fötum niður i töskurnar. — En það skiptir bara engu máli. Ég elska hann. — Og þér finnst það nógu góð afsökun? — Æi, haltu þér saman, Janet. — Og hvað eiginlega með litla drenginn hans? hélt hún áfram. Þú getur ekki látið eins og sú staðreynd sé alls ekki til, að hann á son. Ég svaraði ekki. — Getur Steve virkilega látið svo sem þetta sé alls ekki svona? spurði Janet lágt. Ég svaraði henni engu. Það var á þess- ari stundu, sem ég hefði átt að gera mér ljóst, hvernig þetta myndi enda. En ég neitaði að horfast i augu við staðreyndirn- ar. Ég fór til Wales með Steve. VORIÐ KOM. Ég var hamingjusöm. Ég lét eins og ég væri ein i heiminum, annað fólk ætti engan rétt til þin, enginn, nema ég. Stundum varst þú þögull og fjarhuga. En ég lét eins og ég tæki ekki eftir þvi, og neyddi sjálfa mig til að hugsa ekki um það. Þetta árið var sumarið langt og heitt, en inni i litla húsinu var svalt og unaðslegt — ekki kalt og hryssingslegt eins og stund- um um veturinn. Ég keypti létt hvit gluggatjöld fyrir gluggana og stóran leirvasa, sem ég hafði undir blóm. Litskrúðuga gólfmottu á stofugólfið — og þá var þetta orðið heimili. Ég minnist löngu kvöldanna, þegar við gengum i sólsetrinu eftir ströndinni og leiddumst, þögul og samruna. Ég minnist ómandi morgnanna... Einu sinni kom Janet og heimsótti okk- ur. — Þú ert hamingjusöm, ekki satt? sagði hún, þegar hún hjálpaði mér við upp- þvottinn eftir máltiðina. Ég kinkaði kolli. — Og hvað með Steve? Það var þá fyrst, sem það rann upp fyr- ir mér, að ég hafði aldrei spurt þig að þvi, 28

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.