Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 37
Eins og hann hafði ætlasttil, endurómaði allt hús- ið af mótmælahrópum. Gaybrielle lagði niður vopnin, þegar hún horfði inn i þrenn ásökunaraugu.— Hvenær byrjar þetta? spurði hún i uppgjafartón. — Við þurf um að vera komin klukkan átta, hróp- uðu börnin þrjú í kór og hoppuðu um, sigri hrósandi. 17. kafli. Klemmd milli /\Aelissu og Fran Maitland, sat Gaybrielle og horfði á dökkt höfuð Nicks við hlið læknisins i framsætinu. Tvíburarnir sátu líka frammi í og vögguðu sér í takt við popp-tónlist, sem þeir skemmtu fólkinu með. Þá sló þeirri hugs- un allt í einu niður i huga hennar, að hún hefði sjálf skemmt sér betur á afmælisdegi sínum, og það þráttfyrir leiðinlega byrjun á deginum. Hún hrukk- aði ennið við tilhugsunina um skýringuna, sem hún yrði að gefa David, þegar hann yrði þess var, að hún hef ði f arið að heiman. Henni f annst eins og hún hefði öðlazt nýja tegund sjálfstæðis og gerði sér grein fyrir því, að það var orðið að vana hjá henni að velta fyrir sér, hvort David mundi mislíka eitt eða annað, sem hún segði eða gerði. Jafnframt hugsaði hún, hvað Nicholasi virtist standa á sama um ýmislegt, sem ætti að skipta hann máli. Hún var óróleg vegna þess hvað hann var kaldur gagnvart því að fara f rá Pedlar's Fair. Hann hlaut þó að vera búinn að pakka niður persónulegum munum sínum og vera tilbúinn að f ara og hún vissi, að hann ætlaði að sofa síðustu næturnar hjá Maitlands. Hún átti raunverulega Pedlar's Fair orðið. Hún var trufluð í vangaveltum sínum, þegar Logie Maitland ók upp að sínu eigin húsi. Þótt börn- in væru þreytt, voru þau allt of æst til að fara að hátta. Þau skemmtu sér vel á meðan þau borðuðu kaldan kjúkling og drukku eplavin til að skála við Gaybrielle. Það var komið f ram yf ir miðnætti, þeg- ar Gaybrielle fékk lánaðan bíl Fran og ók dóttur sinni yfir á Padlar's Fair. Nicholas kom með sof- andi barnið uppog lagði hana varlega í rúmið, sem hún gat nú litið á sem sitt eigið. Gaybrielle háttaði hana, án þess að vekja hana og læddist niður. Hún varð hissa, þegar Nicholas var enn í stofunni. — Ég hélt, að þú hefðir ekið bílnum til baka til Fran, sagði hún áður en hún mundi eftir dómnum. Jafnframt sá hún að hann hafði þegar tekið fram viskýf löskuna.— Ettu ekki búinn að fá nóg í kvöld? Hann hafði kveiktá raf magnsof ninum og það var hlýtt og notalegt inni. — Það truf lar bara drykkju- venjur manns að aka bíl. Hann benti á arinhilluna. — Þú hefur ekki sagt, hvort þér likar afmælisgjöf- in. Hún leit við og skipti strax um svip, þegar hún sá litlu tréstytturnar standa þar hlið við hlið. — Mér f annst mál til komið, að Bantu og vinkona hans hittust aftur. Ég tók eftir að þú hafðir komið með þína, siðast þegar þið komúð. — Takk, sagði hún og strauk hugsandi yfir þær. Hvers vegna gerðirðu þetta, Nick? Hann gekk til hennar og blótaði, þegar hann hras- aði um skammelið. Hann sparkaði gramur í það. — Hver hefur sett þetta bansetta skammel á svona asanalegan stað? — Ég sagði, að þú værir búinn að drekka nóg, svaraði hún án meðaumkunar. — Þú ert ekki búinn að svara spurningunni? Hann settist á arminn á hægindastól við hlið hennar. — Ég veit það ekki. Viðkvæmni kannske eða til að láta gamlan draum rætast. Ég veit það ekki. Hann yppti öxlum og tæmdi glasið. — Jæja, það er kominn tími til að ég leggi af stað. Fæ ég koss? Hún stóð hreyfingarlaus. Núna, hugsaði hún. Núna var rétta augnablikið til að prófa hann. Vik- um saman hafði hann kvalið hana með því að sýna henni hlýju og kulda til skiptis og hún var komið að henni að kasta hanzkanum. Tæki hann áskoruninni? Hafði Fran rétt fyrir sér? Hún tók til máls í örvænt- ingu: — Nick, þú spurðir mig að dálitlu, kvöldið sem áreksturinn varð. Manstu það? Ég svaraði ekki þeirri spurningu. Hvað segðirðu, ef ég svaraði henni núna? Hann færði sig til. — Hvar setur þú takmörkin fyrir vináttu? — Þú baðst mig ekki að vera vinur þinn, ef ég man rétt, svaraði hún rólega. — Nei, ég bað þig að giftast mér, viðurkenndi hann f úslega. — En þú hef ur David og ég. — Þú hefur sjálfan þig. Þennan stóra ,,ég" sem skyggir á allt annað, lauk hún setningunni fyrir hann. Hann var hugsandi á svip. — Jæja, það var eins góð ástæða og hver önnur til að draga sig í hlé, sagði hann loks. — Það dygði ekki Gay. Það vitum við bæði og þú varst nógu skynsöm til að sjá það á und- an mér. Ég var af brýðisamur gagnvart Glennister, en nú veitég aðég hef beðið læfri hlut og ég er nógu skynsamur til að berja ekki höfðinu við steininn. Mínúturnar liðu meðan hún horfði á hann. Biturs bros lék um varir hennar, þegar hún gyldist með löngum fingrunum sem fitluðu við pípuna og síðan glasið, sem hann hélt ennþá á. Hún sneri sér frá honum og laut höfði. — Þú hefur alltaf sagt að ég veldi réttan stað og tima til hlutanna, Takk, Nick. Þú hefur sagt allt, sem ég þarf að vita. Góða nótt. — Ekki taka þessu svona. Ég vil gjarnan að við höldum áfram að vera vinir. Ég heimsæki ykkur kannske eftir nokkur ár, þegar ég kem aftur og sé hvernig þið hafið það. Það er heilmargt, sem þú skilur ekki. — Ég skil það allt of vel, sagði hún lágt. — En vertu bara rólegur, Nick. Hins vegar bið ég þig að láta mig í friði hér eftir, nú og alltaf. Skilurðu það? Þegar þú ferð héðan, verður ekki um það að ræða, að þú komir aftur. Ég kærði mig ekkert um að þú kæmir aftur inn í líf miitt og ég vil alls ekki að þú komir aftur, þegar þér dettur það i hug. Hún sneri sér að honum og augun gljáðu. — Þú getur að minnsta kosti gert það fyrir mig, og ég höfða til til- litssemi þinnar og bið þig að láta mig í f riði. Drjúga stund sgaði hann ekkert, en hló svo lágt. — Það hlýtur að vera afskaplega f ullnægjandi tilf inn- Fra mhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.