Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 14
— Nei, sagði maðurinn. — Ég fann eggið og vissi ekki, hver hafði týnt þvi. Mér fannst bara leitt að láta það liggja þarna og verða engum til gagns. Það getur komið ungi úr þvi, ef til vill stæðilegúr hani, hver veit? Ég vissi ekki um einn stað betri og hlýrri en prjónahúfuna mina. En hvað er þetta? Það springur! Það brotnar! Það er unginn! — En hvað hann er fallegur, sagði stúlkan. — Lofaðu mér að hlýja honum. — Hérna, sagði hann. — Taktu bara húfuna mína og Það var egg í húfunni! hlýjaðu honum i henni. Svo brosti hann og ætlaði að halda leiðar sinnar. En i sama bUi heyrðust hróp og köll og þau sáu heilan herskara af fólki koma i áttina til sín. Þegar fólkið sá mann- inn, hrópaði það: — Þarna er hann, sá þegj- andalegi. Við skulum svei mér fá hann til að tala! Svo veifuðu allir kylfum og kústum, en Iitla stúlkan stillti sér upp framan við manninn, en hann strauk henni brosandi um hár- ið. Svo reis hann á fætur og sagði djúpri röddu. — Hvað var svona afkára- legt við húfuna mina? Hvað var svona undarlegt við að ég þagði? Þið voruð öll að drep- ast úr forvitni, nema þessi litla stúlka. En nú skal ég segja ykkur, hver ég er, svo ég geti fengið að vera i friði. — Já, segðu okkur, hver þú ert, veslingurinn þinn! Svo 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.