Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur! Ég er niu- ára og mig langar að spyrja þig svolitið? Hvaðheitir hljóm- sveitin, scm syngur lagið „The night Chicago died?” Það er uppáhaldslagið mitt. Hvernig lizt þér á Cat Stevens? Mér finnst hann dásamlegur! Hvaöa lag heldur þú mest upp á? Finnst þér gaman að svara spurningum? Hvernig er skriftin og hvað heldurðu að ég fái á skriftarprófinu? Vonandi geturðu svarað mér og vertu blessaður. Kristín. Svar: Hljómsveitin heitir „Paper Lace”. Mér finnst Cat Stevens góður. Ég held mikið upp á „Botniubrag” með Ömari Ragnarssyni. Já, það er gaman að svara skemmtilegum spumingum eins og þessum. Skriftin kemur til en ég veit ekkert um hvernig einkunnir eru gefnar. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég hef skrifað þér áður og nú langar mig að spyrja meira. 1. Hver er happatala þeirra, sem fæddir eru 21. marz? og hver er happa- liturinn? 2. Er það satt, að hár spretti betur, ef það er þvegið upp úr kúahlandi? 3. Er betra eða verra fyrir hárið að vera fléttað? 4. i einum Heimilistimanum er gesta þraut með hjarta. Ég reyndi að leysa hana, en gat það ekki. Hvernig á að leysa hana? 5. Geturðu ekki sagt mér, hvernig á að prjóna tvöfaldan kaðal i peysu? 6. Hvernig er skriftin og hvað heldurðu að ég sé gömul? Tóta. svar: 1. Happatalan mun vera 8 og liturinn er rauður. 2. Það var að minnsta kosti sagt i gamla daga og þá var kúahlandið not- að rétt eins og hárnæring núna. 3. Það er ekki gott fyrir hárið að vera alltaf fléttað, þvi það þarf að vera frjálst annað slagið. Hins vegar er gott að flétta það, ef rdaður er til dæmis að brasa eitthvað úti við, þá flækist það ekki og maöur losnar við að slita það mikið við að greiða niður úr þvi. 4. Ég get það ekki heldur, og það vill enginn segja mér það. Við verðum bara aö halda áfram að reyna. 5. Þaö eru til ýmsar gerðir af tvöföld- um kaðli, flétta, skeifukaöall og fl. Ef þú kannt að prjóna einfaldan kaðal skaltu reyna aö teikna þann kaðal, sem þú ætlar að prjóna og átta þig á, hvoru megin þú setur hjálparprjón- ana. Þetta er alveg sama aðferðin, nema hvað þú skiptir slétta fletinum I fleiri staði. 6. Skriftin er heldur ójöfn og barnaleg. Þú ert 14-15 ára. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég er með nokkrar spurningar, sem ég vona, að þú getir svarað. 1. Hvað heitir maðurinn, sem lék Mark Larson i myndinni „Ast án skuldbindinga” og hvar á hann heima? Geturðu birt grein um hann á pop-siðunni? 2. Hvernig eiga bogamaðurinn (stelpa) og tviburinn (strákur) sam- an? 3. Hvernig er skriftin og hvað held- urðu að ég sé gömul? þin ?X! svar: Þvi miður kannast ég ekkert við þessa mynd og veit ekki hvar eða hvenær hún var sýnd hér. Bogastelpa og tviburastrákur eiga mjög vel sam- an. Skriftin er ójöfn og fremur barna- leg. Þú ert 13 ára. Alvitur. Svar til húsmóður á Austurlandi: Um- kvörtun þinni hefur hér með verið komið til réttra aðila. Skriftin ber vott um listahæfileika á einhverju sviði og sterka réttiætiskennd. En hún er svo- litið ójöfn og breytileg, ef til vill vegna óvana við skriftir. Alvitur. AAeðal efnis í þessu blaði: Teotihuacan.............................Bls4 Vitamín bragðast vel ...................Bls 8 Greiðviknasti hani í heimi..............Bls 11 Opo— Roy Harper.........................Bls 12 Skrýtni maðurinn, barnasaga.............Bls 13 Spé-speki...............................Bls 15 Einkastjörnuspáin.......................Bls 16 Föndurhornið............................Bls 18 Hvað veiztu?..........................Bls 19 Börnin teikna.........................Bls20 Feimni, smásaga.......................Bls 22 Þannig er að f ara í hundana..........Bls 25 Léttar sumarpeysur handa f eðgunum....Bls 27 Pennavinir............................Bls29 Eru þær eins?.........................Bls 30 Fósturheimili fyrir dýr...............Bls 31 Markmaðurinn bjargaði.................Bls 32 Lilla, frh. saga barnanna.............Bls33 Aðeinseinn kostur, frh. saga..........Bls35 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar, skrýtlur o.f I. Forsíðumyndina tók Kristján Baldursson og kappinn, sem þarna stingur sér til sunds í ískalda Grímsána er enginn annar en Gunnar V. Andrés- son, Ijósmyndari Tímans, sem tekið hefur flest- ar forsíðumyndirnar okkar undanfarið. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.