Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 11
Föndurhornið Fuglahúsið í garðinum OFT er hægt að fá skógarþresti og máriu- erlur til þess að verpa i hreiðurkassa. Bezt er, að fuglahúsið sé úr afklipptum greinum af trjánum úr garðinum hjá ykk- ur eða nágrannans. Margir láta klippa trén sin á vorin og þvi viða hægt að fá greinar. En byrjið samt á þvi að fá fjöl i botninn, svona 20x15 cm og tommu á þykktina. Hornstoðir neglast við botnfjölina, siðan bindið þið saman sperrur i þakið og hafið mæniás, sem hægt er að negla i. Einnig mætti nota bast til að binda saman greinarnar eða þá seglgarn. En gætið þess að hafa húsið nokkuð mikið opið i allar áttir (sjá mynd). Fuglinn vill geta séð vel i kringum sig. Gæta verður þess, að hafa húsið það hátt uppi i trénu, að öruggt sé að kötturinn komist ekki þangað upp. Gjarnan má láta smá greinaenda standa útúr húsinu niður við gólfið, svo að fuglinn geti setzt á þær, áður en hann skriður á eggin. Ekki skuluð þið mála húsið i vor heldur i sumar, þegar ungarnir eru flognir út. Fuglum er illa við málning- arlykt. Gætið þess að binda húsið það vel, að það fjúki ekki, þótt hvessi. Fuglinn sér sjálfur um það að búa til hreiðurkörfuna. Skógarþrösturinn, en það er sá fugl, sem liklegastur er til þess að nota húsið, liggur u.þ.b. 14 daga á eggjum sinum, áð- ur en ungarnir koma úr þeim. — Byrjar þá annatimi hjá þrastamömmu og ekki er þvi að neita, að mörg börn munu vilja verða henni hjálpleg við fæðuöflun til ung- anna. — En farið varlega aö þvf. Ekki má láta á hreiðurbarminn hvaða matsem er. Ungarnir eru gráðugir og sjást ekki fyrir I mataræði. Þó mætti benda á smábita af harðsoðnu eggi, mjólkurskánir og litla ánamaðka. En gætið þess, að offóðra þá ekki. — Börn gætu lika verið hjálpleg þrastamömmu við það að reka flækings- ketti út úr garðinum þá daga, sem ung- arnir byrja að hoppa úr hreiðrinu. Detti ófleygir ungar niður úr hreiðrinu er rétt, ef mögulegt er, að taka þá varlega upp og setja þá i hreiðrið aftur. — Fyrsta vika skógarþrastaunganna á jörðu niðri er sú hættulegasta i lifi þeirra, einkum ef kött- urinn er i nándinni. — GH. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.