Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 38
© Pabbi, mamma og börnin sauma allt sem hún þurfti að sauma og það hefði verið óþarfi að bæta meiru við. Hún átti nóga púða og langaði ekki til að eiga nema eitt veggteppi og sængurverin hennar og lökin voru öll þrælmerkt og bróderuð. vÉg fæ mér frekar eftirvinnu,” sagði pabbi. „Nei,” sagði mamma. „Kvöldin eigum við sjálf. Ef þetta gengur illa, fer ég ekki að vinna, en börnin byrja á morgun og verða þvi i hálfan mánuð til reynslu áður en ég fer að vinna. Ef þeim Ieiðist, hætta þau og ég verð heima. Ef þau skemmta sér, verða þau og ég fer að vinna. Samþykkt? Pabbi samsinnti þessu þvi að hann sá, að hann hafði ekki um annað að velja, og þar með byrjuðu þau Lúsinda og Dabbi i leikskóla, en það er önnur saga. © Agatha að lesa handritin og geta sér til um endinn. Það var skemmtilegt. — Þegar maður litur. i kring um sig á heimilinu, er ekki vandi að sjá, að fleira hefur verið gert hér en skrifa. — Já, við höfum mikið unnið i garðin- um. Ég hef alltaf haft áhuga á blómum og trjám, og veit nákvæmlega hvar ég vil hafa hvað, en Max hefur unnið mest af þvi verklega við þetta. Systir min var öðru visi. Hennar mesta ánægja var að bretta upp ermarnar og hefjast handa. — Þegar fólk er orðið 83 ára, er eðlilegt að spyrja það, hvort það hafi ekki langað til að gera eitthvað sérstakt, en ekki getað á æfinni. — Ég vildi óska að ég hefði komið eitt- hvað nálægt tónlist. Þegar ég var ung, var tónlist mitt hálfa lif. Einkum óperur Wagners. Ég söng, fór meira að segja i tima, en það varð aldrei neitt úrm mér. Háa sópranröddin min náði aldrei til neinna áheyrenda. Ég lék á pianó en var allt of feimin til að þora neitt opinberlega. — Svararðu öllum þeim pósti, sem þér berst alls staðar að úr heiminum? — Það segir sig sjálft að ég kemst ekki yfir það og mig langar heldur ekki til þess. Margir skrifa og spyrja um heimskulega hluti eins'og hvernig kjóla ég eigi og slik bréf fara beint i körfuna. En ég reyni að svara fólki, sem biður um ráð varðandi skriftir eða bókmenntir. Væntanleg er ný bók eftir Agöthu Christie eins og alltaf hefur verið. Meðan hún vann að henni, fann hún aftur til hjartasjúkdóms, sem neyddi hana til að liggja i rúminu fyrir nokkrum árum og hún lagði hart að sér til að ljúka bókinni, en gafst ekki upp. — Ég vissi hvað ég ætl- aði að setja á pappirinn og ég ætlaði að gera það, segir hún. 38 Endir ÆL^vinir ÉG ÓSKA eftir að komast f bréfasam- band við stráka og stelpur á öllum aldri. Ég er sjálf 15 ára. Svara öllum bréfum. Fjóla Berglind Helgadóttir, Hvammstangabraut 10, Hvammstanga, V-Hún. Ég óska eftir að komast I bréfasam- band við stráka og stelpur á aldrinum 11 til 13 ára. Svara ölium bréfum. Margrét Jakobsdóttir, Lindarbergi, Kirkjuhvammshreppi, Hvammstanga, V-Hún. Mig iangar að komast i bréfasamband við stúlku á aldrinum 19 til 23 ára. Áhugamál min eru ferðalög. Friðjón Erlendsson, Heimavist Leynimýri við öskjuhllð, Reykjavik. Okkur langar til að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12 tii 14 ára. Guðrún Georgsdóttir, (13 ára) Kjörseyri, Hrútafirði, Strand. Signý Sigurðardóttir, (12 ára) Melum III, Hrútafirði, Strand. Mig langar að komast I bréfasamband við stelpur á aldrinum 14 til 16 ára. Æskilegt aö mynd fylgi fyrsta bréfi. Elvar Erlingsson, Feili, Bakkafirði, N-Múl. Óska eftir bréfaskiptum við krakka á aldrinum 13-14 ára, Svara öllum bréf- um. Gaman væri ef mynd gæti fylgt fyrsta bréfi. Arinbjörn Snorrason, Oddeyrargötu 14, Akureyri. Mig langar að komast i bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 18 til 20 ára. Svara öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréf, ef hún er fyrir hendi. Sigurlina Snorradóttir, Oddeyrargötu 14, Akureyri. Mig langar að komast I bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 13 til 15 ára. Tek fram að ég svara öllum bréfum.sem til mln berast. Ahugamál min eru dans, hestamennska, böll, handavinna, poptónlist og margt fleira. Gróa Maria Böðvarsdóttir, Akurbrekku, V-Hún. Kona á Nýja Sjálandi sendi okkur eft- irfarandi bréf: Mig langar til að eign- ast pennavini á tslandi. Ég skrifa á cnsku. Helstu áhugamál mln eru bréfaskipti við skemmtilegt fólk viðs- vegar I heiminum, garðrækt, villt blóm, saga, lestur góðra bóka og ljós- ntyndun. Miss Jessie J. G. Mould, Banksia Cottage, 18 Rue Balgueri, Akaroa, Banks Peninsula, New Sealand. ÞÁ fengum við bréf frá 25 ára Banda- rikjamanni, sem vill skrifast á við ís- lendinga á svipuöum aldri. Hann skrif- ar ensku, þýzku og hollenzku, en getur lesið islenzku og vill helzt frá bréf á ís- lenzku. Hann er bókhaldari i bóka- verzlun og hcfur mjög gaman af að lesa, fara i bió og ferðast. Fyrir tveim- ur árum vann hann i eitt ár i S-Afriku, en nú langar hann mjög að koma og vinna á tstandi og vill helzt koma i haust. Hann er við Islenzkunám. Nafn mannsins er: Mr. Brad Morton, P.O. Box 155, Brentwood, TN 37027, U.S.A.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.