Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 13
gan Á morgun breytist allt METTA sá stóra, hvita umslagið á borð- inu i forstofunni, en var svo viss um að það væri ekki til hennar, að hún lagði ekki á sig að lita á utanáskriftina. Hún greip dagblaðið sitt og sneri sér við til að fara upp aftur, þegar forvitnin greip yfirhöndina og hún leit nánar á umslagið. Það var til hennar. Gegn vilja sinum gladdist hún og varð svolitið æst. Vitleysa, sagði hún við sjálfa sig. Það borgar sig ekki að gleðjast, mað- ur verður bara fyrir vonbrigðum. Þetta varð til þess að hún beið með að opna um- slagið. A meðan hún vissi ekki, hvað inni- haldið var, gat hún imyndað sér að það væri eitthvað spennandi. Hún hafði verið i Osló i átta mánuði. Allan þann tima hafði hún beðið þess að eitthvað gerðist. Hún var nitján ára og það hafði kostað hana allan kjark hennar og viljastyrk að flytja frá litla þorpinu, sem hún var fædd og uppalin i. Hún hafði tekið á leigu einstaklingsibúð og hélt að mestu kyrru fyrir þar, þegar hún var ekki að vinna. Hún starði á brún- málaða veggina og velti fyrir sér, hvað margt einmana fólk sæti og horfði á svona veggi viðs vegar um höfuðborgina og biði þess að eitthvað dásamlegt gerðist. Hún var ákveðin i að halda þetta út i eitt ár og fara þá heim, ef ekkert hefði gerst. Hún neyddi sjálfa sig til að eyða þremur helgum mánaðarins i Osló til að gefa for- lögunum tækifæri. En einu sinni i mánuði fór hún heim og sagði beztu vinkonu sinni, Katrinu, hvað henni liði vel i bænum. Katrin minntist oft á að koma og heim- sækja hana, en aldrei varð neitt af þvi. Katrin var trúlofuð Tomma. A skrifstofunni voru sex stúlkur á svip- uðum aldri, en Metta hafði ekki kynnst neinni þeirra almennilega. En mánuðurnir liðu þrátt fyrir allt og nú var kominn október og hér sat hún og starði á stórt, hvitt umslag, sem hún þofði ekki að opna af þvi hún gat ekki hugsað til þess að verða fyrir vonbrigðum einu sinni enn. Hún reyndi að hlægja að sjálfri sér, en það gekk erfiðlega. Hún fór i kuldaskóna og kápuna og fór út. Hún gæti opnað bréfið i kvöld. Með þvi móti fengi hún heilan dag til að láta sig dreyma um innihaldið. Áður en hún kom á skrifstofuna, hafði hún komist að þeirri niðurstöðu að bréfið hlyti að vera frá vinkonu hennar, Sissu, sem var nýbúin að gifta sig og flytja i eig- ið hús. Hún ætlaði auðvitað að bjóða til veizlu. Sissa var ein af þeim, sem hélt veizlur af öllum mögulegum og ómögu- legum tilefnum. Þvi meira, sem Metta hugsaði um þetta, þeim mun vissari varð hún. Á um- slaginu var póststimpill heimaþorpsins og hún þekkti ekki rithöndina á utanáskrift- inni. Það hlaut að vera Sissa, það var ekki um neinn annan að ræða. t hádegismatartimanum skoðaði hún i búðargluggana i miðborginni og hugsaði ekki um annað en veizluna, sem i vændum var. Hún nam staðar við kjólabúð. Úti i glugganum var siður, rósóttur kjóll. Hún komst i gott skap við það eitt að horfa á hann. En hún fór aftur á skrifstofuna án þess að hata gert nokkuð annað en dást aö kjólnum úr fjarlægð. En hún gat ekki losnaö við tilhugsunina um hann. Þvi meira sem hún hugsaði um hann, þeim mun ákveðnari var hún i að kaupa hann. Klukkan nálgaðist þrjú. Það var ekki að lala um að þola þetta til fjögur. Hún yrði að fara út og kaupa kjölinn strax. Skyndi- Iega fannst henni allt lif hennar vera und- ir þessum kjól komið. Hún dró djúpt ándann og stóð upp: — Lengi hafði hún reynt að aðlagast borginni, en hana langaði ennþá heim — Þá var það að hún sá rósóttan kjól i búðarglugga................... Ég held ég verði að fara núna, sagði hún hátt. — Mér liður ekki rétt vel. Hinar stúlkurnar horfðu undrandi á hana, þegar hún breiddi yfir ritvélina. — Ertu með höfuðverk, Metta? spurði ein þeirra. — Ég á magnyl, ef þú vilt. Metta var komin fram að dyrum. Hún nam staðar og sneri sér við, svolitið hissa. — Takk, en ég held ekki ... hún fann að hún roðnaði. — Vonandi liður þér betur á morgun, heyrði hún um leið og hún gekk út. Kjóllinn var eins og hann væri saumað- ur á hana. Hún stóö lengi og dáöist að sjálfri sér i speglinum. — En indælt! heyrðist að baki henni. — Ég vildi óska, að ég væri svona grönn. Ég geri ekki annað en megra mig, en það gagnar ekkert. Geturðu rennt upp lásnum fyrir mig? Metta leit beint i augu lágvaxinnar, feitlaginnar stúlku, sem bisaði við að komast i eldrauöan kjól. Hún hjálpaði henni með rennilásinn, en spuröi svo feimnislega: — Finnst þér það? Fer hann mér vel? — Alveg stórvel svaraði hin. — Hann er 13 1»

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.