Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 29
hvort þú værir hamingjusamur.
— Það er sagt, að það sé erfitt að byggja
hamingju sina á tárum annarra, sagði
Janet hægt.
Þessi orð sátu i vitund minni löngu eftir
að hún var farin. Það kom fyrir, að ég lá
vakandi um nætur og starði upp i myrkt
loftið og hugsaði um, hversu heitt ég elsk-
aði þig. Og svo komu tárin...
Sólgullnir dagarnir liðu hjá eins og
glitrandi perlur á bandi. Á hverjum degi
gerðist eitthvað nýtt og dásamlegt — og
með hverjum degi færðumst við nær þvi
óumflýjanlega.
Haustið kom og við tókum aftur að
kveikja upp i arninum. Stormasamt októ-
berkvöld rauf siminn þögnina.
Ég sá þig risa á fætur og svara i sim-
ann, og ég vissi áður en þú svaraðir, að
þetta væri konan þin. Ég stóð þarna stjörf
og orðvana af hræðslu og heyrði þig
stynja við og segja:
— Nei! Ó, nei! ... Og svo strax á eftir: —
Ég kem eins fljótt og ég get.
Þú lagðir simtólið á og snerir þér að
mér. Þú varst náfölur af örvæntingu.
— Ég verð að fara á stundinni, Kate.
Það er Jamie. Hann varð fyrir bifreið.
Hann hefur verið lagður inn á sjúkrahús.
Það var ekkert, sem ég gat sagt. Þú
straukst yfir hárið á mér.
— Ég veit ekki, hvenær ég kemst til
baka. En ég kem, þvi lofa ég þér.
Ég hjálpaði þér við að láta niður og vissi
með sjálfri mér, að þetta var alls ekki
satt. Það gat svo sem verið, að þú kæmir
aftur, en ekki til þess að búa hér lengur.
Það gæti farið svo, að þú kæmir aftur, en
það væri aðeins til að segja mér, að þú
ættirengra kosta völ, þú yrðir að vera hjá
syni þinum. Þú gætir ekki yfirgefið hann
einu sinni enn. Þú myndir grátbiðja mig
um að skilja þetta, og ég myndi gráta og
biðja þig um að fara ekki frá mér.
Þú myndir neyðast til að losa hendur
minar með valdi, þvi að ég myndi rig-
halda i þig, og fingur minir yrðu eins og
klær. Svo myndir þú snúa þér hratt við og
hlaupa i burtu frá litla húsinu okkar, þvi
að þú myndir ekki megna að horfast i
augu við mig.
Og ég stæði eftir og sæi bifreiðina aka i
burtu, ég myndi æpa á eftir þér, að þú
yrðir að nema staðar. Árangurslaust...
Arangurslaust...
Og þá yrði ekkert til að rjúfa þögnina
nema örvæntingarfullur grátur minn,
þangað til ég orkaði ekki lengur — siðan
myndi tómleikinn og einveran renna upp
fyrir mér. Það myndi verða augljóst, að
þetta væri satt i raun og veru — þú værir
farinn i burtu frá mér, og að þú myndir
aldrei koma aftur. Og ég myndi óska þess
eins að fá að deyja...
Ég var ekki nógu sterk til að biða þessa
löngu daga eftir þér, eða öllu heldur eftir
vissunni um, að þegar þú kæmir aftur,
væri það til að kveðja. Ég setti niður i
töskur fyrir þig, og ég gerði mér ljóst, að
jafnskjótt og þú værir farinn, myndi ég
láta ofan i töskurnar minar og fara lika.
Strax sama kvöldið.
Þú barst töskuna þina út i bifreiðina,
svo komstu aftur inn og stóðst og horfðir á
mig:
— Mér þykir fyrir þessu, Kate, en ég
verð að fara. Þú skilur þetta, ekki satt?
— Jú, stundi ég upp. — Hann er sonur
þinn. Þú verður að vera hjá honum. Þér
þykir vænt um hann.
— Það er allt svo einfalt hjá þér, Kate
litla, sagðir þú hægt. — Þú elskar eða hat-
ar — það er ekkert þar á milli.
— Nei, það er ekkert þar á milli.
Þú hafðir opnað dyrnar á leiðinni út, en
svo snerir þú þér við. Siðan sagðir þú
lágt:
— Og hvað getur maður gert, Kate, ef
maður elskar tvær manneskjur, og þessar
tvær manneskjur eru ekki á einum og
sama staðnum? Og þegar ég svaraði
engu, bættir þú við: — Og hvað á maður
að gera, ef annar aðilinn er þar að auki
barn?
Ég svaraði engu enn, og þú gekkst út að
bifreiðinni. Þú ræstir hana, ókst aftur á
bak og sveigðir út á veginn. Stundarkorni
siðar varst þú úr augsýn og ég fór aftur
inn og sat góða stund fyrir framan
kulnandi glæðurnar i arninum. Loks reis
ég á fætur og gekk striðbusalega að
simanum.
— Janet, það er ég, sagði ég, þegar ég
hafði náð samandi. Má ég koma og búa
hjá þér um tima? Ég kem til með að
þarfnast sannrar vináttu fyrst um sinn....
Ég hitti þig ekki aftur, Steve. Ekki fyrr
en i dag.
ÞAÐ VAR hætt að rigna, þegar ég kom
út úr lestinni. Þokan myndaði helgibauga
umhverfis ljósin á brautarpallinum.
Joe gamli, stöðvarstjórinn, stóð þarna i
siðum regnfrakka og með sigarettu I öðru
munnvikinu, eins og hann var vanur.
— Komdu sæl, frú Moore, sagði hann,
þegar hann sá mig. — Leiðindaveður, ha?
ömurlegt að fara alla leið til Lundúna og
hafa ekkert annað en rigningu og þoku
upp úr krafsinu!
Ég hristi höfuðið.
— Ég hafði nú annað og meira en rign-
ingu og þoku upp úr þessu ferðalagi, Joe,
sagði ég hægt.
Allt I einu var ég svo dauðþreytt. Ég sá
ljósin á bifreiðinni, sem beið eftir mér og
gekk að henni.
David, — elsku góði tillitssami David
hafði yljað vesalings særða hjartanu i
mér og hjúkrað þvi á meðan það var að
jafna sig að fullu. Eiginlega að fullu ...
David, sem var svo sterkur og hlýr og
hafði til að bera alla þá eiginleika, sem
eiginmann prýða. Nema hann er ekki þú.
Og Stephanie....
Það var hlýtt og notalegt inni i bifreið-
inni, og ég sá, að rigningin glitraði i hári
hennar alveg eins og á þér.
Ég settist við hlið hennar og strauk yfir
hár hennar, alveg eins og mig hafði lang-
að til að gera þarna á gangstéttinni, og ég
minntist fagra maidagsins, þegar hún
fæddist — sjö mánuðum eftir að ég fór frá
Trefelin.
David brosti til min:
— Var gaman, elskan min?
Ég leit á þennan fámælta, elskulega
mann og á Stephanie, sem brosti til min,
svo að blá augu hennar ljómuðu.
— Já, svaraði ég og varð hugsað til þin,
þar sem þú stóðst i rigningunni og horfðir
á giftingarhringinn minn og sagðir:
— Þú átt mann, Kate. Og börn?
David kyssti mig bliðlega á vangann.
— Ósköp er hárið á þér fallegt, sagði
hann og ræsti bifreiðina.
Stephanie kinkaði kolli ákaflega.
— Já, en þú ert svo skringileg til augn-
anna!
Hún horfði forvitnislega á mig.
Ég sat kyrr og hugsaði um, hverju ég
hafði svarað þér:
— Nei...nei, engin börn Steve!
Mér fannst ég svo óendanlega döpur og
einmana, svo að ég teygði fram höndina i
áttina til David.
— Sjáðu augun á mömmu, heyrði ég
Stephanie segja með sinni barnslega
undrandi rödd. — Pabbi, það er rigning i
augunum á mömmu...!
29