Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 9
Við osta-fondue og súkku- laði-fondue er nægulegt að hafa eldfastan steintauspott, en hann verður að geta staðið stöðugur á spritttækinu. Sér- staka gaffla þarf, helzt i mis- munandi litum, svo hver geti þekkt sinn. Þeir eru með löngu skafti. 1. Parísar-fondue (fyrir fjóra) 1/2 kg. nautahakk, 1 meöalstór laukur, 1 paprika, 1 búnt steinselja, 2 matsk. kapers, 1 egg, salt og pipar. Laukur, paprika, steinselja og kapers er saxaö og hrært saman viö hakkiö, ásamt egginu, salti og pipar. BUnar eru til litlar, þéttar kökur úr farsinu, ekki stærri en svo, aö úr þessu magni fáist ein 20 stykki. Búa má þær til vel áöur en gestirn- ir koma og geyma þær i kæliskápnum. Olian er hituö I fondue-pottinum I eldhús- inu, áöur en hann er settur á spritttækiö á boröinu. Olían þarf aö vera mjög heit, þegar byrjað er að borða. Kökurnar eru teknar á gafflana og haidið 1 oliunni i hálfa aöra minútu eöa svo. Þá eru þær harösteiktar að utan og rauöar aö innan. Meö þessu er boröaö franskbrauö og kryddsósur, til dæmis Worcestersósa. En allra beztar eru þó heimatilbúnar sósur og hér koma uppskriftir af tveimur: Græn fondue-sósa 100 gr. majones, 3/4 dl þeyttur rjómi, sitrónusafi, worcestersós? söxuö stein- selja, saxaöur graslaukur og salt og pipar eftir smekk. Tómat fondue-sósa 100 gr. majones, 3—4 msk tómatsósa, svo- litið af fint söxuöum lauk, Tabasco- eöa cayenne eftir smekk. Gott er aö milda sósuna með sýröum rjóma eöa þeyttum. 2. Osta-fondue (fyrir fjóra) 1 hvitlaukur, 1/4 kiló fondue-ostur, 1/4 litri þurrt hvitvin, 1 tesk maizenamjöl, 3 tesk brennivin. Núið fonduepottinn vel meö sundur- skornum hvítlauknum, rifiö ostinn gróft niöur I pottinn og bætiö hvftvlninu I. Setjiö pottinn yfir mjög hægan hiia, þangaö til osturinn fer aö bráöna. Hræriö varlega I meö skeiö. Þegar hann er bráönaöur, er maizenamjölinu, úthræröu I brennivininu, bætt í. Hræriö svolltiö til aö jafna öllu vel saman. Franskbrauösbitar eru teknir á gafflana og difið I. Þaö er regla aö snerta aldrei gaffalinn með vörum eöa tönnum, þegar boröaö er, aöeins brauöiö. Meö þessu er drukkið hvitvín eöa te. 3. Súkkulaði-fondue (fyrir 4—6) 1. dl. rjómi, 300 gr. súkkulaöi, 1 msk. likjör (má sleppa) Helliö rjómanum I þykkbotna pott og setjiöyfir hægan hita. Bætiö súkkulaöinu I I bitum og látið þaö bráöna saman viö rjómann. Bragöbætiö meö llkjör ef vill. Handa börnum er átsúkkulagöi bezt, en fullorönir vilja oft fremur svolltiö dekkra, sterkara súkkulaöi. Haldiö súkkulaöinu heitu á spritttækinu og beriö fram litlar 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.