Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 25
Agatha Christie í síðasta blaði kynntum við Austurlandahraðlestina, kvikmynd eftir sögu Agöthu Christie, en nú skulum við líta inn til hennar sjdlfrar — Þetta viðtal er mjög nýlegt og höfundur þess og Ijósmyndari er Snowdon Idvarður SYSTIR min var vön að segja, að ég liti út eins og fáviti, þegar ég gekk endalaust um göturnar og talaði við sjálfa mig. En það dugði ekki, ég hélt áfram að ganga. Þann- ig sagði ég sjálfri mér frá söguþræðinum i bók. Ég sezt aldrei niður og skrifa bók fyrr en ég er búin að fara yfir hana i hug- anum og breytt hugsununum i orð. Ein- mitt það að muna persónur og atburðarás er mikilvægt, þegar maður vinnur sig áfram i bókinni og þegar maður segir hlutina upphátt er miklu þægilegra að muna þá. Agatha Christie hugsar sig um, áður en hún svarar spurningum minum. En hún á auðvelt með að tala og hikar hvergi. Ég hef alls ekki á tilfinningunni að sitja gegn konu, sem orðin er 83 ára. Augnaráðið, skapið, snögg viðbrögð og sjálfsgagnrýn- in tilheyrir mun yngri manneskju. — Það er þarna, sem flestir ungir rit- höfundar gera skyssu, segir hún. — Þeir byrja á öðrum endanum, áður en þeirhafa gert sér grein fyrir atburðarásinni. Er þeir eru svo komnir eitthvað á veg, komast þeir að raun um að þeir þurfa að breyta persónum og atburðum i köflum, sem búnir eru og verða svo að byrja upp á nýtt. Ég komst smám saman að þvi hvernig bezt er að undirbúa efnið, áður en maður setur það á blaðið og það er ekki sizt ástæðan til þess að mér gengur betur núna, en þegar ég var ung. Hins vegar finn ég til miklu meiri ábyrgðar núna en þá. — Er ekki rétt lika, að þú einfaldir efnið meira nú en áður? — Jú, liklega er það. Margar af bókum Agöthu Christie hafa orðið að kvikmyndum og leikritum. Er hún ánægð með árangurinn? — Ég er ekki ánægð með neina af kvik- myndunum, sem ég hef séð, nema eina, „Vitni saksóknarans”, sem gerð var i Bandarikjunum. Hinar myndirnar hafa verið gerðar á færibandi. ef svo má segja og heilmargir sérfræðingar rugluðu þessu öllu eftir beztu söluuppskriftum og mynd- irnar urðu lélegar, allar með tölu. Mér 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.