Heimilistíminn - 05.06.1975, Page 35

Heimilistíminn - 05.06.1975, Page 35
r : ------i O MARY RICHMONT: AðeÍllS eíflll kOSfUT L_____________________i______________Á Blance haföi hugsaö þaö sama. En hún ímyndaði sér að það stafaði af því til hvaða hafnar þau ætl- uðu. Höf nin í Murmansk var að líkindum ísi lögð á þessum árstíma, svo þau færu líklega til einhverrar hafnar við Svartahaf. Það þýddi að þau yrðu að fara gegn um D.xrdanedastund. Vc;-ri skipstjórinn fús til þess með tvær enskar konur og börn um borð? Ef kafbáturinn yrði uppgötvaður á tyrkneskri siglingaleið, yrði hann ef til vill neyddur upp á yfirborðið og rannsakaður. Færi svo, yrðu þau f jögur flutt í land og afhent enskum yfirvöld- um. Dorothy hafði ekki hugsað um það, en ef til vill væri það eins gott, því hún var orðin nógu hrædd þegar, Blanche skildi ekki hvers vegna hún hafði ákveðið að f ara til manns síns, þegar þetta var allt svona. Ótti henna> var greinilegur. F ' >il vill hafði hún ekki ímyndað sér neitt þessu líkt. Hún sem hafði talað með f yrirlitningu um allt of f jörugt hug- myndaflug, en slíkt gat verið gott, þegar það gat bjargað manni frá að gera alvarleg mistök. Auðvitað var hugsanlegt, að þessi kafbátur væri einn þeirra, sem gat siglt svo djúpt, að hann fyndist ekki. Ef svo væri, væri líklega allt í lagi að fara gegn um sundið, en ættu þau þá ekki að vera komin i gegn núna? Blanche vissi ekkert um siglingar- hraða kafbáta, en það voru áreiðanlega liðnir margir sólarhringar, síðan þau fóru frá Englandi. Hún hafði tapað öllu tímaskyni og úrið hennar hafði stanzað. Dorothys úr var bilað og þær höfðu enga möguleika á að f ylgjast með dögum og nóttum. Það var heldur ekki hægt að spyrja neinn, því enginn um borðtalaði ensku, nema einn, sem virtist ekki kæra sig um að segja neitt. Blanche var líka viss um að hann kynni ekki nema fáein orð í ensku og þýðingarlaust var að reyna að snúa sér að áhöfn- inni, þeir kunnu ekki annað en móðurmálið. Einn þeirra, sem komið höfðu að sækja þau, var áreiðanlega Mongóli. Það báru skásettu augun, gula húðin og höfuðlagið vott um. Blanche fékk gæsahúð í hvert sinn sem hún varð þess vör, að hann horf ði á hana og varð að beita sig hörku til að fá ekki eitt skjálftakastið. Hún var ákveðin í að fylgja Dorothy og börnunum, hvað sem fyrir kæmi og hún mátti ekki láta hugfallast nú, það gæti haft örlagaríkar af leiðingar. Hún mátti heldur ekki láta Dorothy f inna, hvað hún hafði miklar áhyggjur, því hún var enn verri. Þess vegna gerði hún það sem hún gat til að halda börnunum rólegum og leika við þau, svo þau fengju ekki tækifæri til að gráta. Eitt sinn, þegar Elaine hafði grátið, hafði hún uppgötv- að að Mongólinn stóð og horfði á hana, undarlegur á svipinn. Ósjálfrátt skynjaði Blanche, að hann var miskunnarlaus óvinur, þótt hún teldi sjálfri sér trú um, að þetta væru bara taugarnar. Sem betur fór voru börnin þæg og ekki þurfti mikið fyrir þeim að haf a. Fram til þessa hafði svo sem ekki verið yf ir neinu að kvarta. Þær höfðu kojur að sofa í og maturinn var góður, þótt mestur hluti hans væri niðursoðinn. Maðurinn, sem talaði svolitla ensku og hún hafði komizt að að hét Petrov, hafði boðið þeim vodka að drekka, en Blanche hafði afþakkað. Nú óskaði hún þess að hafa þegið boðið, það hefði ef til vill hresst Dorothy svolítið af sjóveikinni. Te höfðu þær í stór- um katli og þótt Blanche hefði fundizt það allt of sterkt i byrjun, var hún farin að venjast því og fann að það styrkti hana. Þær höfðu líka þurrmjólk ög sérstakan barnamat. Nei, það var ekki hægt að kvarta yfir þæginda- skorti, en verra var að vita ekki hvert ferðinni var heitið. Dorothy var viss um að áfangastaðurinn væri Moskva og að John yrði þar og tæki á móti þeim, en Blanche var farin að efast. — Mér finnst að John hefði getað komið sjálfur og sótt okkur, f yrst við þurf um að ferðast á þennan skelfilega hátt, kvartaði Dorothy. — Hann mátti vita, að ég yrði hrædd og hann hef ði ekki tekið neina áhættu. Hann þurfti ekki að koma í land, þó ég sé viss um að enginn var á eftir okkur þetta kvöld. — Ertu búin að gleyma að John er ekki sinn eigin húsbóndi lengur? svaraði Blanche þolinmóð. — Hann verður að gera eins og honum er sagt nú orðið. — Hann hefði áreiðanlega getað komið ef hann hefði viljað. Hann hefði bara þurft að segja vinum sinum þarna, að hann ætlaði að sækja okkur sjálf ur, þeir hefðu ekkert haft á móti því. Það hefði verið allt öðruvisi að hafa hann hérna. Blanche, geturðu ekki komizt að því hvað við þurfum að vera lengi hérna? Ef ég þarf að hírast í þessum klefa miklu lengur dey ég. Já, ég er viss um að ég dey. Blanche vissi, að það var þýðingarlaust að rök- ræða við systur sína núna. Hún andvarpaði og lagði sofandi telpuna í kojuna og fór svo að leita að Rúss- anum, sem talaði enskuna. Hann var hávaxinn, þrekinn og myndarlegur maður um þritugt, með mjög Ijóst hár og blá augu. Þótt hann væri í þykkri peysu og gúmmistígvél- um eins og fiskimaður, var hún viss um að hann væri háttsettur. Ef til vill hafði hann átt erindi í Englandi og notað þetta tækifæri til að fara heim. Þá hlaut hann að vera njósnari. En var njósnari -verri en föðurlandssvikari? Auðvitað ekki. 35

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.