Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 16.05.1974, Qupperneq 34

Heimilistíminn - 16.05.1974, Qupperneq 34
stUlku, sem lengi var búin að þjást i ástar- sorg hans vegna, Sonju Behrs. Sonja komst áð raun um, að hún var gift manni, sem i raun og veru var tvær per- sónur. Annars vegar var hortugur greifi, sem endilega vildi vera bóndi, og hafði yndi af svallveizlum, og hinsvegar dáður hugsuður og rithöfundur, sem virtist hvergi hamingjusamur nema á meðal barna. Ari eftir að hann gekk i hjónaband ákvað Tolstoy að gera þessar góðu og slæmu hliðar sinar, efasemdir og ótta, að fyrirmynd persónu i ritverki. Það, sem meira var, svið bókarinnar sjálfrar átti að endurspegla hina eilifu baráttu góðs og ills hið innra með hinum sjálfum. Næstu sex árunum eyddi Tolstoy i að koma hugsunum sinum i orð i ritverkinu ,,Strið og friður.” Siðan, meðan æstir út- gefendur lofuðu honum gulli og grænum skógum fyrir næsta ritverk, sneri hann sér af alhug að verkefnum þorpsskólanna, og aðþvi að læra forngrisku. Hann skeytti engu bænum konu sinnar um peninga, en lifði sinu ljúfa lifi i sjö, löng ár. Loksins og að likindum fyrir sárbeiðni konu hans sneri þessi furðulegi maður sér að þvi að skrifa aðra bók, og á tveim árum, 1875 til 1877 lauk hann við „önnu Kareninu.” Hvað er hægt að segja um mann, sem hefur skrifað það, sem álitið er vera ein- hver bezta skáldsaga allra tima, og sezt siðan niður i hálfgerðri fýlu og skrifar þá næst-beztu? Á þvi er enginn vafi, að hann var snillingur, bókmenntalegt ofurmenni. En það liggur alveg jafn ljóst fyrir, að það hlýtur að hafa verið martröð að búa með honum. Ef til vill er það furðulegasta við Tolstoy sem mann,staðreyndin, að hann breyttist aldrei. Hann hélt áfram að skrifa af snilld. Ár eftir ár hélt hann áfram leit sinni að andlegum sannindum. Hann var sifellt i leit að dyggðum og ein- faldleik, sem alltaf forðuðust hann. Það gat ekki hjá þvi farið, að dýrlingur- inn I eðli hans gæfi i burtu lendur hans og húseignir. En hann sá ekkert athugavert við það, að burgeisinn i honum skyldi gefa þetta eiginkonu hans i stað bændanna og vinnufólksins, svo að lifnaðarhættir hans breyttust i engu frá þvi, sem verið hafði. Fjörutiu ára hjónaband með þessum skapmikla snillingi setti sitt mark á Sonju. Auk þess að ala upp stóra fjöl- skyldu, lenti mesta erfiðið af daglegum rekstri býlisins á herðum hennar. Hún hafði meira að segja tekið að sér að vera einkaritari eiginmannsins. Hvorki meira né minna en sjö sinnum handskrifaöi hún upp aftur „Strið og frið.” Svo rak að þvi, að hegðun greifafrúar- innar var farin að verða jafnvel enn. furðulegri en hegöun greifans, og gat raunar ekki talizt neitt undrunarefni. Vissulega hlaut manneskjan að vera komin á barm örvæntingarinnar af öllum þessum ósköpum, og enn bættist það ofan 34 á, að Tolstoy hugði á að gefa útgáfuréttinn af bókum sinum. Um nokkurt skeið hafði verið grunnt á þvi góða á milli þeirra hjónanna, en þegar hann heyrði hana vera að rjátla i skjölum hans, fannst honum full-langt gengið. Slika afskiptasemi fannst honum hann ómögulega geta þolað. Hann ætlaði að yfirgefa heimili sitt fyrir fullt og allt. Hvarf Tolstoys hafði óskaplegan gaura- gang i för með sér, og greifafrúin reyndi allt hugsanlegt til að svipta sig lifi, þótt þær tilraunir hafi ef til vill ekki verið sem alvarlegastar. Hún henti sér i vatn, siðan út um glugga og loks niður i brunn. Svo stakk hún prjónum i sig og krafðist þess , að eiginmanni hennar væru send sim- skeyti, svo að hann gæti fylgzt með þvi, sem gerðist. En Tolstoy var á hröðum flótta og stefndi til Kákasus, þar sem hann hafði dvalizt ungur maður. Loks gerðist það i bænum Astapovo, að honum fannst hann svo að- framkominn, að hann gæti ekki haldið lengra. Þar andaðist hann úr lungna- bólgu eftir fimm daga legu. Hann lét eftir sig erfðaskrá, þar sem hann mælti svo fyrir, að hann skyldi graf- inn „i ódýrasta kirkjugarði i ódýrustu kistu.” Þessu skeyttu menn engu, og Tolstoy var grafinn við hlið forfeðra sinna á Jasnaja Poljana. Hann hefði áreiðanlega móðgazt stór- lega, ef einhverjum hefði komið til hugar að grafa hann annars staðar. ERU ÞÆR EINS? — Hann hefur allt af verið snillingur að fara með tölur. Myndirn- ar virðast eins, en sex atriðum hefur verið breytt á neðri mynd- inni. Lausn i næsta blaöi. /

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.