Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 6
I Pýramidi Quetzalcoats er rikulega skreyttur myndum af guöinum sjálfum. Hann er sýndur sem fiðruö slanga. Ferkantaöa höfuöiö meö hringaugun mun vera regnguðinn Tialoc. prestar, aðalsmenn og guðakonungurinn með kórónu sina úr gimsteinum og skikkju úr sjaldgæfum fjöðrum. Teotihuacan var risavaxinn bær, byggður um lendarás sem kallaður var „breiðgata dauðans” þegar Aztekar komu á staðinn. Þeir nefndu það svo, vegna þess að staðurinn var umkringur pýramidum, sem taldir voru grafhýsi. Stærstir þessara pýramida eru sól- og tunglpýramidarnir, sem voru eins konar undirstöður undir musteri guðanna. Grunnflötur Sólpýramidans er sá sami að stærð og Keopspýramidans i Egypta- landi, en hann er aðeins 65 metra hár, tæpur helmingur af hæð Keopspýra- midans. Guðirnir, sem tilbeðnir voru, voru náttúruöflin, eldur, regn, vatn og sól. Myndir af þeim hafa fundizt i musteris- rústunum — af eldguðunum Huehuetotl, regnguðinum Tlaloc, fjósemisgyðjunni Xipe o. fl. i sambandi við Tlaloc er Quetzalcoatl, fjöðrum klædd slanga, mikilvægust allra guða og talin ráða frjó- semi jarðarinnar. Hann bjó i háu fjöllun- um, þar sem skýin myndast og hann er sýndur með mikla málningu umhverfis augun, skart i nefinu, framstandandi vfgtennur, klofna tungu og fleiri af einkennum slanga og jagúra. ibúar Teotihucan mótuðu mjög flóknar trúarat- hafnir og siði, sem urðu grundvöllur að trúarbrögðum siðari ibúa þarna Tolteka, Azteka og Maya. Margir hafa velt mjög fyrir sér, hvers vegna og hvernig Teotihuacan — stór og auðug borg — hafi skyndilega verið yfir- gefin. Hvers vegna musterin, hallirnar og tugþúsundir ibúðarhúsa voru skilin eftir til aö grotna niður. Fornleifafræðingar, landfræðingar og landbúnaðarsér- fræðingar telja, að þeir hafi nú fundið svar við þeirri spurningu. Reiði guðanna Fyrir 2000 árum var Teotihuacan-dal- urinn græn, frjósöm og skógi vaxin slétta. Hinir óþekktu byggingameistarar Sól- og tunglpýramidanna tóku að fella skóginn, sumpart til að rýma fyrir byggingum og sumpart til að fá akurlendi til að rækta mais, baunir og melónur. Auk þess fengu þeirþarna byggingarefni i musterin, hall- irnar og Ibúðarhúsin og brenni i eldinn. Eftir þvi sem fólkinu fjölgaði og timinn leið, minnkaði skógurinn. Stór svæði voru ræktuð upp, en regnguðinn Tlaloc, sem fram til þessa hafði haldið sléttunni frjó- samri, tók að refsa fólkinu. Regnskúrirnar miklu, sem skógurinn hafði áður gleypt, skoluðu nú þunna laginu af frjósamri mold út i árnar og bar hana út I vötnin við enda dalsins. Eftir þvi sem skógurinn minnkaði, þornaði jörðin og tók að likjast eyðimörk. Harða gosskorpan, sem var undir þunnu moldarlaginu, kom upp úr og öflugir vindar, sem geisa um sléttuna, blésu þurrum jarðveginum brott. A nokkrum mannsöldrum eyðilögðu ibúar Teotihua- can frjósama sléttuna með hugsunarleysi sinu og breyttu henni i eyðimörk. Guðunum var kennt um. Hver hafði kallað reiði guðanna yfir Teotihuacan? Engum datt i hug að það væri eyðslusemi fólksins sjálfs á gæðum náttúrunnar, sem um var að kenna. Innri deilur risu upp og þetta þaulskipulagða samfélag hrundi i rifrildi og klofningi. Hungur neyddi ibúana til að leita út á frjósamar slétt- urnar vestan við Mexikóborg sem nú er, þar sem fundizt hefur mikið magn af pott- brotum, styttum og krukkum frá siðasta menningarskeiði Teothihuacan. Siðasti dagur alheimsins? Áður en ég fór frá Teotihuacan upplifði ég stórkostlega reynslu. Ég var búinn að reika um rústirnar allan daginn og sat eftirvæntingarfullur á hálfhrundum vegg. Veggur þessi Iá meðfram allri „breiðgötu dauðans” kilómetra langur og þráðbeinn. Ég hef átt mörg einkennileg stefnumót á flakki minu um heiminn, en þetta var það undarlegasta, fundur með fornum guðum Mexikó. A þessari töfraþrungnu nóttu áttu raddir þeirra að hrópa út yfir Teotihuacan-dalinn við endurvakningu stórkostlegrar trúarathafnar, sem i upphafi táknaði lif eða dauða milljóna- borgar, sem hafði áhrif 2000 km i norður, langt inn i Bandariki dagsins i dag og 1500 km I suður, allt niður i Guatemala. Þetta landstæði er á stærð við Vestur-Evrópu. Tunglið hvarf að fjallabaki og eins og tiðkaðist fyrir 1500 árum, þegar ibúar Teothihuacan héldu hátiö þá, er hélt alheiminum i jafnvægi, var allt ljós i dalnum slökkt. A ljósastaurunum, sem komið hafði verið fyrir umhverfis rústirnar, slökknuðu ljósin eitt af öðru og hitabeltisnóttin sveipaðist um mig, meðan ég beið eftir að hitta fornguði Mexikó. Fornar menningarþjóðir i Mexikó skiptu timatali sinu i 52 ára timabil. Þegar sliku timabili lauk, dó alheimurinn og fæddist á ný, ef guðirnir vildu. Það var undir þvi komið að návkæmlega væri fylgt öllum atriðum i hinni miklu helgiat- höfn og fórnir færðar. Altariseldurinn, sem logað hafði stöðugt sfðustu 52 árin uppi á toppi Sólpýramidans, var slökktur. 1 öllum hús- um I byggðinni dó eldurinn i lömpunum og eldstónum. Fólk fastaði, syrgði, kveinaði og bað guðina um að láta heiminn ekki farast, en eldinn lifna á ný og lifið endur- fæðast. Á þessum siðasta degi alheimsins hitt- ust allir ibúar dalsins i Teotihuacan, þar sem safnazt var saman á torginu mikla milli musteranna og á breiðgötu dauðans. Þar hófst gangan mikla, prestar og fómarlömbin, sem voru menn, gengu hina löngu leið upp brattar tröppur Sólpýramidans og mannfjöldinn kveinaði undir. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.