Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 5
EFTIR um það bil átta daga siglingu frá Tahiti, kemur maður að pólynesisku eyj- unum tveimur, Futuna og Wallis. Þessar afskekktu systur I Kyrrahafinu eru gjarn- an kallaðar Horne-eyjarnar og það voru tveir Hollendingar, Schouten og Hoorn, sem fundu Futuna I byrjun 17. aldar. Arið 1888 eignuðu Frakkar sér eyjarnar. Futuna og Wallis eru á 179 lengdarbaug, einmitt þeim baug, þar sem á skipum á leið til Tahiti, eru klukkur færðar fram um sólnarhring, eða aftur, ef maður er á austurleið. Það er langt frá þvl að vera auðvelt að komast til Futuna. Hvorki er bryggja né flugvöllur á eynni, og heldur ekki annars- konar samgöngutæki. Það freistar fárra að koma þar við, hvað þá að setjast þar að. Ekki er þarna hótel, veitingastaður eða neitt fyrir feröafólk. Futuna er ekki á alfaraleið skipa eða flugvéla. Einn kopra- bátur gengur milli Fiji og Horne-eyja annan hvorn mánuð — ef skipstjórinn man þá eftir að koma þar við. 1 hvert sinn sem báturinn birtist, kemur hann öllum á óvart. Hann kemur ekki á ákveðnum degi og þegar hann kemur, er hann hlaðinn byggingarvörum, sementi, matvörum, bensini og lyfjum. Ég fór fyrst til Fiji og var þar sagt, aö ég fyndi skipstjórann á „Golden Dragon” sjómannaknæpu, sem alltaf er full af fögrum stúlkum. Þar er hann fastagestur. Mikið rétt. Þar fann ég hann, skipstjór- ann á Tuvulu, sem flytja skyldi mig til Futuna og Wallis. Hann var umkringdur ungum stúlkum. Við lögöum af stað dag- inn eftir og hann alls ekki með glöðu geði. Skipstjórinn taldi að réttast væri að ég fengi að kynnast þvl sem sjómannsllfið hefur upp á að bjóða strax. Og þvlllk veizla. En slðan var það þungur sjó með veltingi og háum öldum. Stefni Tuvulus vlsaði til skiptis upp I himininn og niður I djúpið. Við veltumst yfir sundið á átta hnúta hraöa og skipið veinaði og stundi svo að manni var næst að halda, að það dytti I sundur á hverri stundu. Innsiglingin Eftir þrjá, fjóra sólarhringa, nokkru áður en komið er inn I rennuna, komum við auga á fjöllin á Futuna. Þau eru glæsi- leg að sjá, skýjum krýnd. Beggja megin rennunnar teygja rifin sig u.þ.b. tvo kiló- metra. Þarna má ekki miklu muna, ef hægt á að vera að sigla skipinu heilu og höldnu til hafnar. Þau hafa mörg farizt. Þorpin liggja þarna I röð eins og perlur á bandi og llta út fyrir að vera aö hörfa til sjávar undan fjöllunum. Sjórinn, sem drynur og brýtur á strandrifjunum minnir mann á heimþrá fanga. Ég fékk vanmátt- arkennd á Futuna. Fjöllin virtust hylja alla eyna, 120 ferkllómetra og hún var eitthvaö svo einmana úti I óendanlegu Kyrrahafinu, þar sem ekkert er kyrrt nema nafnið. A Futuna búa um þrjú þúsund manns af Futuna-konur með fiskinet. maoria-ættflokki. Upprunalega er þetta fólk komið frá Samoa og það hefur þrengt sér hér inn milli fjallanna og örmjórrar sandstrandarinnar við nær fisklausan sjó- inn. Fólkinu llður vel þarna og það er hamingjusamt. Fram til 1948 stjórnuðu tveir konungar eynni, annar þeirra hélt til I Sigave, þar sem er trúboðsstöð, sjúkrahús og fleira mikilvægt, en hinn hélt til I Alo.Hverju héraði var skipt I fimm þorp með álíka mörgum ibúum og allir töluðu futunsku. Til er litið af skjölum um eyjuna og Ibúa hennar frá því áður en faðir Chanel kom þangað um 1820. Hann varð fyrsti pislar- vottur Kyrrahafsins og til minningar um hann er farin árleg pllagrimsferð til Poi-kapellunnar, sem reist var á stað þeim, sem hann lézt. Tuvulu lá úti á legunni og snerist hægt um akkerisfestina. Við lágum utan viö Leava, þar sem fimm evrópskar fjöl- skyldur búa, landsstjórinn, læknirinn, lögreglustjórinn og fjölskyldur þeirra og tvær fjölskyldur af asiskum uppruna, en sem taldar eru evrópskar. Viö stigum um borð I léttbátinn og sjó- veikin sleppir takinu, þegar ströndin nálgast. Þar sjáum við brauðaldintrén svigna undan ávöxtum slnum. Þegar þeir eru steiktir, eru þeir betri en brauð. Tilho-trén, sem ilma vel og bera fögur blóm, sem kransar eru gerðir úr, kasta löngum skuggum meðfram mjóum vegin- um að þorpinu. Hálfnaktar ungar stúlkur eru að þvo þvott og synda og grisir, sumir með vlgtennur eins og villisvln, rýta ánægjulega og velta sér I góða veðrinu. Hjúskapartiiboð. Stæltir og vöðvamiklir karlmenn ganga Iklæddir manou, eins konar lendaklæði I skærum litum. Hárið er blásvart og hrokkið og húðin á lit eins og ristað brauð. Stúlkurnar eru þreknar og feitlagnar strax á unglingsaldri og síðar verða þær feitar og brosa breitt. Hár þeirra er óvenju fallegt með blárri slikju. Það ilmar af lolo, ilmefni, sem framleitt er úr blómum og kókosmjólk. Það nær yfirleitt niður að mitti og er rikulega skrey tt hibis- cusblómum, stórum og lýsandi rauðum. Bæði karlar og konur eru brosandi og vin- gjarnleg — og tattóveruð. — Malo le malolo! (Vér heilsum yður, sem lifið) Þetta er einfalt, eðlilegt fólk, sem strax snýr sér að mér og spyr hvað ég heiti. Slðan vilja þau vita, hvort ég sé. kvæntur og hverrar trúar ég sé. — Þú ert svo fallegur! segja þau. Ég fór til að heilsa upp á höfðingja þorpsins og samkvæmt siðunum tók ég með mér tóbak til að færa honum. Hann gaf mér ilmandi blómakrans og sagði: — Gifztu dóttur minni, ég gef þér hana. Hún fylgir þér. Svo einfalt er það. Já, það hljómar einfaldlega, en við evrópubúar erum svolitið flóknari, svo ég afþakkaði kurteislega og þakklátlega, en með trega i sálinni. Hins vegar er ekki eins einfalt þarna að útvega matföng. Verzlanirnar tvær á eynni hafa ekki átt vörur i marga mánuði. Ekkert er til, engin drykkjarföng og ekk- ert niðursoðið. Hinar mörgu ár á eynni leysa vatns- 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.