Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 16
varst eitthvað svo fjarlæg og sagðir aldrei neitt um sjálfa þig. Metta setti ketilinn i samband. — Ég sagði aldrei neitt af þvi ég vissi ekki hvað ég átti að segja. bað er eitthvað svo erfitt að komast i samband við fólk hérna. Ég ætlaði ekki að vera merkileg með mig. Það er bara... Annars var ég að hugsa um að segja upp og fara heim. — Er eitthvað skemmtilegra þar? spurði Þuriður. — Nei...Jú... Ég veit það ekki, svaraði Metta og varð feimin aftur. — Þá geturðu alveg eins verið i Osló! Þuriður hló. — Þetta var svona hjá mér fyrst lika, en það er búið núna. Komdu með okkur Brittu og borðaðu kinverskan mat i kvöld. Bróðir Brittu kemur lika. Hann er indæll og svo á hún tvo i viðbót. Þannig byrjaði það. Þegar Metta kom heim um kvöldið, fann hún skilaboð frá Berit: — Hvað varð eiginlega af þér i gær- kvöldi? Ég leitaði alls staðar. Þú veizt ekki, hvað gerðist! Ó, karlmenn! Þannig leið sunnudagurinn. Þegar hún kom á skrifstofuna á mánudagsmorgun, voru Þuriður og Britta þar og höfðu frá mörgu að segja og hinar stúlkurnar virt- ust ekki svo ógnandi lengur. í hádeginu fór hún út og keypti bláan augnskugga og hún gleymdi að leggja inn uppsagnarbréf- ið. Kortið frá Tom geymdi hún vandlega. begar hún flutti úr brúnu kompunni i ibúð, ásamt Bentu, einni á skrifstofunni, tók hún það með og setti það i heiðurssæti á kommóöunni! HVAÐ VEIZTU 1. 1 hvaða landi heitir myntin Zloty? 2. Hvað heitir stærsta dagblað á Norðurlöndum? 3. Hvaða land liggur að fsrael að norðan? 4. Eftir hvaða tónskáld er „Moldau”? 5. Hvar er Monacofjali? 6. Hvað heitir minnsta reikistjarnan I sólkerfi okkar? 7. Hvaða skagi er stærstur f heimi? 8. Ilvað eru margir tóniistarmenn I septett? 9. A hvaða f jalli fékk Móses töflurnar með boðorðunum? 10. Hvar bjó drottningin af Saba? Iiugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bis. 39. 1. mai Þú ert sanngjarn og tryggur og heldur fast við skoðun þina án tillits til afstöðu annarra. Þú ert ekki aöeins fær um að gera áætlanir um gerðir þinar, heldur geturðu einnig framkvæmt þær. Þegar þú hefur einu sinni tekið ákvörðun, er ekkert sem getur stöðvað þig og breytt skoðun þinni. Þú vilt vera þinn eigin ráðgjafi og leyfir aldrei öðrum aö troða sér inn i þig. Þú ert fyndinn og hefur hæfileika til að tjá þig án orðaskrúðs. Þegar þér er kynnt verkefni, hefstu þegar handa, án þess að biða eftir fyrirskipunum og leiðbeiningum að ofan. Þú treystir þinum eigin hæfileik- umtil framkvæmda og ákvarðana. Dóm- greind þin er framúrskarandi og þegar verkinu lýkur, færöu mikið hól. bú ert þolinmóður, en fyrir kemur aö þú gerir mistök, ef þú framkvæmir undir áhrifum annarra og gegn betri vitund þinni. Ef þú gerir alltaf eins og þú vilt sjálfur, geriröu aldrei mistök. Þú ert mjög tilfinninga- næmur og lfklega muntu verða oft ást- fanginn, áöur en þú giftist. Þú veröur gott foreldri og börnin elska þig. Þú ert hinn fæddi leiðtogi, bæði f sambandi við heimili og störf. Þú skalt giftast manneskju, sem skilur það og þá verða allir ánægðir. 2. mai Þú ert frumlegur og uppfinningasamur, bæði i hugsun og framkvæmd. Þú hefur mikinn varaforöa af orku I þér og ert sér- lega teygjanlegur. bú vilt helzt laga þig að aðstæöum en ekki breyta aðstæðunum, þótt það.. væri oft betra. Þú ert svolitið upptekinn af sjálfum þér, einkum vegna þess að þú starfar mest að þinu eigin og hefur ekki tima til að velta fyrir þér vandamálum annarra. Þú ert ágætis sáttasemjari og það er mikilvægur hæfileiki, bæði i einkallfi og starfi. Aldrei er hægt aö vita, hver þin skoöun er, þvi þú vilt umfram allt vera kurteis og framkvæma eftir óskum meiri- hlutans. Að likindum geturðu orðið góður stjórnmálamaður, einkum ef þú lærir að þroska hugmyndir þfnar og velja þér samstarfsfólk. Það er hreint ekki vist að þú beitir hefðbundnum aðferðum, en árangurinn verður ekki verri fyrir það. Hæfileikar þinir eru fyrst og frmst á sviði lista og þú verður hamingjusamast- ur, ef þú ferð þinar eigin leiðir. Þér þykir vænt um börn og það er skynsamlegt af þér að giftast snemma og eignast stóra fjölskyldu. Gættu þess aö makinn hafi sömu skoðanir og þú sjálfur. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.