Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 7
Stúlkurnar á Wallis eru fallegar og vingjarnlegar. ihuga kjarnorkutilraunir sinar á þessu svæöi. Þá uppgötvuðu þeir Wallis og hugöust setja þar upp kjarnorkumiðstöð, en fluttu hugmyndina til Mururoa. Milli 3. júni 1942 og mars 1944, gengu 6000 Bandarikjamenn i land á Wallis. Áætlun þeirra var að nota eyna fyrir að- setur meöan þeir geröu árásir á Ell- ice-eyjarnar og hefur þetta komizt 1 mannkynssöguna. Þeir gerðu þarna bryggju, sem reyndar er ekki notuö lengur og á að rifa til að rýma fyrir nýjum vegi. Auk þess skildu þeir eftir litið gisti- hús, þar sem óskaplega dýrt er að búa. Yfirvöldin og trúboösstööin starfa mjög saman og Ibúarnir bera mikla virðingu fyrir stöðinni. Einu sinni, þegar kjósa átti forseta i Frakklandi, sagöi presturinn: — „Kjósið de Gaulle” og 98% gerðu það. Hann hefði alveg eins getað sagt þeim aö kjósa ekki og enginn hefði sézt á kjörstað. Trúboðanir hafa sllpað hornin af siövenjum ibúanna, þar sem þeir hafa afnumiö alla heiðna siði. Hvert þorp á sér verndardýrling, sem ekki er tilbeðinn af innfæddum, heldur af Ibúum af pólynes- Iskum uppruna, sem eru mjög stoltir og merkilegir meö sig, en ekki vondir I sér. Presturinn á trúboösstöðinni er seigur karl, sem er mjög strangur við sjálfan sig og aðra. Á sjö, átta árum tókst honum að snúa öllum ibúunum. Þegar hann var út- nefndur biskup, skipaði hann presta og kenndi þeim latinu. Nú fara guðfræöingar til Noumea til að ljúka námi. Biskupinn hefur einnig skrifað Wallisk-franska orðabók. Indæl einangrun Wallisbúar drekka ekki áfengi, en eru óttalega latir. Venjulega byrja þeir snemma aö reykja, svona sjö, átta ára og tóbak þeirra er mjög sterkt. Þeir eru mik- ið þrekfólk og fyrirlita svertingja inni- lega. Nú framleiöa Wallisbúar nægan mat til eigin nota og lifa á taro, brauðaldinum, svinum, kókóshnetum, appelsinum, banönum og anóna. Mikilvægasta verk- færi þeirra er machete-hnifurinn, sem þeir meðhöndla af mikilli virðingu. Nokkrir úr hverri fjölskyldu fara utan til að vinna, eins og raunar gerist I flestum fátækum löndum. Þeir senda peninga heim handa fjölskyldunni, sem heldur áfram að rækta jörðina á meðan. Ekkert nema vinnuafl er flutt út frá Wall- is. Með bátnum kemur sement og matvörur, að mestu niðursuðudósir með sardinum, hvitum baunum og apakjöti, sem eyjarskeggjum þykir lostæti. Áriö 1966 var flutt jaröýta til Wallsis þannig að hægt væri að bæta vegina. Kórallar eru sóttir i sjóinn, muldir og lagöir á vegina og eru þeir framúrskar- andi slitlag. Fyrir 15 árum eða svo, var Wallisbúum kynntur plógurinn, en þeir hafa litiö getaö notað hann fyrir grjóti. Þeir rækta kaffi, pipar og blóm til ilm- vatnsframleiðslu. Wallisiskur handiðnaöur er til, en hefur enn ekki komizt á markað. Undir umsjón trúboöa, unnu konur úr tapa og tágum, sem dregnar eru út úr pandanus-plönt- unni. Úr þessu voru búnar til körfur, glasabakkar og fleira þess háttar.og hvitu blómin á kapoki-jurtinni eru notuð til að framleiða sængur. Húsin eru steypt og gluggahlerarnir eru úr fléttuðum kókospálmablöðum. Á 48 timum voru reistir vinnupallar úr vafn- ingsjurtum utan um kirkjuna I Moa og Iögðu allir hönd á plóginn, karlar, konur og börn. Söngvarar hvöttu fólkiö við vinn- una. 1 siöasta fellibyl fauk þakið af litla skól- anum og pósthúsið er I rústum. Loft- skeytamaðurinn I flugturninum leitaði skjóls úti á flugbrautinni, sem er ekki nógu löng fyrir þotu. Hægt er aö lengja hana og slétta umhverfið, en beðið er að Frakkar leggi fram fé til þess. En ánneðan er fé á beit á brautinni og láta þaö litið trufla sig, að þarna lendir flugvél mánað- arlega. Betri flugvöllur hefði i för með sér mikl- ar framfarir á eynni, en þeir sem búa á Wallis, eru ekkert að velta þvi fyrir sér. Satt að segja eru þeir mjög ánægðir með friösæla tilveru sina.langt fjarri heimsins glaumi. HI^GIÐ að systir hennar væri svona ung. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.