Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 16.05.1974, Qupperneq 30

Heimilistíminn - 16.05.1974, Qupperneq 30
Því stærri sem lygi er, þeim mun betur er henni trúað. Louis de Rougemont notfærði sér þessa staðreynd út í yztu æsar. , Mesti lygalaupur heimsins HEIMSHLUTAR sem fram til þess höfðu verið ókunnir, opnuðust áhugasömum lsendum dag nokkurn árið 1898, þegar Louis de Rougemont kom með frásagnir af stórkostlegum ævintýrum sinum i Ástraliu til ritstjóra timaritsins ,,Wide World” i London. Ritstjórinn varð hrifinn af frásögnunum og ákvað að birta þær i tiu næstu blöðum. Lesendur urðu enn hrifnari, sala blaðsins raukuppá viö, og þegar sögurnar voru siðar gefnar út i bókarforrni, voru þær fljótlega þýddar á aðrar tungur. ,Ég hefði ekki lifað það að segja sögurnar,” segir de Rougemont, ,,ef ekki hefði verið hundurinn af perluveiðaran- um, sem ég var á. Skipiðsökk og ég synti, þar til ég var að þrotum kominn. Þá synti 30 hundurinn til min, beit i hár mitt og dró mig. En þrek þessa trygga dýrs þraut brátt og til að launa honum, greip ég skott hans milli tannanna og dró hanna, þvi nú var ég orðinn hvildur. Við komumst heilu og höldnu til eyjar nokkurrar. Lífið á eynni Þar byggði De Rougemont kofa úr persluskeljum og lifði á fuglum og fiski. ,,Til að drepa timann,” sagði hann, ,,óð ég gjarnan út i sjóinn, þar til ég fann stora skjaldböku, sem ég fór á bak og gat stýrt eins og hesti. Þegar ég vildi láta hana beygja, rak ég bara fótinn i annað hvort auga hennar og til að nema staðar, setti ég báða bætur fyrir augu hennar.” En það var leiðinlegt á eynni til lengdar og De Rougemont eyddi mánuðum i að smiða sér bát.,,Dag nokkumkomu fjórir frumbyggjar til eyjarinnar. Ég læröi tungumál þeirra, þeir hjálpuðu mér með bátinn, og ég sigldi brott.” Hann kom að landi i Norður-Astraliu, var kosinn kóngur og vann sér það til virðingar undirsáta sinna, að ráðast á risakrókódil með exi. En öxin stóð svo föst i húð krókódilsins, að engin leið var að ná henni út. ,,Þá var það, að Yamba kom inn i lif mitt”, sagði hann lesendum sinum. „Þessi hugaða, innfædda stúlka rak árina inn i gin skepnunnar og gaf mér tima til að ná skeiðahnifnum minum og ganga frá krókódilnum.” Eftir noltkur ór hjá þessum þjóðflokki

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.