Heimilistíminn - 05.06.1975, Síða 36

Heimilistíminn - 05.06.1975, Síða 36
Blanchefann hann þar sem hann sn d boginn yfir einhverju tæki skammt frá félögum sínum. Hún gekk til hans og tók í ermi hans. — Afsakið/ sagði hún og talaði hægt og greinilega. — Mér þykir leitt að trufla, en getið þér sagt mér, hvað er langt þangað til við komum á áfangastað? Systir mín er mjög veik og ég hef áhyggjur af henni. Hann leit upp og horf ði á hana. Mikið voru augun í honum blá.... næstum eins og haf ið á sumarmorgni. Hann var heldur ekkert illilegur. Andlitið var sól- brúnt, drættirnir svolítið ójafnir, en hefði hún hitt hann undir öðrum kringumstæðum, hefði hún sagt að hann væri aðlaðandi. — Við förum upp <. vfirborðið eftii tvo tíma eða svo, svaraði hann hljómlausri röddu og hún velti f yrir sér, hvort hann væri að reyna að breyta henni. Hann hikaði svolítið og hrukkaði enn;ö, eins og hann væri að leita að orðunum. — Systir yðar.... biðjið hana að reyna að sofna... það sem eftir er ferðar- innar verður ekki mjög þægilegt. — Hvert förum við? Viljið þér ekki vera svo góður að segja mér það? bað hún. — Ég hef ekki leyfi til þess. Hann f jarlægði vin- gjarnlega en ákveðinn hönd hennar a( b ídlegg sín- um og hún roðnaði. Hún fann að tárin þrengdu sér fram, en reyndi að virðast róleg. — Viljið þér... vera svo góður að gefa mér svolít- ið vodka? Það getur ef til vill róað systur mína. Hann leit á hana og brosti svo. — Hún verður.... ölvuð af því, eins og þið segið. — En hún hefur bara gott af því... mjög gott af því. Hann tók pela upp úr vasanum og rétti Blanche. — Takk, sagði hún lágt og flýtti sér aftur til systur sinnar, sem lá upp við dogg. — Jæja, sagði hún. Fékkstu að vita eitthvað? — Við förum upp bráðum og mér skilst, að við verðum þá sett í land. — Guði sé lof, sagði Dorothy. — Ég er viss um að-John verður þar til að bjóða okkur velkomin. — Ég myndi ekki telja það víst, sagði Blanche. — Mér var sagt að næsti hluti ferðarinnar yrði ekki sérlega þægilegur. — Kannski þeir ætli að senda okkur með lest til Moskvu, sagði Dorothy. — Mér var sagt, að rússneskar lestir væru ekki eins og okkar. Já, það er líklega þannig. Jæja, það skiptir ekki máli, bara að ég komist burtu úr þessum kafbáti. Þegar ég hugsa til þess að við erum langt undir yfirborði sjávar, ef til vill næstum niðri við hafsbotn , verð ég dauðhrædd, Blanche. Blanche var líka dauðhrædd við tilhugsunina, en tókst að dylja það. — Ég myndi ekki telja víst að John taki á móti okkur, endurtók hún í aðvörunar- tón. — En ég er sammála þér um að næstum hvað sem er er betra en þetta, bara að við fáum fast land undir fæturna aftur. En nú skaltu reyna að safna kröftum og þess vegna vil ég að þú drekkir svolítið af þessu vodka og reynir að sofna. Meðan hún tal- aði, dró hún upp pelann, greip tekrús og hellti í hana. Svo rétti hún krúsina að Dorothy. — Ég hef drukkið vodka áður... í London, sagði Dorothy. — En það var kannski ekki eins og þetta... Hún greip um krúsina og drakk. — Púf f! Hún saup hveljur.— Það hefur ekki verið þetta. Þetta er eins og eldvatn. Það er bezt að þú fáir þér svolítið líka, Blanche. — Nei, takk, svaraði Blanche. — Ég þarfnast þess ekki. Ég ætla að taka saman dótið okkar og skipta um f öt á börnunum og ég hef ekki svo mikinn tíma til þess. — Þú hefur verið alveg einstök í öllum þessum erfiðleikum. — Það gæti engum dottið í hug að þú værir sjúklingur... — Það er ég heldur ekki, ég er bara ekki hraust, svaraði Blanche þurrlega. — Þú hef ur samt verið einstök. Ég átti von á að þú yrðir eins og ég hef verið. — Hef ði ég verið það, hver hef ði þá átt að hugsa um börnin? spurði Blanche á sinn venjulega, rólega hátt. — Ó, þau hefðu bjargað sér. Einhver hefði gefið þeim að borða og komið þeim í rúmiði Þessi maður, sem þú varst að tala við, lítur út f yrir að vera siðað- ur maður. Jú, það mátti ef til vill segja það um félaga Petrov, hugsaði Blanche, en hún gat ómögulega séð hann fyir sér í hlutverki barnfóstru. Ljúktu við þetta, sagði hún uppörvandi. — Þá geturðu kannskesofið svolítið. Ég skal sjá um allt, sem þarf að gera. 'fo'ék'h'ák'ák'élf'él/'élr — Hvar erum við? hrópaði Dorothy móðursýkis- lega og stóð sem lömuð, þegar mennirnir tveir, sem höfðu borið hana í land úr kafbátnum, settu hana niður. — Þetta er alls ekki Rússland! Þið skuluð ekki reyna að segja mér það! Hún greip dauðahaldi í handlegg Blanche. — Þú veist að þetta er ekki Rússland, sagði hún með hárri, gjallandi rödd. Blanche leit í kring um sig. Þær höfðu verið settar í landá fljótsbakka. Framundan þeim var eitthvað sem leit út f yrir að vera leirprammar í hundruðum, vatnið var gruggugt og himinninn þungur og grár og það rigndi. Það var mikil umferð á fljótinu, breiðir, f latbotna bátar með óhreinum, stagbættum seglum. Og í bátunum — menn og konur, öll með eins andlit, gul og flöt með skásettum augum eins og mongólinn, sem hún hafði verið svo hrædd við um borð. Hún vissi hvað þetta var. Bátarnir voru kínverskir djúnkar og einn þeirra stefndi beint til þess staðar, sem þau stóðu nú á. Lengra burtu voru nokkrir húsbátar bundnir við bakkann og konur voru þar að þvo föt í fljótinu. — Hvar er John? spurði Dorothy æst. Hún sneri sér að karlmönnunum, sem stóðu aftan við þær, annar þeirra var Petrov, hinn sjómaður. — Hvar er maðurinn minn? Sjómaðurinn hrópaði eitthvað, sem hún skildi ekki og lyfti krepptum hnefa í átt til hennar. Doro- thy hörfaði aftur á bak af skelfingu. Blanche sleppti höndum barnanna andartak og tók utan um dauðskelfda systur sína. — Reyndu að áreita þá ekki, hvíslaði hún. — Við erum algjörlega á valdi þeirra og verðum að gera eins og okkur er sagt.... 36

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.