Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 34
fyrir slys einstöku sinnum, en yfirleitt pissa stelpur ekki i sig, hugsaði hún. Það eru víst bara strákar, sem gera það. Ég er viss um, að hún litla systir mín hefði verið stærri og komið i brúðuleik við mig, og hún hefði alls ekki pissað í sig. . \ ,,Já þessir strákar, þessir strákar. Dabbi stækkaði og varð skemmtilegri með hverjum deginum. Hann var ipesti mathákur og alltaf að borða. Hann lærðK^ð brosa og hlæja og segja nokkur orð. Fyrst sagði hann mamma, næst pábbi, Inda (það átti að vera Lúsinda), en af þvLpð hann var mathákúr voru þrjú næstu orðin öll um eitthvað matarkyns. Hann lamdi pelanum sín- um í rimlana á rúminu og kallaði ,,Ókk, Ókk” (það átti að vera mjólk) og svo heimtaði hann „Vikki-vikki” (eða fisk) og ,,Tödd”, en það var vist kjöt. Lúsinda og mamma fóru oft út með Dabba að ganga i vagninum og Lúsinda var stolt af litla bróður sinum. Hún átti hann með mömmu og pabba og fékk oft að leika við hann alein, þó að hún væri litil. Lúsinda leit stundum á sig sem aðra mömmu Dabba. Hún leiddi hann, þegar hann fór að staulast um á litlu, digru fótunum sinumyog huggaði hann, þegar hann datt. Mamma var dálitið undrandi yfir þessu. Þau pabbi höfðu bæði ótt- ast það að Lúsinda yrði afbrýðisöm, þegar nýja barnið kæmi^enda höfðu þau góða ástæðu til þess. Lúsinda hafði fengið litinn Dodda strák, en þið þekkið vist öll hann Dodda i Leik- fangalandi. Þetta var laglegur Doddi með bjöllu i húfunni sinni, i bláum buxum og rauðri treyju. Lúsindu leizt illa á hann frá fyrstu tið og ekki batnaði það, þegar pabbi og mamma fóru að reyna að láta hann vera góða við hann. Hún reif bækurnar úr bókaskápnum i stofunni og flengdi Dodda fyrir ,,Ljóti Doddi,” sagði hún. ,,Rifa bækurnar hans pabba! Bannað! Bannað!” Hún stakk Dodda ofan í skúffu og lokaði og hló: „Alltdimmt, Doddi. Gott! Gott!” Lúsinda vildi ekki láta slökkva ljósið fyrr en hún var sofnuð. Loks sturtaði hún Dodda niður í klósettið og enginn veit, hvað um hann varð í sjónum. Var það þvi nokkuð að undra, þó að mamma og pabbi héldu, að hún yrði afbrýðisöm við nýja barnið? En það var nú öðru nær. Hann mátti leika með allt dótið hennar og fara upp i rúmið hennar. Allt mátti Dabbi gera nema snerta á bangsa. Lúsinda átti bangsa, sem var gulur á litinn og hafði misst annað eyrað og ekki veit ég, hvað mörg augu. Hann var vesaldarlegri en allt sem vesælt er, en Lúsindu þótti undur vænt um hann og hann svaf alltaf hjá henni. Dabbi skildi þetta vel. Hann lét bangsa í firði. Hann hlýddi yfirleitt Lúsindu i hvívetna og sætti sig við að sitja og standa eins og henni þóknaðist, meðan hann var litill. Skammt frá húsinu, sem mamma og pabbi bjuggu i, var gæzluvöllur. Þangað fór mamma með Lúsindu og Dabba, þegar hún þvoði stór- þvott eða þurfti að skreppa i bæinn. Börnunum þótti skemmtilegt að vera á gæzluvellinum. Þau fengu að moka, róla sér, vegna salt og klifra i klifurgrind. Þau lærðu ýmsa leiki og söngva. Þegar Lúsinda og Dabbi voru orðin dálitið stálpuð langaði mömmu til að fara að vinna. Þetta var sumar og hún gat fengið afleysinga- vinnu í mjólkurbúð. Mamma fór og talaði við forstöðukonu í leikskóla og hún var svo lánsöm, að þar losnuðu tvö pláss eftir matinn. Sumir taka börnin með sér i sumarleyfi, en aðrir senda þau i sveit. „Ég ætla að fara að vinna i sumar,” sagði mamma við pabba, þegar þau sátu inni i stofu um kvöldið. „Vinna?” sagði pabbi og fölnaði. „Hvað um börnin? Hvað um mig?” „Þetta er nú bara hálfsdagsvinna,” sagði mamma. „Börnin fara á leikskóla og þú verður i vinnunni.” „Þeim leiðist þar,” sagði pabbi. „Þau eru svo viðkvæm.” Þá hló mamma, þvi að Lúsinda og Dabbi dæjari voru regluleg hörkutól. „Þau eru ekki viðkvæm,” sagði hún. „Þau skemmta sér vel á gæzluvellinum og ég vil fara að vinna.” „Hvers vegna?”, spurði pabbi. „Mig langar að eiga peninga sjálf,” sagði mararaa. Það langar margar mömmur að eiga peninga sjálfar, en þær vilja helzt vinna fyrir þeim. Ekki aðeins meðþvi að hugsa um heimili og börn, heldur með þvi að taka að sér auka- vinnu, þvi að þó að það sé stundum erfitt að hugsa um heimilið eru þó margar stundir, sem hægt væri að nýta i annað. Mamma var búin að Framhald á bls.,38. 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.