Heimilistíminn - 05.06.1975, Side 9

Heimilistíminn - 05.06.1975, Side 9
Fiskur með sítrónu 8 rauðsprettuflök/ safi úr 2 sitrónum, salt, 100 gr. smjörliki 4 eggjarauður. Flökin eru rúlluð upp og lögð þétt i smurt, eldfast fat. Sitrónuafanum er hellt yfir, salti stráð á og smjörlikisklipa sett hér og þar. Siðan er álpappir lagður yfir og fatið sett i 200 stiga heitan ofn i 15 minútur. bá er soðinu hellt af og soðib ásamt smjörlikinu og loks er þvi hellt saman við samanþeyttar eggjarauðurn- ar. Sósan er hituð upp i vatnsbaði, en hún má alls ekki sjóða. Bragðbætið hana með salti. begar rétturinn er borinn fram, er sósunni hellt yfir fiskinn, sem borðaður er með soðnum kartöflum stráðum saxaðri steinselju. Kjöt með sítrónu t Miðausturlöndum er kjöt steikt á tein- um við viðarkolaglóð og borið fram með sitrónusafa og saxaðri steinselju. betta hljómar framandi hjá okkur, en er ákaf- lega gott, bessi uppskrift er frá Kýpur og við notum svinakótelettur: 6 svinakótelettur, 250 gr sveppir, safi úr 2 sitrónum, steinselja, salt og smjöriiki. Sveppirnir eru hreinsaðir, skornir i fjórbunga og brúnaðir i smjörliki á pönnu. Síðan eru kóteletturnar steiktar i miklu smjörliki, kryddaðar meö salti og settar á fat með sveppunum og miklu af steinselju. Pannan er soðin upp með sitrónusafanum og meira smjörliki ef vill og soðinu siðan hellt yfir kóteletturnar. Á Kýpur eru ósætar pönnukökur bornar með, en hér heima viljum við liklega heldur kartöflur. Kjúklingur með sítrónu Vinarsnitzel, sem er kálfskjöt með sitrónu, þekkja flestir, en þekkja þeir kjúkling með sitrónu? bessi réttur er franskur. 1 hann þarf: 1 kjukling, 1—2 lauka, 6—7 tómata, 2 sitrónur, salt, papriku, smjör, hrisgrjón og steinselju. Kjúklingurinn er hlutaður sundur og brúnaður i smjöri. Tómatarnir eru skorn- ir i fjórbunga og laukarnir i sneiðar, hvort tveggja er aðeins brúnað i smjörliki og kryddað með salti, papriku og agnarlitl- um sykri. Kjúklingsstykkin eru lögð á milli tómata og lauklaga, sitróna er skor- in i' sneiðar og lögð ofan á. Safa úr hálfri sitrónu er hellt yfir og rétturinn er látinn malla undir loki, þar til kjúklingurinn er meyr, um það bil hálftima. begar hann er borinn fram, er hann skreyttur með stein- seljuvöndum og papriku. Hrisgrjónin eru höfð með. Appels ínuhris gr jón 1 dl. hrisgrjón, 1/2 1 vatn, 4 appelsínur, 1 dl. sykur, :i dl. rjómi. Hrisgrjónin eru soðin, vatnið siað frá og grjónin skoluð I köldu vatni og látið renna vel af þeim. Flysjið appelsinurnar, rifið hýðið af tveimur fint, skerið þær i teninga og stráið á þær sykri. begar þær hafa drukkið i sig sykurinn i u.þ.b. klukku- stund, er hrisgrjónunum, rifnu appelsinuhýðinu og þeyttum rjómanum jafnað saman við. Borið fram i ágætisskál og skreytt með appelsinusneiðum. Ristaður grape-ávöxtur 2 grapeávextir, 4 msk dökkur púðursykur, rúsinur. Ávextirnir eru skornir I tvennt og botn- inn skorinn til, þannig að helmingarnir geti staðið. Losað er innan úr hýðinu með- fram brúninni og milli laufanna og helm- ingarnir settir á eldfast fat. Matskeið af rúsinum er sett niður i rifurnar og púður- sykri stráð yfir allt saman. Fatið er sett I heitan ofn I 5-6 minútur, þar til sykur- inn er bráðnaður og ávöxturinn er gegn- heitur. Borið fram strax. Grape-soufflé 2 grape-ávextir, 30 gr. smjör, 3 msk hveiti, 1/2 dl. sykur, 3 egg. Helmingið ávextina og kreistið úr þeim safann. Bæt- ið appelsinusafa i ef þarf til að fá 2 dl alls af safa. Hreinsið himnurnar innan úr hýðinu, án þess að skemma það. Búin er til smjörbolla úr smjörinu og hveitinu og safanum bætt i smátt og smátt. betta er siðan soðið, þar til það er orðið þykkt, en siðan kælt. bá er eggjarauðunum og sykr- inum jafnað út i. Siðast er stifþeyttum hvitunum jafnað i og deigið sett i ávaxta- hýðið. bau eru sett i eldfast fat og bökuð i 15 minútur við 200 stiga hita, þangað til deigið er hefað og ljósbrúnt. Borið fram strax. Strónukaka 250 gr smjörlíki, 250 gr. sykur, 4 eggjarauður, 200 gr hveiti, 250 gr. kartöflumjöl, 1 tesk lyftiduft, 2 dl mjólk, 2 sitrónur, 250 gr flórsykur, 4 eggjahvitur, hjartarsalt á hnifsoddi. Smjörliki og sykur er hrært vel saman og eggjarauðunum bætt i. Hveiti og lyfti- dufti er blandað saman og sett i ásamt mjólkinni og rifnu hýði og safa úr einni sitrónu. Deigið er sett i smurða ofnskúffu og bakað við 175 stig i 20 minútur. bá er búinn til marengs. Eggjahviturnar eru stifþeyttar. Sykrinum bætt i smátt og smátt, ásamt hýði af einni sitrónu og hjartarsaltinu. begar kakan hefur bakast i 20 min er marengsinn lagður ofan á og kakan bökuð i 15 minútur til viðbótar. 9

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.