Heimilistíminn - 05.06.1975, Page 12

Heimilistíminn - 05.06.1975, Page 12
Roy Harper Roy Harper heldur þvi sjálfur fram, að hann sé óttalegt letiblóð. En ef dæma skal eftir framleiðslu hans, get- ur það tæpast verið rétt. A þeim árum, sem hann hefur verið f sviðsljósinu, hefurhann látið frá sér fara heil ósköp af lögum og hann er iðulega i upptöku- sölum. Meðal þekktustu laga hans eru: ,,How Does It Feel?”, Goodbye”, „Another Day”, „Song of The Ages”, „Don’t You Grieve”, „Hells Angels”, „Tom Tiddlers Ground”, „East of the Sun”, „Davey" og „It’s not What You Say”. bað var ekki fyrr en 1965, að farið var að veita Roy Harper verulega at- hygli. Þessi brezki visna- og mótmæla- söngvari ferðaðist þá mikið um Evr- ópu og visum hans var vel tekið af á- heyrendum. Arið 1966 kom fyrsta LP-plata hans út „The Sophisticated Beggar” þar sem framúrskarandi gitarleikur hans nýtur sfn til fullnustu. Arið eftir kom LP-platan „Come out fighting Ghengis Smith”. 1968 hélt hann fyrstu hljóm- leika sina i Hyde Park i London, og tókust þeir mjög vel og þar eignaðist Roy marga nýja aðdáendur. Jafn- framt streymdu tilboðin úr öllum átt- um, en Roy hefur aldrei verið sérlega hrifinn af að koma fram fyrir áheyr- endur og tók mjög fáum tilboðum. Hins vegar brást hann ekki hvað varðar plöturnar. Hann sá til þess að út kom ein LP á ári, „Folkjokeopus”, „Flat Baroque and Berserk” og „Stormrock” sýna allar góða þróun i tónlistarhugsun Roys. Að Roy Harper er virtur tónlistar- maður og söngvari, sannaðist, þegar Led Zeppelin komu með lag sitt „Hats off to Harper". Það er á þriðju plötu Led Zeppelin og er Roy Harper til heiðurs. Þeir buðu honum lika með i Bandarikjaför sina árið 1970, hvað hann þáði eftir langa umhugsun. Árið 1970 gerðist Roy kvikmynda- leikari i myndinni „Made” og sama ár fór hann i langa hljómleikaför um allt England. En þrátt fyrir þessa vel- gengni, varð árið 1972 honum slæmt, þvi hann hafnaði á sjúkrahúsi með al- varlegan blóðsjúkdóm. En nú er hann heilbrigður á ný og hélt upp á það með þvi að senda LP- piötuna „Lifemask" og halda hljóm- leika í Royal Albert Hall. Troðfullur salurinn bauð hann velkominn aftur með miklum fagnaðarlátum. Roy Harper fæddist i Manchester 12. júni 1941. 12

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.