Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 17
4 Einkastjörnuspáin 3. maí Þú ert fullur áhuga á öllu starfi i sam- bandi við mannfólkið og ert alltaf reiðu- búinn að hjálpa fólki, sem hefur þörf fyrir stuöning þinn. Þar sem þú ert bæði fórn- fús og hugsunarsamur, er það þér per- sónuleg ánægja að tala fyrir góðu mál- efni. Þú ert haldinn ferðalöngun og þá sérstaklega til Austurlanda. En samt viltu eignast heimili, sem þú getur alltaf snúið til. Þú kærir þig ekki um að flytjast úr landi eða dveljast langtimum saman erlendis, til þess elskarðu föðurlandið allt of mikið. Þú hefur viðskiptavit og getur grætt peninga á hverju sem er. Þú hugsar vand- lega um það sem þú ert að gera og þess vegna er sjaldgæft að þú gerir mistök. Þú ert áhugasamur um smáatriðin, krefst aga og vilt að aðrir geri sitt bezta. Þeir sem vinna með þér komast fljótlega aö þvl að betra er að hlusta á ráð þin, þar sem alltaf er öruggt að þau borga sig. Þú ert mjög tilfinningarikur og eignast marga aðdáendur, sem þú verður að velja maka úr. En það er erfitt val, þar sem þú metur margt fólk af mismunandi ástæöum. Þegar þú loks giftist, ertu tryggur og sanngjarn og dreymir aldrei um aö bregðast. 4. mai Stjörnurnar hafa úthlutað þér teygjan- legu hugarfari og hagsýni. En þrátt fyrir það geturðu verið ákveðinn og strangur i samskiptum við fólk og vandamál og oft segirðu sannleikskorn án þess að gera þér grein fyrir að það getur stungið viðkom- andi. Hugmyndflug þitt er fjörugt og þú notar það til gagns i starfi. Þú ert ekki draumóramaður, heldur framkvæmda- maður. Þú vilt að allt sé i lagi I lifi þinu og vilt mikið gera til að koma á góðri sam- vinnu við umhverfið. Þú ert mjög vandvirkur, þegar um er að ræða viðskiptamál og þú veizt hvernig á að fá krónurnar til að hrökkva. Karlmenn fæddir þennan dag, hafa mikinn áhuga á tækni og visindum og geta fengið hug- myndir á þeim sviðum, sem verða aö pen- ingum. Þú kannt að þegja yfir hugdettum þinum, svo þú getir komið heiminum á óvart með nýrri uppfinningu, sem er til- búin, i stað þess að tala um þokukennda hugmynd. Konur fæddar þennan dag, hafa leik- hæfileika og langar margar til að gerast leikarar. Þú ert fyndinn og hefur góða kimnigáfu. An efa verðurðu góður maki, þar sem þú ert oftast i góðu skapi. Þú ert hrifinn af fallegum fötum og þægilegheit- um og heimili þitt verður vafalaust fall- egt. Ef til vill hefurðu hæfileika sem inn- anhússarkitekt eða hönnuöur. En starfið er ekki allt lifið og þú verður ekki verulega ánægður nema eiga heimili og fjölskyldu. 5. mai I þér felast miklar andstæður. Þótt þú sért hagsýnn, næstumvisindalegur á stundum, hrifstu til dæmis mjög af fallegri tónlist, fegurð náttúrunnar eða listaverki. Þótt þú hafir gott hugmynda- flug og fáir góðar hugmyndir og starfir bezteinn, geturðu vel starfað með öðrum, þegar um er að ræða að framkvæma hug- mynd. Stjörnurnar hafa gefið þér leiðtogahæfi- leika, en samt ertu fús til að halda þig aft an við og láta aðra um stjórnina, nema þú sért beinlinis beðinn um aö stjórna. Þótt þú sért framkvæmdaglaður, þegar kröfur eru gerðar til hugvits þins, til dæmis á sviði stærðfræði og útreikninga alls konar, geturðu ekki verið yfir sama verkefninu lengi I einu. Þér þykir allt of vænt um lifið og annaö fólk til þess. Þú hefur góða rödd og ræðumannshæfi- leika og yrðir góður kennari, stjórnmála- maður eða hvað sem er sem þarf að höfða til fjöldans. Þú hefur mikið aðdráttarafl og munt lenda i fleira en einu ástaræfintýri, áöur en þú ákveður aö setjast i helgan stein. Þú ert örlátur við þá sem þér þykir vænt um og steypir' þér stundum i skuldir þess vegna. Þótt þú kunnir að græöa peninga, kanntu betur að nota þá. Lærðu að spara, annars getur farið svo, að dag nokkurn standirðu uppi með aðeins þaö allra nauð- synlegasta. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.