Heimilistíminn - 05.06.1975, Side 5

Heimilistíminn - 05.06.1975, Side 5
Sólpýramldinn er Teotihuacan er 65 metra hár. Menn reistu hann meö hjálp einfaldra steinverkfæra. Hjóliö er óþekkt, dráttardýr engin og jarnverkfæri voru ekki komin til sögunnar. Gleymdur i 1000 ár. Eftir þvi sem aldirnar liðu, blésu vindar léttum öskukenndum jarðvegi há- sléttunnar inn yfir rústirnar og máðu út siöustu leifar hins heilaga bæjar Mexikó. Kaktus og annar gróður stakk sér upp úr pýramidunum, sem voru orðnir eins og hólar i flötu umhverfinu. I meira en þúsund ár lá Teotihuaca gleymdur og geymdur i eyðumerkurdaln- um. Það var ekki fyrr en 1963, að Adolfo Lopez Matios, forseti, ákvað að Teotihuacan skyldi grafinn upp og gerður að þjóðminjum, að fornaldarbærinn vaknaði til lifsins að nýju. Undir stjórn fremstu fornleifafræðinga Mexikó, hófst heill herskari visindamanna handa ásamt 1500 verkamönnum, við að rannsaka það sem undir bjó. Það sem i ljós kom, voru rústir stærstu borgar meginlands N- Ameriku. Þetta var litskrúðugur bær. Musteri, hallir og pýramidar var þakið lagi af blóðrauðu, kalkkenndu efni og i þvi voru jadegrænir steinar, vandlega fægðir. Að innan var allt skreytt litskrúðugum kalk- málverkum. Allar götur voru lagðar hell- um úr rauðum steini. Stærð bygginganna virðist enn meiri þegar tekið er með i reikninginn, að byggingameistararnir þekktu ekki hjólið, höfðu ekki dráttardyr og notuðu ekki málmverkfæri. Allt þetta hefur verið gert með höndunum, einföld- um steinverkfærum, blóði, svita og tár- um. Teotihuacan-dalurinn sem hallar niður til vesturs, liggur i meira en 2000 metra hæð. Þegar hann var ennþá frjósamur og klæddur gróðri fyrr á öldum, var hann tilvalinn staður fyrir fyrsta stóra byggða- kjamann i N-Amerfku. tbúar Teotihuacan notuðu mörg efni til að byggja úr og skreyta með og til dag- legra þarfa. Granit, steinflögur, basalt, jade, hraungrjót, bein, horn, leir, skeljar og kuðunga, jurtatrefjar og tré til að nefna nokkuð. Skartgripir þeirra voru öklahringir, hálfsfestar, brjóstnælur, armbönd grimur og speglar. Þeir ófu klæði sin úr bómull, og jurtatrefjum og þræðina lituðu þeir með jurtalitum og lit- um úr leirjarðveginum. Breiðgata dauðans Ofan af toppi sólpýramidans, þaðan sem sést yfir allt byggingarsvæðið, er hægt með nokkru hugmyndaflugi að imynda sér iðandi lifið þarna i borginni. Þetta var stéttskipt þjóðfélag, þrælar handverksmenn, kaupmenn, hermenn, listamenn, myndhöggvarar, Stærðfræðingar, stjörnufræðingar, 5

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.