Heimilistíminn - 05.06.1975, Síða 33

Heimilistíminn - 05.06.1975, Síða 33
Lilla fólk koma út úr húsunum við götuna. Þetta var sveimér skemmtilegur gluggi og Lillu faunst gott að vita til þess að Sóley hafði svona skemmtilegt útsýni. Nú þyrfti hún ekki framar að hafa samvizkubit af að loka hana þarna inni i skápnum. í sama mund ýtti Sóley Lillu til hliðar og tók að sveifla litlu handleggjunum svo að fólk á götunni tæki eftir henni. Fólk kom hlaupandi úr öllum átitum, margir köstuðu frá sér öllu, sem þeir héldu á og komu hlaupandi af einskærri forvitni.. Grænmetissalinn kom lika. Sóley fcneri sér við og gaf Lillu hátignarlegt merki um að koma með fötin af borðinu. Lilla kom með brúnkökuna og Sóley kastaði henni varlega út um gluggann til fólksins. Allir urðu hissa, en vörpuðu sér yfir kökuna og hún hvarf fljótlega. Siðan rétti fóikið tóman diskinn til baka og horfði upp i gluggann í von um meira. Lilla flýtti sér að leita að tölupokanum til vita, hvot hægt væri að nota fleiri tölur. Hún fann stórar og litlar tölur, semgætu verið kök- ur. Þarna voru allir litir og tölurnar urðu að búðingum, kökum og tertum með rjóma. Stór, gul tala ofan á öðrum grænum, ennþá stærri, varð að óskaplega finni tertu. Hún var svo stór, að hún komst ekki á neitt af fötunum. Fólkið á götunni varð óskaplega hrifið i hvert sinn, sem nýtt fat kom út og skilaði alltaf tómu fötunum aftur. Það var gaman að horfa á þetta. Þegar maturinn var búinn, gaf Lilla Sóleyju nokkra reglulega fina málmhnappa. Það áttu að vera peningar. Brúðan fleygði þeim út um gluggann eins og hún væri drottning. Hún horfði á fólkið tina þá upp. Það var alveg galið i peninga. Þegar ekki voru til fleiri svona hnappai', tók hún af sér skartgripina og fleygði þeim á eftir. Fólkið tók þá upp og fór siðan heim, því nú þurfti það ekkert að skorta, það sem það átti ólifað. En nú var satt að segja orðið litið af tölunum hennar ömmu eftir. Aðeins nokkrar leiðinlegar gráar og brúnar. Þá fór Sóley að tina af sér demantana. Það voru tölurnar, sem verið höfðu á brúðarkjólnum hennar ömmu. Hún ætlaði lika að fleygja þeim út, en Lilla reyndi að koma i veg fyrir það. — Æ, nei, sagði hún. — Ég veit ekki, hvað amma segir, ef þessar tölur týnast. Þær eru afar verðmætar, Sóley. En Sóley brosti og leit út fyrir að ætla samt að kasta þeim út til fólksins, sem enn beið úti fyrir. En þá gekk Lilla að glugganum og skellti honum aftur, svo brúðan gæti ekki kastað töl- unum út.... — Jæja, jæja, sagði amma og stóð hæglega upp úr hægindastólnum. — Þú hefur verið hljóð og góð stúlka. Lilla min. Að hverju varstu að leika sér? Lilla sýndi ömmu Sóleyju. — Sei, sei, þetta er eins og drottning með gimsteina. — Já, amma, sagði Lilla. — Ég gætti demantanna hennar og vildi ekki að hún kasiaöi þeim út um gluggann til fólksins á göt- unni. Það vildi ég alls ekki. — Þá hefurðu verið dugleg stúlka, sagði amma. — En lokaðu nú skápnum og settu töl- urnar i pokann. Nú er kominn kaffitimi. 33

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.