Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 36
Þú veizt ekki hvað það er mér mikil fórn. Logie yrði bit, ef hann vissi, að ég lofa þessu. Hún rétti úr sér, stóð upp og gekk að skápnum með glasið. Skyndilega var þögnin í húsinu rofin af hávaða í ganginum, dyrnar flugu upp og tvíburarnir geyst- ust yfir þröskuldinn. — Til hamingju með daginn, hrópuðu þeir í kór. — Við erum að koma þér á óvart. Til hamingju með daginn! — Nú hef ég aldrei.... hvernig komuð þið hingað? spurði móðir þeirra. — Með Cobby, Við komum til að halda upp á af- mælið hennar Gay frænku. Við ætlum á hestasýn- inguna. Nicholas Gourney gekk inn og lét byrði sína, pakkaða inn í dagblöð detta í fang Gaybrielle, áð- ur en hann settist í hægindastól við hlið hennar. — Þetta átti að koma á óvart, en það borgar sig ekki að skýra frá áætlunum kvöldsins núna. Hann benti á kokkteilskápinn.— Ég mundi þiggja drykk, takk, Fran. Hér eftir dái ég þig takmarkalaust. Mér datt ekki i hug, að tveir svona peyjar gætu verið þetta erf iðir fyrir taugarnar. Ekki furða þóttþú verðir að hafa lækni á heimilinu. Hjartaáföll hljóta að vera algeng meðal ungra hjóna nú til dags. Hann leit á Gaybrielle, sem tók vönd af dökkrauðum rósum út úr dagblöðunum. — Hafðu ekki fyrir að þakka, gefðu mér bara í gin og tonic. Hvar er Melissa? — í eldhúsinu hjá Dóru. Gaybrielle rétti honum glasið. — Hver opnaði fyrir ykkur? Nicholas færði glasið yfir í hina höndina og fór í vasann. Hann dró upp lykil. — Hvar fékkstu hann? — Samdi við Dóru f yrir mörgum dögum. Ætlarðu ekki að þakka mér fyrir blómin? — Ég er búin að því. Hún benti á glasið. — Ekki alveg. Hann stóð upp, alveg við hlið henn- ar. — Á ég ekki rétt á af mæliskossi? Hún rétti fram vangann. — Greiðsla fyrir tólf rósir. Hann laut niður og varir þeirra mættust. Þótt hún hefði aðeins ætlað að hafa þetta stutta kveðju, uppgötvaði hún sér til skelf ingar, að hún þrýsti sér að honum, bundin ósýnilegum böndum og varir hennar aðskildust. Hugtakið tími hvarf eins og af á- hrifum þungs vins, drukknaði hún í tilf inningaólgu. Hún þráði hann. Hendur hans á líkama hennar ollu þrá í hverri taug. Það var ekki fyrr en hún varð þess vör, að Melissa horfði á þau andaktug á svip úr dyrunum, að hún sleit sig lausa. I sama bili fann hún heitan andardrátt hans á vanga sér. Hann brosti blíðlega. — Skitt með hestasýninguna. Það stendur karl f yrir utan Harrods með blómakerru. Ég tek hann á leigu í kvöld. Hún leit á hann með bæn í augum og rétti Melissu höndina. — Halló, elskan mín. Sjáðu hver er kom- inn. — Hann gerir það miklu betur en David frændi, sagði Melissa. — Finnst þér það ekki líka, Fran frænka? Fran hló lágt. — Ég hef ekki haft tækifæri til að bera saman tækni þeirra, en ég held samt með Cobby. 36 — Nú ertu ósanngjörn, Fran, mótmælti Gaybri- elle. — Getur verið, en ég meina það samt. Fran sneri sér að Níck. — Veit minn ástkæri að börnin eru i bænum? Þeir áttu að fara snemma í rúmið. Hvernig komuð þið annars hingað? — Með lest. Já, hann kemur seinna og á morgun er laugardagur. Náðirðu í peysu handa honum? Nicholas gaut augunum til Drews. — Hann er búinn að nauða á mér alla leiðina um peysuna. Fran leit undan eftirvæntingarfullum augum sonarins. — Nei. — Af hverju ekki? — Það f ást engar svona peysur. Þú getur fengið nýja skó í staðinn. Drew ætlaði að fara að svara, en hætti við, þegar Nicholasgaf honum merki.— Ég vil heldur annars fara á hestasýninguna. Hann hengdi sig á stólbkaið hjá móður sinni. — Ég hef verið að hugsa um þetta. I rauninni þarf ég svartan leðurjakka. Einn af þessum glansandi með tígrishaus á bakinu. Fran hryllti sig.— Hann væri ágætur við peysuna, sem hvergi er til. Hún ýtti honum frá sér og sneri ser að Nicholas. — Hvaða áætlanir ertu búinn að gera fyrir kvöldið? — Við borðum kvöldverð hér f yrst og svo förum við til White City og hittum Logie. — Hver erum þessi ,,við"? spurði Gaybrielle. — Við öll, þú líka. Bros hans breikkaði. Við getum ekki farið að skilja þig eftir á sjálfan afmælisdag- inn. — Þetta er húsið mitt líka. Veit Dóra vinkona okkar um þetta? Hann kinkaði kolli. — Hmmmm. Allt skipulagt. Ég sá um að komið væri með f asana hingað í morg- un. Hann tók fram pípuna og kom sér þægilega fyrir. — Þú ert með óþarfa áhygggjur. Dóra er mjög ánægð með fyrirkomulagið. — Datt þér ekki í hug, að ég hefði kannske ein- hverjar áætlanir sjálf? — Jú, auðvitað, en ég bjargaði því með því að kaupa nógu mikið af miðum, svo ef þú vilt bjóða einhverjum, þá sendu bara eftir þeim. Þetta fór í taugarnar á henni. — Ég kæri mig ekk- ert um að f ara borgina á enda, bara af því þú f ékkst einhverja hugmynd. — Hvað er athugavert við það? Er Glennister ekki hrifinn af hestum? Melissa kom nú til sögunnar, eins og alltaf, þegar Gaybrielle var í vandræðum með svar. — Hann er ekki hrifinn af neinu. Þú verður að koma með, mamma. Við erum búin að hlakka til í margar vik- ur og það er svolitið, sem á að koma þér alveg sér- staklega á óvart. — Hefði ekki verið betra, að vita fyrst, hvort mig langaði? — Við gátum ekki sagt neitt. Þetta átti að koma á óvart. Cobby sagði, að við mættum ekki segja orð við neinn. Er það ekki, Cobby? — Jú. Hann leit fast á Gaybrielle. — Ef þú vilt ekki, þá af lýsum við öllu^aman. Ég get farið heim með strákana með átta lestinni.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.