Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 26
dytti ekki i hug nú að fara og sjá þær og hvet ekki aðra til þess. — Hvað er það, sem þér likar ekki? — begar ég sé einhverja af þessum myndum, hef ég ekki á tilfinningunni að þetta séu persónur, sem ég hef skapað. Ég get ekki sagt neitt slæmt um Margaret Rutherford, þvi hún er reglulega góð leik- kona, en hún á bara ekkert sameiginlegt með gömlu sveitaþorpspiparjómfrúnni, sem ég skrifaði um. Ég man sérstaklega eftir einni mynd, sem gerist þar sem mikið er um hesta. Þar féll leikkonan hreint ekki inn i umhverfið. Samt sem áður eru margir, sem njóta þessara mynda. Ég get ekki ætlazt til að allir liti þær sömu augum og ég. — Hvernig féll þér sjálfri að leikstýra kvikmynd? — Nei, það gæti ég ekki. Ef til vill leik- riti, en ekki kvikmynd. Mér finnst eins og atburðirnir „fletjist út” i kvikmynd. Ég gleymi ekki vonbrigðum minum með „Endless night”. Með hverri minútinni minnkaði áhugi minn á myndinni og auk þess hafði verið bætt inn i enda hennar at- viki, sem var hreinn óþarfi. Kona var kyrkt. bað var hræðilegt. Þannig kyrkir enginn manneskju og i svona sögu er eng- inn kyrktur. — Þá er liklega vandi að gera þér til hæfis, hvað varðar hinn sigilda Poirot? — Talaðu ekki um það. Ég hef séð myndir af honum á nokkrum bókarkáp- um. í fyrsta lagi var hann allt of hávaxinn og i öðru lagi klæddur fötum, sem Poirot mundi aldrei detta i hug að fara i. Skil- Agatha og Sir Max Mallowan I garðinum umhverfis Winterbrook House. A heimili Agöthu Christie er flest I gömlum stil og alis staðar eru blóm eöa myndir af blómum. urðu, hvað ég á við? Poirot er litill maður, sem vill ekki vera áberandi. Hann er með litað hár og eina stolt hans i lifinu er yfir- skeggið. Maður getur rifist yfir slikum hlutum, en það þýðir ekkert. Bókaútgef- endur og kvikmyndafélög sigra alltaf. — Þú hefur lýst þvi yfir að þú litir ekki á sjálfa þig sem menningarvita. Hvers vegna? — Ég gæti ekki hugsað mér að læra neitt. Einu sinni langaði mig að læra stjörnufræði, en ég vissi vel, að ég var ekki hæf til þess! Þess vegna sleppti ég þvi. Ég hef áhuga á bókmenntum. Graham Greene er einn af minum eftir- lætishöfundum og kvenhöfundar sem ég er hrifin af eru Elizabeth Brown, Muriel Sparks og Naomi Marsh. Þær skrifa góðar leynilögreglusögur. — Hvað um Ian Fleming? — Hann er ekki min tegund. En ég viðurkenni að ég keypti nokkrar af bókum hans handa litlum frændum minum, þeg- ar þeir voru yngri. En smekkur þeirra breyttist. — Fyrir hvað viltu helzt að þin verði minnzt, Agatha Christie? — Ég vildi hezt að fólk segði, að ég hefði verið góður glæpasagnahöfund- ur... — Þegar þú litur yfir alla framleiðslu þina, hvað gleður þig þá mest? — Bækurnar, sem ég skrifaði undir dul- nefninu „Mary Wasticott” Ég notaði þetta nafn i fimmtán ár i hvert sinn sem mig langaði til að skrifa eitthvað annað en glæpasögur. Það komst aldrei upp, að þetta var ég. Mary Westicott hafði alltaf svo litinn tima. Henni lá alltaf svo á að ljúka bókunum, sögðu gagnrýnendur. Ég hafði gaman af þvi. — Er erfitt að skrifa bækur? — Ég þreytist á sjálfúm skriftunum, en ekki á meðan ég er að undirbúa bók i hug- anum, skapa persónurnar. bað getur verið afskaplega róandi að dunda i garð- inum i samræðum við Mabel eða ungfrú Marple. En þegar á að fara að festa sam- talið á pappir, verður maður að einbeita sér á allt annan hátt. Það er erfitt. Þegar maður er að vinna að einhverju skapandi verki, verður maður jafn þreyttur og garðyrkjumaður eftir heils dags mokstur. Oft þegar ég er búin með þrjá fjórðu hluta af bókinni, finnst mér eitthvað vera skakkt, verð óánægð með allt og finnst efnið hreint ekki nógu gott. Þá les ég allt yfir frá byrjun til að komast að þvi hvar ég fór út af sporinu. Ef til vill kemur þessi tilfinning af þvi að sjá: fyrir endann á bókinni. — Þér finnst þá erfitt að skrifa? — Það er þreytandi að sitja við ritvél- ina. Ég fæ bakverk og krampa i fingurna bess vegna er ég farin að nota diktafón talsvert, en það hefur lika sina ókosti. Mér finnst ég alltaf vera að endurtaka sjálfa mig. Ég viðurkenni, að það er lika oft rétt. — Hjálpar maðurinn þinn, sir Max þér við prófarkalestur? — Þegar ég er búin með fyrsta kafi- ann, læt ég hann lesa hann. Við höfum bæöi gott af þvi. Áður skemmti fjölskyld- an sér vel, þvi ég leyfði öllum sem vildu Framhald á bls. 38 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.