Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 17
8. júní Þér hættir við að vera heldur oft i vondu skapi, það gerir listamannsskapið, sem þú ert fæddur með. Stjörnurnar hafa út- hlutað þér hæfileikum, en þeir geta orðið að engu, ef þú lærir ekki að stjórna skapi þinu. Annað veifið ertu uppi i skýjunum af gleði, en hitt veifið i kolsvörtu örvænting- arhyldýpi. Með timanum kemstu að raun um, að það bætir skapið, að skipta oft um vinnustað. Þegar þú ert i bjartsýnisskapinu, er enginn jákvæðari og vinnuglaðari en þú. Þú ert blátt áfram og gjafmildur og alltaf beinn i baki. Fólk kemur oft til þin eftir góðum ráðum og leiðbeiningum. Þér mun ganga vel sem kennari, þvi þú hefur þann eiginleika, að nemendur lita upp til þin og þú kannt lagið á þvi að láta ungt fólk leggja sig fram við námið. Hugsjónir þinar eru háleitar, en hætt er við að þú verðir fyrir vonbrigðum, ef þú gætir ekki vel að hvaða fólk þú umgengst. Það skiptir þig mjög miklu máli, hvernig maka þú velur þér. Veldu ein- hvern, sem hefur sömu áhugamál og þú, einhvern sem veit, hvernig á að hjálpa þér, þegar skapið sigur og lætur þig i friði, þegar þú ert vinnuglaður. Það þarf lika að vera manneskja, sem ekki lætur þig finna, að þú berir ábyrgð á öllum hlutum. 10. júni Þú ert hlaðinn orku og afli. Stjörnurnar sýna, að þér hættir til eirðarleysis og vilt alltaf að eitthvað sé að gerast. A unga aldri ferðastu að likindum talsvert, þvi þig langar mjög að skoða heiminn. Þú veizt vel, hvað þig langar i, en ert alls ekki viss um, hvernigþú átt að öðlast það. Þeg- ar þú loks tekur skref i einhverja átt, þá haltu áfram. Þannig muntu öðlast vel- gengni, ef til vill snemma á ævinni. Likur eru á að þér finnist þú klofinn i áhuga þinum á að gera listaverk og safna peningum. Þú gætir vel hugsað þér að verða rikur, en kærir þig ekki um að vinna til þess. Ef þú skyldir erfa fé, geturðu snú- ið þér að listinni i rólegheitum, annars þarftu að vinna. Verði svo, safnarðu eins og þú getur og snýrð þér að listinni siðar, ekki til að græða á henni heldur þér til ánægju. Makaval þitt getur haft mikil áhrif á hvaða leið þú kýst að halda í lífinu. Þeir,sem þú elskar, hafa gjarnan áhrif á þigog þú gerir mikið til að gera lifið þægi- legt fyrir þá. 9. júní Heiðarleiki, sómatilfinning, nákvæmni og réttlætiskennd eru nokkur af helztu einkennum persónuleika þins. Þegar þú hefur ákveðið eitthvað, getur ekkert feng- iðþig ofan af þvi að ná takmarkinu, hvaða erfiðleikar, sem kunna að mæta þér á leiðinni. Slik ákveðni getur hæglega þró- azt upp i hreina og beina þrjózku. Hún stefnir hátt og leggur oft mikið fé i hættu, en þú ert ekki jafn klókur i fjármálum og þér hættir til að halda. Skynsamlegast væri að ganga i félag við einhvern sem annast smámunina. Þú færð snjallar hugmyndir, en þarft á sérstöku starfsliði að halda til að fram- kvæmda þær. Þannig geturðu orðið frábær leiðtogi. Þótt þú sért vingjarnlegur og þægilegur I eðli þinu, kanntu betur við þá, sem hafa sömu áhugamál og þú. Þú vilt fyrir hvern mun vera innan um fólk, sem gengur vel i llfinu, þar sem þú álitur að velgengni færi þér meira. Fjárhagslegt öryggi er það sem þú leitar fyrst og fremst eftir. Þú heldur gjarnan veizlur heima hjá þér. Konur fæddar þennan dag eru ánægðast- ar, þegar þær bjóða fólki heim. Þú hefur fengið listamannshæfileika i vöggugjöf, en þar sem þú ért svo gagn- rýninn á sjálfan þig, ertu alltaf að breyta hlutunum þannig að þú lýkur við fátt. Þroskaðu með þér meira sjálfstraust gagnvart starfinu og ljúktu við eitt, áður en þú byrjar á þvi næsta. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.