Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 32
AAount Everest Á myndunum sjást þeir Hiliary og Tensing undirbúa sig undir síOasta áfangann aö tindi Mount Everest áriö 1953. I Himalayafjallgarðinum, á landamærum Nepal og Tibet, er Mount Everest, hæsta fjall i heimi. Brezkir kortagerðarmenn komust að þvi um miðja nitjándu öld, að þetta var hæsta fjall heimsins, er þeir mældu það með þrihyrningsmælingum, og komust að þeirri niðurstöðu, að það væri 29.002 fet á hæð. Siðari árin hafa verið gerðar ná- kvæmari mælingar og sýna þær að Ever- est er i rauninni 29028 feta hátt. Það var ekki fyrr en 1858, að fjallið hlaut nafn sitt, og það var til heiðurs sir George Everest, sem var hershöfðingi i Indlandi. Fyrsti Everest-leiðangurinn var farinn árið 1921, til þess að kanna f jallið og finna beztu leiðina upp á tindinn. Áriðeftir lagði næsti leiðangur af stað, undir forystu C. G. Bruce hershöfðingja. Þrir leiðangurs- manna, Mallory, Norton og Sovervell komust upp I 27 þúsund feta hæð án þess að nota súrefnistæki. Eitt það erfiðasta við að klffa svo há fjöll, eru áhrifin, sem hæðin hefur á mannslikamann. Þvi hærra sem klifið er, þeim mun minna súrefni er i loftinu. 1 þessum leiðangri neyddust mennirnir til að snúa við, kaldir og uppgefnir. Tveir leiðangrar til viðbótar voru gerðir út, en það var ekki fyrr en 1953 að Everest var loks sigrað. Það voru þeir Edmund P. Hillary og Sherpa Tensing Norgey frá Nepal, sem komust á tindinn 29. mai 1953. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.