Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 15
einmitt kjóllinn fyrir sérstök tækifæri. Mig langar einmitt i þannig kjól, en ég get ekki notað þá. Ég svelti mig öðru hverju i viku og þá verð ég nokkurn veginn sæmi- leg, en um leið og ég fer að borða eins og venjulega, fitna ég aftur. Ég neyðist til að fara i þeim gamla, svarta. Maður getur orðið vitlaus af þessu. Fáum okkur kaffi- bolla hérna handan við götuna. Hún beið ekki eftir svari, heldur gekk fram og beið við kassann meðan Metta greiddi kjólinn og fékk hann innpakkaðan. Hún tók það sem sjálfsagðan hlut að hún kæmi með. — Jæja, þá förum við, sagði hún glað- lega. — Annars heiti ég Berit. Hvað heitir þú? — Metta... Þær sátu gegnt hvorri annarri og Berit pantaði tvo kaffi og tvo súkkulaðiisa i hvelli. Svo laut hún áfram. — Ég er ekki vön að ávarpa ókunnugt fólk svona, en þú virtist svo indæl og vin- gjarnleg og mig vantaði svo einhvern að tala við. Mér liður eitthvað svo leiðinlega i dag. Það er strákur ... Ég veit að hann kemur i boðið til Sillu, en hann veitekki að ég kem, svo mig langaði til að fá mér eitt- hvað nýtt og koma honum á óvart. Þá má hann sjá eftir þvi hvað hann var and- styggilegur um daginn ... Hún andvarp- aði. — Þú ert ekki héðan úr bænum, er það? — Nei ... Metta sagði hvaðan hún var. — Hefurðu verið hérna lengi? — Rúmlega hálft ár. — Býrðu með einhverri? — Nei, ég bý ein... — Það gerði ég lika fyrst. Það var hræðilegt. Það voru brúnir veggir þar og mér fannst alltaf að stór, brún slanga kæmi einhvern daginn og gleypti mig. Hún setti þrjdr skeiðar af sykri i kaffið. — Það var fallegt af þér að hlusta á mig. Ég veit, að ég er alveg galin, þegar Kalli er annars vegar, en.... — Það var bara gaman. Metta roðnaði. — Ég á við, ég þekki svo fáa hérna i Osló og ... mér finnst gaman að tala við fólk, en ég get bara aldrei byrjað. — En ég get aldrei hætt. Berit veifaði i þjóninn. — Ég held að ég fói mér tertu- sneið með marsipani. Vilt þú? Hún leit spyrjandi á Mettu, sem hristi höfuðið. — Nei, ég er með. — Getur þú ekki komið i boðið hjá Sillu i kvöld? spurði Berit áköf. — Það er allt i lagi hennar vegna, það er alltaf opið hús hjá henni. Mig langar ekki til að koma ein, ef þú skilur, hvað ég á við. Maður er ein- hvernveginn öruggari. — I kvöld? — Já. Berit kinkaði kolli. — Ertu kann- ske upptekin? Metta hristi höfuöiö. Hún brosti við til- hugsunina um að vera upptekin. — Hvar áttu heima? spurði Berit. —■ Getum við ekki farið þangað og sótt dótið þitt, svo þú getir haft fataskipti hjá mér. Hún leit eftirvæntingarfull á Mettu. — Segðu bara nei, ef það hentar ekki. Þær tóku strætisvagn heim til Mettu. Berit sat á rúmstokknum, meðan Metta tindi sokkabuxur, málningavörum og skóm i poka. Hún hafði á tilfinningunni að hana væri að dreyma. Berit bjó i ibúð á fjórðu hæð með þrmur öðrum stúlkum. Metta heilsaði Þóru, Onnu Lisu og Grétu, borðaði eggjahræru, horfði á sjónvarp og sat siðan á kolli á baðinu og spjallaði við Berit meðan hún málaði sig. Alltaf var einhver að koma eða fara og siminn hringdi stöðugt. Þetta var eins og að koma inn i alókunnugan heim. Berit sagði, að hún ætti endilega að hafa bláan augnskugga við nýja kjólinn og Metta þorði ekki að mótmæla. Árangur- inn varð furðulega góður. Silla átti heima litlu neðar við sömu götu, svo þær gætu farið gangandi, sagði Berit. Það small i gangstéttinni, en þvi nær sem þær komu, þeim mun óstyrkari varð Berit. Hún hélt dauðahaldi i hand- legg Mettu. — Ef hann er nú þarna og þykist ekki sjá mig. 0, ég veit ekki hvað ég geri þá, Metta. — Láttu ekki svona. Þetta verður allt i lagi, heyrði Metta sjálfa sig segja. Er þetta raunverulega ég? hugsaði hún hissa. Minnstu munaði að hún þyrfti að draga Berit upp tröppurnar og gleymdi alveg að vera feimin sjálf. Þær hringdu og til dyra kom hávaxin, grönn stúlka, með mikið ljóst hár. Það var eins og Berit breyttist á andartaki. Hún rétti úr sér og brosti ljóm- andi brosi. — Halló, Silla. Ég tók með mér vinkonu mina. — Indælt, svaraði Siila og augu hennar hvörfluðu yfir Mettu, en svo sneri hún sér við og kallaði eitthvað til gestanna. Metta kom auga á svolitið feitlaginn pilt með kringlótt gleraugu og hálfsitt, þykkt hár. Hann starði á Berit og gekk svo til móts við hana. — Hæ, Berit. Ég vissi ekki að þú kæmir i kvöld. — Hæ, svaraði Berit. — Ég vissi heldur ekki að þú kæmir. Er þetta þessi stórkostlegi Kalli? hugs- aði Metta undrandi. — Þetta er Metta, vinkona min. Berit reyndi af öllum kröftum að láta, sem Kalli hefði engin áhrif á hana, en það tókst ekki alveg. — Hæ, sagði Kalli, en leit ekki á Mettu. Svo hurfu þau saman út á dansgólfið og Metta gerði sér grein fyrir, að hún stóð þarna ein i stóru herbergi, fullu af ókunnu fólki. Skyndilega varð hún skelfingu lostin. Hún snerist á hæli og ruddi sér braut fram i forstofuna. Hana langaði mest til aö leggja á flótta, en það væri að gefast of auðveldlega upp. Alltaf var nýtt fólk að koma. Enginn tók eftir henni. Hvað hef ég eiginlega hér að gera? sagði hún við sjálfa sig. Hér hefur enginn nokkurn áhuga á mér. Eftir tuttugu minútur eða svo fann hún kápuna sina og fór án þess að segja nokkrum frá þvi, hvorki Berit né Sillu. Það var dásamlegt að koma út i svalt haustveðrið. Hún gekk heimleiðis i siöum kjólnum, án þess að hugsa um þótt fólk horfði á hana. Það var nú það, hugsaði hún, þegar hún kom heim i brúnu vistarveruna aftur. Hún fór úr kjólnum og fleygði honum i hrúgu á gólfið. Þá fyrst mundi hún eftir stóra, hvita umslaginu og reif það upp. I þvi var ekk- ert heimboð. Það var kort frá Tomma, sem var trúlofaður Katrinu. Hann var til sjós og hafði dottið i hug að senda henni kveðju. Henni hafði ekki dottið i hug, að hún gæti sofnað, en hún steinsofnaði um leið og hún lagðist á koddann. Hún vaknaði snemma um morguninn og kom auga á kjólinn á gólfinu. Nú var hún hvorki leið né þreytt lengur. Hún hafði tekið ákvörðun. Hún og Osló áttu ekki saman. Hún ætlaði heim, heim i litla þorpið, þar sem allir þekktu alla og manni fannst maður aldrei ganga af. Klukkan var rúmlega 11, þegar barið var fast að dyrum hjá henni. Hún hafði sofnað aftur. Nú spratt hún forviða upp úr rúminu. Hver gat þetta verið? — Andartak, hrópaði hún og fleyði yfir sig slopp. — Metta! Það er ég, Þuriður! Af skrif- stofunni. Ertu ... ertu veik? sagði rödd framan við dyrnar. Metta opnaði rifu á dyrnar. — Þuriður ... byrjaði hún og vissi ekki, hvað hún átti að segja. — Halló. Þú varst svo óhress i gær og ég, við Britta vorum að velta fyrir okkur, hvort eitthvað alvarlegt væri að. Við eig- um heima hérna rétt hjá. Við fengum heimilisfangið þitt hjá skrifstofustjóran- um ... Þuriður hallaði sér upp að dyra- stafnum. Hún var á svipinn, eins og hún sæi eftir að hafa komið. — Það var fallegt af þér ...Metta var feimin. — Komdu inn. Það er allt i drasli, en... — Ó, þú ætti að sjá, hvernig það er hjá okkur! Þuriður hló. — En ef þú ert þreytt og vilt heldur sofa... Metta hristi höfuðið. — Nei, alls ekki. — Ég lá bara uppi i, af þvi ég hafði ekkert annað að gera. Annars var ég ekki veik i gær, ég fór bara út til að máta nýjan kjól. Mér leiðist svo og ég þekki svo fáa... — Þennan? Þuriður tók rósótta kjólinn upp og horfði aðdáunaraugum á hann. — Hann er fallegur. Varstu i veizlu i gær- kvöldi? Hún settist á rúmstokkinn með krosslagða fætur. — Við Britta héldum að þú værir trúlofuð eða gift eða eitthvað svoleiðis, sagði hún i trúnaðarrómi. — Þú 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.