Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 35
Gaybrielle leit forviða á hann. — Viltu gjöra svo •vel að biðja Fran afsökunar á stundinni, David. — Það kemur mér hreint ekki til hugar. Ég hef grun um að hún hafi komið inn einhverri andúð á mér hjá þér og nú er ég alveg viss. Ég tel ekki Mait- lands vera fólk, sem okkur hæf ir að umgangast og mér f innst betra að segja það hreint út, en vera með sjálfsblekkingu. Fran setti glasið á borðið og stóð upp. — Ég sé þig einhverntíma seinna, Gaybrielle, sagði hún með al- vöruþunga. — Nei, Fran, bíddu svolítið. Ég vil að þú verðir kyrr. Gaybrielle stóð upp og sneri sér að David. — Ef einhver hefur þjáðst af sjálfsblekkingu, David, er það ég. Orð þtn í kvöld hafa gert mér það degin- um Ijósara. Hann opnaði munninn til að segja eitt- hvað, en hún veifaði höndinni og kom í veg fyrir það. — Ég hef beðið þig um af sokunarbeiðni, en þú ætlar greinilega ekki að koma með hana. Þá neyð- umst við einfaldlega til að aflýsa matnum í kvöld. Hvorugt okkar getur notið veizlumatar á Savoy undir þessum kringumstæðum. Glennister starði á hana drjúga stund, en gekk svo til dyranna. — Allt í lagi. Éins og þér þóknast. Ég ræð þér til að hugsa vel um það sem ég sagði og vona, að þú sjáir hvað þú hef ur verið barnaleg, þeg- ar þú ert búin að sof a á þessu. Hann hikaði í gangin- um, en hélt svo áfram í hlýrri tón: — Ég veit, að þetta bannsetta ævintýri þitt með Nicholas Court- ney hef ur fengiðá þig, en reyndu að líta á málin frá minni hlið. Hann kyssti hana lauslega. — Þú ert þreytuleg. Ég sting upp á því að þú verðir heima í f riði og ró í kvöld, svo hittumst við á morgun. 16. kaf li. Fran Maitland brosti, þegar Gaybrielle kom inn í stofuna aftur. — Allar reglur um almenna kurteisi segja að ég eigi að harma þetta, en ég get það bara ekki, kæra Gay, Ég biðst afsökunar á því að nær- vera mín skuli hafa orsakað þetta, en ég get ekki einu sinni látið sem ég hafi snefil af samvizkubiti þess vegna. Hún settist í sófann og greip glasið sitt. — Ég leyfði mér að senda Melissu f ram í eldhús og biðja Dótu að laga te. Er það í lagi? Gaybrielle kinkaði kolli. — Ég tók eftir svipnum á henni, þegar David setti ofan í við mig. Sagði hún nokkuð, meðan ég var frammi? — Nei, en hún er öskureið. Hún skilur ejkki f rekar en ég hvers vegna þú skilar David ekki hríngnum og giftist Nick í staðinn. Gaybrielle horfði niður í glasið. — Af hverju sagðirðu þetta Fran? Hrukka myndaðist milli augnanna. — Þú hefur líklega ekki talað við Melissu.,.. um okkur Nick, á ég við? Fran gretti sig. — Þegar fólk er fætt með laust málbein eins og ég, er ekki við öðru að búast en svona spurningum. Hún fitjaði upp á nef ið. — Nei, ég hef aldrei rætt þig eða Nick við Melissu, en barn- ið hefur augu í höfðinu og eins og þú, veit hún í hjarta sínu, hvar henni muni líða bezt. Eini munur- inn á ykkur er sá, að Melissa er nógu skynsöm til að viðurkenna það. — Er það raunverulega skoðun þin? Að við Nick gætum ennþá umgengist hvort annað með sömu til- finningum og áður? — Þú þarft ekki að gera þér upp undrun. Ég hef veriðaðsegja þetta síðan ég sá þig í fyrsta sinn. Þú þarft heldur ekki að vera með þennan þjáningar- svip. Ég veit hvað gerðist milli ykkar fyrir mörgum árum og ég skil ekki hvers vegna þú neitar svona afdráttarlaust að gefa honum tækifæri. Fran gretti sig við svip vinkonu sinnar. — Nei, Nick hef ur ekki sagt mér það. Logie gerði það. Vafalaust brot á þagnarskyldunni, en ég er gif t honum og mér þykir óendanlega vænt um Nick. — Er þá öll sagan um nafnaskipti og slys sönn? Rödd Gay var tómleg og f jarlæg. Hún áttaði sig. — Hvernig geturðu verið svona viss um að Nick vilji fá tækifæri? Segjum að hann segði það og bæði mig að giftast sér og ég væri f ús til að fara ellef u ár aft- ur i tímann. Þar með er ekki sagt, að tilfinningar minar gagnvart honum breyttust. Hún strauk sér um ennið. — Það versta er, að ég veit í rauninni ekki, hverjar tilf inningar minar eru. Mig langar til að treysta honum, en hann gerir það svo erf itt. Til að byrja með virtist hann vilja að við héldum á- fram, þar sem frá var horfið, en undanfarið hefur hann verið öðruvísi. Hann minnist aldrei á fortíðina lengur, ekki siðan við lentum í árekstrinum. Þú heyrðir hann líka sjálf segjast ætla að selja Pedlar's Fair og fara til útlanda. Eina ályktunin, sem ég get dregið af því, er að hann kæri sig ekki um mig. Fran tæmdi glasið. — Það getur verið hættulegt að draga of margar ályktanir, Gay. Segðu honum það sem gerðist í kvöld milli ykkar Davids. Ekki kannske berum orðum en kona með þína greind get- ur gert það á réttan hátt. Ekki að það hafi neina úrslitaþýðingu.... Nick er svo hrifinn af þér, að hann tæki ekki eftir því. En ef þú kemur og segir að hann kæri sig ekki hót um hvað þú gerir núna, lofa ég að minnast aldrei á hann framar. Hún brosti. — 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.