Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 19
Hann rændi elskunni VANIA frá Búlgaríu og Mario frá Chile héldu páskana saman, en til þess að geta það, urðu þau að ganga i gegn um miklar raunir. — Saga okkar er einföld. Við elskuðum hvort annað, en faðir hennar vildi mig ekki fyrir tengdason, svo ég rændi henni, segir Mario, 24 ára verkfræðinemi við há- skólann I Sofiu. Stúlkan, sem hann rændi var Vania, 21 árs rússneskunemi við sama háskóla. — I Búlgariu kemur ekki til greina hjónaband milli Búlgara og manneskju frá auðvaldslandi, segir Vania, — og siðan Allende lézt, er Chile auðvaldsland. Faðir minn, sem er yfirmaður i búlgarska hern- um, neitaði mér um að hitta Mario, en ég hlustaði ekki á hann og við héldum áfram að hittast. Þegar hann komst að þvi, tók hann af mér öll skilriki. Ég strauk að heiman og svaf aldrei tvær nætur á sama stað, til að lögreglan ætti erfiðara með að sinni finna mig. Þegar pabbi fann mig að lok- um og ógnaði mér með byssu, ákváðum við að yfirgefa landið. Mario fór til V-Þýzkalands og keypti Volkswagen. Fyrir aftan aftúrsætið útbjó hann felustað, 85 cm langt og 35 cm hátt skot... Hann fór siðan afturtil Búlgariu og dag nokkurn i desember sl. skreið Vania. inn i skotið, Mario fór og sótti vini sina og þeir settust i aftursætið, án þess að vita, aö þeir sætu á vinkonu félaga sins. An nokkurra vandræða komust þau yfir landamærin til Feneyja. — Þetta var hræðilegt ferðalag, segir Vania. — Það var snjókoma i Júgóslaviu og ég varð rennblaut. Það var ekki fyrr en við komum til Feneyja, að ég gat rétt úr mér. En ég varð aldrei hrædd. Fjörutiu og átta stundum eftir flóttann frá Sofiu, komu þau til Menton i Frakk- landi. t Nice var þeim báðum lofað búsetu og vinnu og takmark þeirra nú er að safna nægum peningum til að komast til Chile og gifta sig. En i Búlgariu situr faðir Vaniu frávita af reiði. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.