Heimilistíminn - 05.06.1975, Page 19

Heimilistíminn - 05.06.1975, Page 19
Föndurhornið Hvað smíða þau í barna- skólunum? Nú er farið að kyrrast um i smiðastofum skólauna, þvi börnin eru i sumarfrii frá námi. En á veturna er þar ys og þys og margar starfssainar hendur á hreyfingu. Hvað er það þá, sem þau smiða? Já, ég segi ,,þau” vegna þess að i sumum barna- skólum er blandað saman strákum og stelpum i smiðinni og gefst það vel. Ef við litum inn, til dæmis i 9 ára bekk, gæti ver- ið að börnin væru að saga út dýr, þessi sem við sjáum á meðfvlgjandi myndum. Efnið i þau gæti verið 5 mm birkikrossvið- ur i skrokkunum, en 3 mm krossviður i fótunum. Fæturnir, sem sagaðir eru út sérstaklega <2 stk) eru limdir á skrokk- ana með griplimi. Ekki þarf að taka það fram, að bezt er að geta sagað með laufsöginni sem allra nákvæmast eftir útlínum dýranna, þá þarf ekki að slipa eins mikið með sand- pappír á eftir. Ef það eru nú samt áberandi ójöfnur á hinum útsagaða grip, getið þið ef til vill sorfið þær af með finni þjöl. Sandpappir- inn er alltaf notaður sfðast. Dýrin mætti að siðustu mála með þekjulitum eða liörpu-silki. Þessar teikningar eru fengn- ar á Fræðsluskrifstofu R.vikurhjá Bjarna Ólafssyni, umsjónarkennara i smiöum. Það koma fleiri teikningar I næsta blaði. — Ég hélt að þú værir sjónvarps- stjarna. lni sagðist standa framan við myndavélarnar. — Vitleysa. 97 ára milljónamæringur er alls ekki gamall. nr~::............. HVAÐ VEIZTU 1. Er blýiö i blýantinum úr blýi? 2. Eftir hvern er Eroica-symfónian? 3. Fyrir hvaöa sögu er rithöfundur- inn Daniel Defoe frægur? 4. Hvar er Fort-Lamy höfuðborg? 5. Er sagan „Umhverfis jörðina á 80 dögum” eldri en 100 ára? 6. t hvaða riki er Monte Carlo? 7. Hvaðheitir leynilögreglumaöurinn i bókum Agöthu Christie? 8. Hvað hét þjónn Don Quijotes? 9. Papageno og Tamino eru persónur i óperu? Hvaða? 10. 1 hvaða borg átti Anna Frank heima? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. — Ég ætia að gefa þér tækifæri til að verða eitthvað, Viggó. Þú ert rekinn. 19

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.